Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Fjölmenning og fjöltyngi er mjög til umræðu í samtímanum.Fyrir utan íslensku, sem er þjóðtunga Íslendinga og opinbertmál á Íslandi, eru hér töluð meira en hundrað önnur mál. Þetta er alveg ný staða – eða hvað? Á nýliðnu forn- sagnaþingi velti bandaríska fræðikonan og Íslandsvinurinn Kendra Willson því fyrir sér hvaða heimildir væru um tungumál á Íslandi til forna. Sú mynd sem birtist í fornum textum er af býsna einsleitu og ein- tyngdu samfélagi. Þó ber að hafa í huga að þessir textar voru samdir af höfundum úr efri lögum samfélagsins og voru stílaðir á lesendur í svipaðri þjóðfélagsstöðu. Hvað um það, við fyrstu sýn virðast heldur fá tungumál hafa verið töluð hér – raunar aðeins eitt. Þetta mál fór ekki að heita íslenska fyrr en töluvert seint, líklega ekki fyrr en á 16. öld. Fram að því hét það norræna enda var litið svo á að tunga Norðurlandabúa væri ein. Stundum var notað heitið dönsk tunga þar sem Danir voru þekktari út á við en aðrir norrænir menn, t.d. vegna landvinninga á Bret- landseyjum. Eins og Kendra minnti á í erindi sínu er örsjaldan get- ið um erlend tungumál á Ís- landi í fornum heimildum, en á meðal undantekninga er frásögn Laxdæla sögu af því þegar Melkorka kennir Ólafi syni sínum írsku. Mel- korka var fráleitt sú eina sem talaði írsku hér á landi enda sýna erfða- fræðirannsóknir Agnars Helgasonar og félaga að um helmingur for- mæðra Íslendinga var frá Bretlandseyjum. Þótt ekki megi blanda saman erfðafræðilegum uppruna og tungumáli hlýtur a.m.k. einhver hluti af þessu fólki hafi verið keltneskumælandi. Ekki er þó að sjá að keltnesk tungumál hafi haft teljandi áhrif á ís- lensku, þar sem engin ummerki um þau er að finna í málfræðinni og fá keltnesk tökuorð eru í málinu, að undanskildum örnefnum, eins og Helgi Guðmundsson, prófessor emerítus, hefur rakið. Slík örnefni, þótt þau séu að vísu ekki mjög mörg, eru óbeinn vitnisburður um þekkingu á keltnesku máli og staðháttum á Bretlandseyjum. Hins vegar þarf skort- ur á keltneskum áhrifum ekki að koma á óvart ef norræna var ein- skorðuð við yfirstétt þjóðveldisins. Auk keltneskra mála er ekki loku fyrir það skotið að einhverjir Ís- lendingar hafi þekkt til annarra tungumála, svo sem samísku. Það er aukinheldur staðreynd að ýmis tökuorð sem tengjast kristni komu úr fornensku og fornsaxnesku, auk grísku og latínu. Í lok erindisins viðurkenndi Kendra að meint fjöltyngi til forna væri nánast hulið sjónum okkar. Með tilliti til þjóðfélagsstöðu höfunda og lesenda íslenskra fornbókmennta er það að vonum. Kendra kvað raunar svo fast að orði að það virtist hafa verið á stefnuskrá höfundanna að sýna mynd af „samræmdu“ þjóðfélagi, tungu og menningu en þegja um það sem vék frá staðalímyndinni. Þótt umræðan sé vissulega opnari á okkar dögum gætir samt enn tilburða til þöggunar um það sem er „öðruvísi“. Eða hvað? Fjöltyngi til forna? Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Fjöltyngi Melkorka talaði írsku. Hún var ekki sú eina sem það gerði. Velferðarkerfi okkar – í víðum skilningi þess orðs –byggir enn á sömu hugsun og þegar það var settá stofn á fjórða áratug síðustu aldar, fyrir rúm-lega áttatíu árum. Það hafa ekki verið gerðar á því neinar grundvallarbreytingar sem máli skipta, þótt samfélagið hafi gjörbreytzt og ný vandamál og viðfangs- efni komið til skjalanna, sem snúa að einstaklingum, ekki síður ungum en öldnum. Þegar það var sett á stofn var því ekki sízt ætlað að skapa öryggisnet fyrir fólk sem af ýmsum ástæðum, bæði vegna veikinda og aldurs, átti erfitt með að sjá sér far- borða. Í samfélagi okkar tíma hafa fleiri vandamál komið til sögunnar en þá voru uppi, alla vega þannig að þau væru sjáanleg. Og þau snúa ekki sízt að börnum og ungu fólki. Daglega dynja á okkur fréttir sem með einum eða öðr- um hætti segja okkur að sú hugsun sem velferðarkerfið byggðist á í upphafi og mótar það í of ríkum mæli enn sé orðin allt of þröng. Fyrir hálfri öld og jafnvel fyrir þremur áratugum sner- ust daglegar fréttir mikið og mest um vandamál atvinnu- lífsins. Kannski tekur fólk ekki eftir því að slíkar fréttir eru ekki lengur ráðandi í fjölmiðlum. Í þeirra stað hafa komið alls konar fréttir um endalausa árekstra af ein- hverju tagi, í heilbrigðiskerfinu sérstaklega en líka al- mennt í því sem kalla má fé- lagslega þjónustu. Þær fréttir eru birtingarmynd þess að okkur hefur ekki tekizt að laga velferðarsamfélag okkar að breyttum aðstæðum og sennilega ekki áttað okkur á að það væri orðið nauðsynlegt. En nú er svo komið að það blasir við allra augum, í það minnsta þeirra sem vilja hlusta og sjá. Hvað er það í samfélagi okkar sem veldur því að átta ára gamalt barn var barið og lamið af skólafélögum daglega í langan tíma án þess að gripið væri til róttækra aðgerða? Hvers konar „velferðarþjóðfélag“ lætur slíkt viðgang- ast? Við stöndum frammi fyrir stórfelldum vandamálum, sem leiða af einelti í skólum, sem af einhverjum ástæðum hefur verið viðvarandi áratugum saman og óskiljanlegt er hvers vegna ekki hefur tekizt að stöðva. Við stöndum frammi fyrir stórfelldum vandamálum vegna þess að börnum og ungmennum líður svo illa að þau íhuga sjálfsvíg í ríkari mæli en við gerum okkur nokkra grein fyrir. Þessi vanlíðan nær ekki bara til yngstu kynslóðanna heldur fullorðins fólks líka. Birtingarmyndin er í vaxandi mæli fíkniefnaneyzla af einhverju tagi, áfengisneyzla, vandamál í samskiptum fólks, félagsleg einangrun og fleira. Til viðbótar koma svo vandamál fólks sem hingað hefur flutt í verulegum mæli og á ekki auðvelt með að aðlagast samfélagi okkar. Það er tekið vel á móti því í byrjun, með brosi á vör, á meðan myndavélarnar smella, en svo tekur alvara lífsins við og þá verður viðmótið stundum annað. Þessir nýju íbúar Íslands eiga líka börn sem lenda í marg- víslegum vandamálum í skólum. Það dregur ekki úr þessum vanda að hér hefur af ein- hverjum ástæðum orðið til nokkuð sem kannski má kalla „samfélagsmenningu“ sem augljóslega hefur leitt til þess að „kerfið“ sem sett var upp til þess að þjónusta velferðar- samfélagið hefur fjarlægst svo mjög þá sem það á að þjóna að við liggur að tengslin hafi brostið. Úti um allan bæ, ef svo má að orði komast, er fólk sem hefur komið auga á þessi vandamál og hefur tekið saman höndum um að takast á við þau, m.a. vegna þess að vel- ferðarkerfi okkar er ekki að sinna þeim. Þetta sama fólk rekur sig líka á vandamál við að komast í samband við „velferðarkerfið“. Síðastliðið vor efndi velferðarráðuneytið til ráðstefnu um „snemmbæra íhlutun í málefnum barna“. Ráðstefnan var mjög fjölsótt, sem undirstrikaði hvað vandinn er stór. Í ræðu á þeirri ráðstefnu sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra að hann vildi endurskoða allt fé- lagslega kerfið eins og það snýr að börnum. Þennan vanda má draga fram með ýmsum hætti. Það var upplifun að sitja eina morgunstund í Laugarnes- skólanum fyrr í þessari viku, þar sem félagsmálaráðherra var m.a. staddur, og fylgjast með brúðuleikhússýningu þeirra mæðgna Hall- veigar Thorlacius og Helgu Arnalds, sem fjallar um ofbeldi á heimilum, svo og samtölum þeirra við börnin á eftir. Dæmi er um að ein slík sýning hafi leitt af sér þrjú mál sem komu á borð barnaverndaryfirvalda. Hér eru um að ræða samfélagsmál sem verða að komast á dagskrá þjóðfélagsumræðna á næstu mánuðum og miss- erum. Það er löngu kominn tími á að umbylta velferðarkerfinu á Íslandi til þess að gera það fært um að takast á við þau vandamál sem þjóðfélag samtímans stendur frammi fyrir. Það er engin ástæða til annars en að ætla að um það geti orðið víðtæk samstaða á milli allra flokka á Alþingi að grípa til þeirra ráðstafana sem þarf. En orðin ein duga ekki til. Það þarf aðgerðir. „Kerfið“ þarf að bretta upp ermarnar og vonandi hefur það ekki gleymt því hvernig það er gert. Slíkar aðgerðir eru þáttur í að draga úr þeirri vanlíðan sem allt of margir eru að takast á við með misjöfnum ár- angri. Þingmenn þurfa að vakna og gera sér grein fyrir hvar skórinn kreppir. Átta ára gamla barnið sem var lamið og barið af skóla- systkinum sínum daglega í langan tíma á það inni hjá okk- ur öllum að við sitjum ekki aðgerðarlaus hjá. Ný yfirlýsing fimm ráðherra í gærmorgun er vonandi upphaf að betri tímum. Átta ára gamalt barn var lamið og barið daglega af skólafélögum í langan tíma Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Vanlíðan í samfélaginu kallar á aðgerðir Dagana 30.-31. ágúst skipulagðiGylfi Zoëga prófessor ráð- stefnu í Háskóla Íslands um banka- hrunið 2008 með ýmsum kunnum er- lendum fyrirlesurum og nokkrum íslenskum, þar á meðal þeim Þor- valdi Gylfasyni, Stefáni Ólafssyni og Guðrúnu Johnsen. Þótt Gylfi fengi styrki til ráðstefnunnar frá Háskól- anum og Seðlabankanum var hún lokuð og á hana aðeins boðið sér- völdu fólki. Íslendingarnir sem töl- uðu á ráðstefnunni voru nánast allir úr Hrunmangarafélaginu, sem svo er kallað, en í það skipa sér þeir ís- lensku menntamenn sem líta á bankahrunið sem tækifæri til að skrifa og tala erlendis eins og Ís- lendingar séu mestu flón í heimi og eftir því spilltir. Þegar að er gáð var þó sennilega skynsamlegt af Gylfa Zoëga að hafa ráðstefnuna lokaða. Það var aldrei að vita upp á hverju sumir íslensku fyrirlesararnir hefðu getað tekið í ræðustól. Þorvaldur Gylfason hefur til dæmis látið að því liggja á Snjáldru (Facebook) að þeir Nixon og Bush eldri hafi átt aðild að morð- inu á Kennedy Bandaríkjaforseta 1963 og að eitthvað hafi verið annar- legt við hrun að minnsta kosti eins turnsins í Nýju Jórvík eftir hryðju- verkin haustið 2001. Ein at- hugasemd Þorvaldar er líka fleyg: „Sjálfstæðismenn sem tala um lýð- ræði orka nú orðið á mig eins og nas- istar að auglýsa gasgrill.“ Einnig kann að hafa verið skyn- samlegt af Gylfa Zoëga að velja að- eins Íslendinga úr Hrunmangara- félaginu til að tala á ráðstefnunni. Þegar hann kemur sjálfur fram við hliðina á þessu æsta og orðljóta fólki, sem hrindir venjulegum áheyr- endum frá sér með öfgum, virðist hann í samanburðinum vera dæmi- gerður fræðimaður, hófsamur og gætinn. Var leikurinn ef til vill til þess gerður? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Gylfi veit sínu viti fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.