Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Gjafavöruverslun
Kringlan
Gríptu gjöf
með þér!
Spurður hvaða væntingar megi
hafa fyrir næsta ár, út frá farþega-
fjöldanum fyrstu átta mánuði ársins,
segir Skarphéðinn Berg of margt
óljóst til að hægt sé að segja til um
það á þessu stigi. Isavia hafi til dæmis
ekki gefið út flugáætlun fyrir næsta
ár. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig
Icelandair hyggst bregðast við mis-
ræmi sem kom upp í framboði á sæt-
um til Evrópu annars vegar og til
Bandaríkjanna hins vegar.
„Við vitum ekki hvernig Icelandair
mun bregðast við. Mun félagið fækka
Ameríkusætum eða fjölga Evrópu-
sætum? Auðvitað myndi það hafa
áhrif. Það er líka spurning hvað er-
lendu flugfélögin sem fljúga til og frá
landinu gera. Hvort það bætist við
framboðið eða dregur úr því,“ segir
Skarphéðinn Berg og bendir á að
mest muni um íslensku flugfélögin og
erlendu flugfélögin sem hafa umtals-
verða starfsemi á Keflavíkurflugvelli.
Þá meðal annars EasyJet og Wizz
Air. EasyJet sé til dæmis orðið afar
mikilvægt fyrirtæki í flugi til og frá
landinu. „Þótt Lux Air hafi ekki verið
umfangsmikið á markaðnum [í sum-
ar] munar um að félagið mun ekki
fljúga hingað næsta sumar. Það bæt-
ist við að Air Berlin hætti áætlunar-
flugi til Íslands [þegar félagið fór í
gjaldþrot].“
Hátt gengi fælir frá
Skarphéðinn Berg segir aðspurður
að gengisþróunin hafi dregið úr áhuga
erlendra flugfélaga á áætlunarflugi til
Íslands.
Þá telur hann ólíklegt að spár um
hraða fjölgun farþega á Keflavíkur-
flugvelli á næstu árum rætist. Þvert á
móti sé ólíklegt að farþegum haldi
áfram að fjölga hratt við þessar að-
stæður. Ferðaþjónustan líði fyrir hátt
gengi íslensku krónunnar.
Loks segir hann aðspurður að fjölg-
un ferðamanna frá Bandaríkjunum og
Asíu, á kostnað ferðamanna frá
Evrópu, geti haft áhrif á innviðaþörf í
ferðaþjónustu. Bandaríkjamenn dvelji
til dæmis jafnan skemur en Evrópu-
menn og séu mest á suðvestur-
horninu, Suðurlandi og Vesturlandi.
„Það þarf ýmislegt að gerast í at-
vinnugreininni til hagræðingar. Við
teljum að afkoman sé ekki nógu góð
og fyrirtækin þurfi að ná niður kostn-
aði. Það geta þau gert með ýmsum
hætti. Til dæmis með sameiningum og
með því að bæta tæknistigið hjá sér.
Ég tel að erfitt verði að sækja í tekju-
hliðina meðan krónan er svona sterk,“
segir Skarphéðinn Berg og bendir á
að fjölgun bandarískra ferðamanna í
júlí og ágúst hafi haft umtalsverð
áhrif á fjölda farþega í Keflavík í sum-
ar.
Metfjöldi flugfarþega í ágúst
Farþegum á Keflavíkurflugvelli í ágúst fjölgaði um 10% milli ára Fjöldinn í júlí og ágúst er meiri
en Isavia áætlaði í síðustu maíspá Ferðamálastjóri segir spár um hraðan vöxt óraunhæfar
Farþegafjöldi og spá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll 2018
Heildarfarþegafjöldi fyrstu
8 mánuði árs 2017 og 2018
Rauntölur fyrir janúar-ágúst 2017
5.953.411
Spá Isavia frá nóvember sl.
fyrir janúar-ágúst 2018
7.049.659
Rauntölur fyrir janúar-ágúst 2018
6.738.063
Heimild: Isavia
1.250
1.000
750
500
250
0
.000
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Farþegafjöldi (rauntölur):
Skipti
Komur
Brottfarir
Spá frá nóv. s.l.
Heildarfarþegafjöldi 2018
10,38
milljónir
Spá Isavia frá
nóvember 2017
10,07
milljónir
Uppfærð áætlun
um farþegafjölda*
*Miðað við farþegafjölda í jan.-ágúst og
spá Isavia frá maí sl. fyrir sept.-des. 2018
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli
Frá janúar til ágúst 2017 og 2018, rauntölur og spár, milljónir farþega
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Brottfarir 2017 Brottfarir 2018 Spá frá nóv. sl. Spá frá maí sl.
1,93
2,14
2,02 1,97
Heimild: Isavia
RAUNTÖLUR SPÁR FYRIR 2018
Morgunblaðið/Baldur
Keflavíkurflugvöllur Það skýrist í haust hvort farþegaspár rætast.
Spá um brottfarir erl. ferðamanna út 2019
Janúar 2013 til desember 2019, leiðrétt fyrir árstíðasveiflu
250
200
150
100
50
0
þúsund
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Ferðamálastofa, Analytica
Brottfarir erlendra farþega
5% líkur á hærra
Spá
5% líkur á lægra
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 10% fleiri farþegar fóru um
Keflavíkurflugvöll í ágúst en í sama
mánuði í fyrra. Alls fóru 1.189.250 far-
þegar um völlinn í ágúst sl. sem er
metfjöldi í einum mánuði. Alls hafa
því tæplega 6,74 milljónir farþega
farið um völlinn fyrstu átta mánuði
ársins sem er met.
Samkvæmt
uppfærðri
farþegaspá Isavia
í maí fyrir árið
2018 fara um 10,07
milljónir farþega
um völlinn í ár.
Færri farþegar
fóru um völlinn í
maí og júní en
spáð var.
Fjöldi farþega í
júlí og ágúst
reyndist hins vegar umfram spá
Isavia í maí. Sú spá var uppfærsla á
eldri spá frá nóvember 2017.
Breyta ekki fyrri áætlun
Með aukinni umferð í júlí og ágúst
er maíspáin því orðin raunhæfari.
Líkt og rakið var í Morgunblaðinu
um miðjan ágúst bendir maíspáin til
að um 330 þúsund færri farþegar fari
um völlinn í ár en Isavia spáði í nóv-
ember í fyrrahaust. Nýjustu farþega-
tölur breyta því ekki.
Sé eingöngu litið til brottfara frá
Keflavíkurflugvelli er fjöldinn fyrstu
átta mánuði ársins umfram spána sem
Isavia lagði fram í maí. Brottfarirnar
eru um 2,022 milljónir, eða 55.500
fleiri en spáð var. Það samsvarar 2,8
prósentustiga fjölgun.
Þessar tölur vísa til heildarfjölda
farþega og heildarfjölda brottfara.
Ferðamálastofa greinir farþegana
og brottfarir eftir þjóðerni. Bendir sú
greining til að erlendum farþegum á
Keflavíkurflugvelli hafi fækkað um
2,8% í ágúst milli ára.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir tölur um brott-
farir besta mælikvarðann á fjölgun,
eða fækkun, erlendra ferðamanna.
Samkvæmt því og nýjum ágústtölum
Isavia virðist mega álykta að ferðalög
Íslendinga hafi vegið upp samdrátt í
brottförum erlendra ferðamanna frá
Keflavíkurflugvelli í ágúst.
Of snemmt að spá um 2019
Skarphéðinn Berg segir aðspurður
að Ferðamálastofa hafi ekki gert sér-
stakar áætlanir um fjölda ferðamanna
í ár umfram það sem leiða megi af far-
þegatölum Isavia.
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Ráðgjafarfyrirtækið Analytica
hefur útbúið reiknilíkan í þeim
tilgangi að spá fyrir um fjölda er-
lendra ferðamanna á Íslandi.
Yngvi Harð-
arson, fram-
kvæmdastjóra
Analytica,
segir líkanið
spá því að litl-
ar líkur séu á
frekari fækk-
un erlendra
ferðamanna
hingað í gegn-
um Keflavík-
urflugvöll síðustu mánuði ársins.
Fjölgunin verði þó með mun
hægari takti en sl. misseri og
fækkun gæti orðið einstaka
mánuði. Á árinu 2019 gæti fjöldi
brottfara frá Keflavík orðið 2,3-
2,4 milljónir samanborið við 2,2-
2,3 millj. í ár. Þær séu mælikvarði
á fjölda ferðamanna. Ferða-
mönnum hafi fækkað milli ára í
maí, júní og ágúst. Miðað við
þróunina, og tilteknar forsendur,
muni þeim hins vegar fjölga
næstu mánuði.
Líkanið byggir á sögulegri þró-
un í brottförum erlendra ferða-
manna eftir þjóðerni og spáir
fyrir um þróun niður á mánuði
leiðrétt fyrir árstíðasveiflu.
„Væntingin er að þetta gæti
farið að rísa aftur næstu mán-
uði,“ segir Yngvi. „Er þá ekki tek-
ið tillit til áforma um fyrirhugaða
áfangastaði í Asíu.“
Spáir frekari
fjölgun 2019
LÍKAN ANALYTICA
Yngvi
Harðarson