Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  211. tölublað  106. árgangur  VINSÆLL KVIK- MYNDALEIKARI HEFUR KVATT SINFÓNÍSK TÓNLIST Í SÓKN ÞORVALDUR BJARNI 46BURT REYNOLDS 12 „Ég var á hjólaæfingu í Öskjuhlíð; þetta var fyrsta fjallahjólaæfingin mín. Við vorum bara að æfa okkur og allt gekk vel. Við vinnufélagarnir hjá Icelandair höfðum verið að hjóla saman allan veturinn og sumarið áð- ur, en alltaf á götuhjólum,“ segir Lára Sif Christiansen flugmaður, sem lenti í alvarlegu og örlagaríku slysi í Öskjuhlíð fyrir rúmu ári, en eftir fall af planka lamaðist Lára samstundis fyrir neðan brjóst og átt- aði sig um leið á því að hún væri löm- uð. „Ég byrjaði bara að öskra. Ég vissi það,“ segir Lára, sem hringdi strax í eiginmann sinn, Leif Grétarsson. „Vinnufélagar hans sáu hvernig hann fölnaði í framan. Ég öskraði í símann: Ég er lömuð, ég er lömuð, ég á aldrei eftir að geta gengið eða flogið.“ Í viðtali við Láru og eiginmann hennar, Leif Grétarsson, í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins segja þau hjónin hvernig síðasta ár hefur verið, en þau voru nýgift þegar slysið varð og bjuggu í gömlu í húsi í miðbænum sem ómögulegt var fyrir hana að komast um eftir slysið. „Ég fór aldrei aftur í þá íbúð. Ég fór bara út að hjóla og fór aldrei aft- ur heim.“ Kom aldrei aftur heim Morgunblaðið/Ásdís Flugmaður Lára Sif Christiansen.  Lamaðist fyrir neðan brjóst á fjallahjólaæfingu  Tryggingafræðileg staða stærstu lífeyrissjóða landsins hefur versnað nokkuð frá árslokum 2016 vegna hríðlækkandi hlutabréfaverðs Ice- landair Group. Trygginga- fræðileg staða sjóðanna ákvarð- ar getu þeirra til þess að standa undir skuldbind- ingum sínum til framtíðar. Sé staðan jákvæð gefur það til kynna að sjóðirnir eigi eignir umfram skuldbindingar. Þannig hefur lækkun bréfa Ice- landair lækkað tryggingafræðilega stöðu Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem nemur 1,1 prósentustigi á síð- ustu 20 mánuðum. Um nýliðin ára- mót var tryggingafræðileg staða sjóðsins jákvæð sem nam 6,4%. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver tryggingafræðileg staða sjóðsins er í dag. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafi Iceland- air með tæplega 14% hlut. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins er næststærsti eigandinn. Tryggingafræðileg staða A-deildar hans hefur lækkað um 0,72 pró- sentustig síðustu 20 mánuði en staða B-deildarinnar hefur versnað um 0,3 prósentustig. ses@mbl.is »22 Lækkun Icelandair Group hefur rýrt eignasöfnin Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Tækjaleigur og framleiðslufyrirtæki á kvikmynda- og sjónvarpsefni segja að ný eining Ríkisútvarpsins, RÚV- stúdíó, hafi ósanngjarnt forskot á markaði og bjóði þjónustu á útleigu á aðstöðu og tækjabúnaði á verði sem „erfitt eða ómögulegt er fyrir einka- aðila að keppa við“. Þetta kemur fram í bréfi GN Studios ehf., sem sér um rekstur kvikmyndaþorpsins í Gufunesi, til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er eftir því að eftirlitið grípi til aðgerða. Þá hafa tækjaleig- urnar Exton og Kukl lýst yfir stuðn- ingi við kvörtun GN Studios. Í samræmi við stefnu RÚV til árs- ins 2021 voru gerðar skipulagsbreyt- ingar og sérstök eining stofnuð, RÚV-stúdíó. GN Studios segir í bréfi sínu til SKE að svo virðist sem RÚV-stúdíó sé ekki dótturfélag RÚV heldur eining innan Ríkisút- varpsins ohf. Í því ljósi þykir GN Studios, Exton og Kukli ófært að RÚV ráðist inn á markað með slíka þjónustu í samkeppni við einkaaðila sem hafa ekki sömu tækifæri og RÚV til að bjóða slíka þjónustu. Ekki náðist í útvarpsstjóra RÚV í gær er Morgunblaðið leitaði frekari viðbragða um málið. Samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 23/2013 eiga dótt- urfyrirtæki RÚV að lúta sömu lög- gjöf og starfsemi félaga í samkeppn- isrekstri. Ætti starfsemin því að lúta samkeppnislögum nr. 44/2005. Enn fremur skulu viðskipti RÚV og dótt- urfélaga þess fara fram á markaðs- legum forsendum. Skaðleg áhrif á samkeppni  Framleiðslufyrirtæki og tækjaleigur vilja að Samkeppniseftirlitið grípi til að- gerða vegna RÚV  Ný eining hjá RÚV þjónustar útleigu á tækjum og aðstöðu MMiklir fjármunir lagðir til »4 Það verður síðdegis í dag sem keppendur sem taka 100 kílómetra í utanvegahlaupinu Hengli Ultra koma í mark, en það var klukkan 22 í gær- kvöldi sem þátttakendur voru ræstir. Lagt var upp frá miðbænum í Hveragerði en alls voru 372 skráðir til leiks; fólk frá 17 löndum og fjórum heimsálfum. Flestir létu sér nægja að hlaupa 10 eða 25 kílómetra en um 30 keppendur ætluðu að hlaupa lengstu leiðina, sem er um Hengilinn og Hellisheiði. „Veðrið fínt, dropar og gola, sem er þó bara hluti af áskoruninni í þessari einstöku keppni,“ sagði Einar Bárðarson skipuleggjandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlaupið inn í haustnóttina á Hengilssvæðinu 100 kílómetrar og áskoranir í Hengli Ultra  Íslendingar eiga í þvingunar- aðgerðum gagnvart 27 ríkjum auk vígasamtaka. Aðgerðir þessar eru ákveðnar í samvinnu við alþjóða- stofnanir, ríkjahópa eða samstarfs- ríki í samráði við utanríkismála- nefnd Alþingis. Ríkin sem um ræðir eru m.a. Afganistan, Norður- Kórea, Hvíta-Rússland, Bosnía- Hersegóvína og Rússland. Flestar þvingunaraðgerðir snú- ast um vopnasölubann, frystingu fjármuna og ferðabann. Einnig eru dæmi um annars konar aðgerðir, s.s. bann við olíukaupum og sölu á lúxusvörum, en markmiðið er eink- um að viðhalda friði og öryggi. »26 Ísland styður á þriðja tug þvingana Samkvæmt spálíkani ráðgjafar- fyrirtækisins Analytica munu 2,3- 2,4 milljónir ferðamanna sækja Ísland heim með flugi á næsta ári, borið saman við 2,2-2,3 milljónir í ár. Það yrði metfjöldi ferðamanna. Nærri 1.200 þúsund farþegar Samkvæmt talningu Isavia fóru um 10% fleiri farþegar um Kefla- víkurflugvöll í ágúst en í sama mán- uði í fyrra. Alls fóru þá 1.189.250 farþegar um völlinn, sem er mesti fjöldi í einum mánuði í sögunni. Þrátt fyrir þessa aukningu bend- ir greining Ferðamálastofu til að færri erlendir ferðamenn hafi kom- ið til landsins í ágúst en í ágúst í fyrra. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir óvissu um næstu skref Icelandair eiga þátt í að erfitt sé að segja fyrir um þró- unina á næsta ári. „Við vitum ekki hvernig Iceland- air bregst við. Mun félagið fækka Ameríkusætum eða fjölga Evrópu- sætum? Auðvitað myndi það hafa áhrif. Það er líka spurning hvað er- lendu flugfélögin sem fljúga til og frá landinu gera,“ segir Skarphéð- inn Berg. baldura@mbl.is »10 Spá 2,3-2,4 milljónum ferðamanna 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.