Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Ármúla 24 - s. 585 2800
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur ákveðnar hugmyndir um
það hvernig þú getur bætt heilsu þína. Við-
urkenndu staðreyndir mála og freistaðu
þess að ná samkomulagi sem allir geta
sætt sig við.
20. apríl - 20. maí
Naut Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð
hvernig sem á stendur og hver sem í hlut á.
Ræddu málin við félaga þína og drífðu svo í
hlutunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er ekki rétti tíminn til þess að
gera fjárhagsáætlanir eða taka ákvarðanir
um skiptingu eigna. Þú tekur púlsinn á
skemmtanalífinu eftir nokkurt hlé.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er gott og blessað að leggja
fjölskyldu sinni lið, en varast skaltu að fórna
þér. Þú siglir lygnan sjó í fjármálunum
þessa mánuðina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú gætur orðið fyrir óvæntum fjár-
útlátum og ættir að ræða það við fjölskyld-
una. Segðu hvað þér býr í brjósti. Fall er
fararheill.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er óþarfi að taka alla hluti svo
bókstaflega sem heimurinn sé einhuga á
móti þér. Þú lendir á milli tannanna á fólki,
en ekki velta þér upp úr því.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú vilt að fólki líði vel nálægt þér
skaltu gæta orða þinna og hafa aðgát í
nærveru sálar. Einvera og næði eru það
sem þú þarfnast þessa dagana.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð hverja hugmyndina á
fætur annarri en gengur illa að gera þær
allar að raunveruleika. Hafðu allt þitt á
hreinu. Þú situr við stýrið í þínu lífi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu nú að vinna draumum
þínum brautargengi því þú hefur byrinn
með þér. Sælgæti, eftirréttir og sælkerafæði
eru freistingar sem erfitt er að standast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gott er að stunda hreyfingu og
lesa til þess að auka þekkinguna. Leyfðu
þér að vera til. Ekki setja einhvern á stall
sem á ekki heima þar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk mun sýna þér stuðning.
Gerðu nú viðeigandi ráðstafanir svo þú
komist hjá því að lenda í rifrildi við ná-
grannann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einbeittu þér að hverju verkefni fyrir
sig og leystu þau eitt af öðru. Ekki setja þig
á háan hest gagnvart öðrum.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hallir og hús það prýðir.
Heyrast það tala lýðir.
Rekin í réttarsal víða.
Ræða í áheyrn lýða.
„Þá er það lausnin,“ segir Harpa
á Hjarðarfelli:
Mun það vera mál-verk.
Málið tungunnar.
Mörg þar eru mál sterk.
Málið rætt er þar.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Mál skal rétt á múr og dúk,
en mál, ein fimm, kann Skapti,
og höfðar mál gegn Hönnu og Luke,
sem hóf sitt mál af krafti.
Helgi Seljan svarar:
Málning prýðir höll sem hús,
heiðra skulum íslenzkt mál.
Við málaferli er margur dús,
málin rædd af lífi og sál.
Helgi R. Einarsson svarar:
Hallir, tungur, ræður, réttir
reyna að tendra bálið.
Glæður myndast, loks mér léttir.
Lausnin hún er málið.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Mál sjáum hús og hallir prýða.
Hljómar mál á vörum lýða.
Mál í réttarsal rekin víða.
Rétt er á þingmanna mál að hlýða.
Þá er limra:
Mælti það Málfríður Sunna,
að málstirðum erki klunna,
þótt vel kýldur væri
og vel sig bæri,
aldrei skyldi hún unna.
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Meðan ennþá allt er hljótt,
upp til verka rís ég fljótt,
létta gátu læt í té,
lítilsvirði þótt hún sé:
Skoppar hafsins öldum á.
Innst í búri finna má.
Eggskurn, þar sem unginn lá.
Undir rúmi mátti sjá.
Vísan lifir, – Jón Gissurarson
yrkir:
Meðan engin andleg mein
ennþá taka völdin
fæðist vísa ein og ein
aðallega á kvöldin.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
götunöfn í höfuðborginni:
Ef ég sækja ætla um lóð
ekki um nafnið skeyti
þó finnst mér alltaf Fíflaslóð
fagurt götu heiti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fleiri koma mál en bjúgu
Í klípu
„VIÐ ÞURFUM AÐ KANNA HVAÐ LEIDDI
TIL ÞESSARAR KULNUNAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PABBI ÆTLAR AÐ SKIPTA Á BARNINU. ÉG
VONA AÐ HANN FÁI HUND Í STAÐINN!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar prófílarnir
ykkar passa
fullkomlega saman.
DÆS ÞAÐ ER TÍMABÆRT AÐ FARA
Í FRÍ, EKKI SATT, ODDI?
ÉG ÆTLA AÐ GEFA MÉR STÆRRI HLUTA
AF GÓSSINU, ÞVÍ AÐ STARFIÐ MITT ER
ERFIÐARA!
HVERNIG
ÞÁ?
ÉG ÞARF AÐ HALDA
HELGU GÓÐRI! Ó, JÁ!
Víkverji er hlynntur nýyrðasmíði.Það er þó ekki gefið að ný orð
festi sig í sessi og stundum þarf
nokkrar atrennur til að finna rétta
orðið. Dæmi um vel heppnuð nýyrði
eru vel kunnug. Eitt það þekktasta
er sími. Hefði sama leið verið farin
og víðast hvar annars staðar væri
hér talað um telefón.
x x x
Víkverji rakst í vikunni á orðiðsýndarfé. Það var ekki í um-
ræðu um landbúnað og kjötfjöll,
heldur kom fyrir í frétt hér í Morg-
unblaðinu um að Fjármálaeftirlitið
hefði „tekið til skráningar fyrsta fyr-
irtækið hér á landi sem heimild hef-
ur til að veita þjónustu í tengslum
við viðskipti „milli sýndarfjár, raf-
eyris og gjaldmiðla“, eins og það er
orðað í tilkynningu frá stofnuninni“.
x x x
Orðið sýndarveruleiki er orðiðtungutamt, en Víkverji er ekki
viss um að það gangi upp að tala um
„sýndarfé“ og óttast að þarna hafi
merking skolast til. Í huga Víkverja
er forskeytið „sýndar“ notað um
eitthvað, sem ekki er, en virðist þó
vera og minnir hann á töfrabrögð og
brellur.
x x x
Víkverji myndi ekki sætta sig viðsýndarmat á veitingastað. Hann
gæti hins vegar örugglega borgað
fyrir sýndarmat með sýndarfé og
yrði jafnsvangur eftir sem áður, en
tæplega alvörumat.
x x x
Að sama skapi myndi Víkverji ekkivilja kaupa sýndarfé fyrir krón-
urnar sínar. Hann er meira gefinn
fyrir raunfé, hvort sem hann hefur í
höndum myntir og seðla eða getur
gengið að því vísu með rafrænum
hætti.
x x x
Í fréttinni var talað um rafeyri ogáttar Víkverji sig ekki á hvers
vegna það dugi ekki, en sé merking-
armunur á rafeyri og sýndarfé þurfa
þeir sem sýsla með slíka gjaldmiðla
að finna nýyrði yfir það síðarnefnda,
sem merkir eitthvað annað en platfé.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En vér, lýður þinn og gæsluhjörð,
munum þakka þér um aldur og ævi,
syngja þér lof frá kyni til kyns.
(Sálmarnir 79.13)