Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Elsku Auður. Það var sárara en orð fá lýst að fá fregnina um að þú hefðir kvatt þennan heim. Það stoppaði allt og minningarnar spruttu fram. Við vissum að heilsan væri ekki góð, þótt aldrei heyrðum við þig kvarta. Þú tókst hlutunum með stóískri ró og vildir sem minnst beina athyglinni að sjálfri þér. Við vissum af öllum sjúkrahús- legunum, en þér tókst alltaf ein- hvern veginn að rífa þig upp. Nú þegar dauðinn ber að dyrum verður allt svo endanlegt. Öllu sem við ætluðum að gera verður ekkert af að þessu sinni, elsku Auður okkar. Við, sem unnum saman í fjöldamörg ár, ætluðum að halda áfram að hittast, fara í göngur, á kaffihús og spjalla. Rifja upp ánægjustundir og hlæja saman. Þú með þinn yndislega hlátur, varst ávallt raungóð, hjálpsöm, samviskusöm og sannur vinur. Lífið er undarlegur leikur, fólk hittist og kveður. Skiptir um vinnustaði og leitar að réttri hillu. Við vorum ótrúlega heppnar að fá tækifæri til að vinna í fyrstu sér- deildinni fyrir einhverf börn, sem sett var á laggirnar á Íslandi fyr- Auður St. Sæmundsdóttir ✝ Auður StefaníaSæmundsdóttir fæddist 5. júní 1949. Hún lést 9. ágúst 2018. Útför Auðar Stefaníu fór fram 30. ágúst 2018. ir rúmlega 30 árum. Það hljóta að vera forréttindi að vinna með fólki öll þessi ár, þar sem gleði, hlátur og góð sam- vinna ríkti upp á hvern dag. Það var tilhlökkunarefni á hverjum degi að mæta til vinnu, ynd- islegir nemendur og frábært andrúms- loft, þar sem unnið var úr málum, þau rakin og leyst. Aldrei neinir árekstrar eða leiðindi á milli okk- ar. Vináttan óx með hverju ári, varð nánari og innilegri. Auður var mikil handverks- kona og ótrúlega vandvirk. Hún hafði frumkvæði að því að við stelpurnar fórum allar að prjóna. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða og leiðbeina ef á hjálp þurfti að halda. Ekki er hægt að minnast Auð- ar án þess að nefna hundinn Krumma. Krummi kom einu sinni í viku í heimsókn á sérdeild- ina, nemendunum til mikillar gleði og var beðið eftir þessari stund með tilhlökkun. Við þökk- um Auði fyrir einstaklega góða samfylgd og samveru í lífi og starfi. Elsku Katrín Brynja. Við sendum þér, gullmolunum þínum þremur og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin lifir. Anna, Jóhanna, Krista og Margrét. Hleyptu sólinni inn brostu við henni brosmildir tapa aldrei og fúlir vinna aldrei. Hleyptu sólinni inn brostu við henni. Opnaðu hjarta þitt og hleyptu sólskininu inn. (The McGuire Sisters.) Þetta lag upp á ensku sung- um við gjarnan saman skóla- systurnar á Varmalandi vetur- inn 1955/1956. Þar var mikið sungið, og Tolla alltaf með gít- arinn. Við vorum stór og góður hópur og náðum vel saman. Eftir skólavistina héldum við miklu sambandi og þær sem bjuggu í Reykjavík voru með saumaklúbb einu sinni í mánuði. Við sem bjuggum úti á landi Þorbjörg Laxdal Marinósdóttir ✝ Þorbjörg Lax-dal Marinós- dóttir fæddist 7. apríl 1935. Hún lést 3. ágúst 2018. Útför Þorbjarg- ar fór fram 17. ágúst 2018. mættum í sauma- klúbbinn þegar við vorum í bænum. Oft fórum við í ferðalag á vorin og það var Þorbjörg sem stjórnaði því oftast. Síðasta ferð- in sem hún skipu- lagði var heimsókn til Hrafnhildar í Boston, sem var dásamleg ferð. Þorbjörg var góður stjórn- andi í hverju sem við vorum að bralla, hjálpsöm og skemmtileg. Það einmitt einkenndi Þor- björgu hvað hún var ráðagóð og hjálpsöm. Jóhanna og Hrafn- hildur voru með Þorbjörgu í herbergi og elskuðu hana. Hennar er sárt saknað. Við þökkum henni samfylgd- ina og sendum ástvinum Þor- bjargar innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd skólasystra Þor- bjargar á Varmalandi, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Guðrún Ákadóttir og Jóhanna Jónasdóttir. ✝ Guðrún Bergs-dóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1933. Hún lést á Landspítalanum 25. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Sara Ólafs- dóttir, f. 24.3. 1902, og Bergur Ársæll Arnbjörns- son, f. 17.8. 1901, bæði látin. Systkini Guðrúnar eru Ólafur, látinn, Þorgerður, látin, Björn Arnar. Eftirlifandi eiginmaður Guð- rúnar er Gunnar Sveinbjörn Jónsson, f. 7.10. 1931. Eign- uðust þau fjögur börn sem eru: 1) Sara, f. 1956, eiginmaður hennar er Þorkell Jóhannsson og eiga þau eitt barn. 2) Berg- ur, f. 1957, eig- inkona hans er Hrönn Arnars- dóttir og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 3) Ólöf, f. 1960, eigin- maður hennar er Ragnar Þór Jörg- ensen og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Auð- ur, f. 1963, eig- inmaður hennar er Gunnar Magnússon og eiga þau níu börn og tíu barnabörn. Guðrún lærði hjúkrun og geislafræði og starfaði lengst af á Röntgendeild Landspít- alans við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langar að skrifa hér nokkur orð til að minnast tengdamóður minnar, hennar Guðrúnar Bergsdóttur sem féll frá hinn 25. ágúst síðastliðinn. Dúna, eins og hún var alltaf kölluð, var algjör eðalmanneskja og betri tengdamömmu var ekki hægt að óska sér, en ég hef verið svo heppinn að eiga hana að í rúm fjörtíu ár og á eftir að sakna hennar mikið. Dúna var algjör snillingur í hannyrðum, málun á postulíni, matargerð og mörgu fleiru og eru til margir fallegir hlutir eftir hana sem okkur í fjölskyldunni þykir vænt um að eiga, en fyrst og fremst var hún fjölskyldu- manneskja og góð kona, mamma, tengdamamma, amma og langamma. Nú sit ég hér grátandi og skrifa þessi orð til að minnast hennar og allra stundanna sem við áttum saman með henni og tengdapabba við ýmis tækifæri, á ferðalögum erlendis, í veiðitúr- um og ferðum innanlands, stund- irnar í sumarbústaðnum og sam- verunnar heima við. Við eigum öll eftir að sakna hennar mjög og stórt skarð er í fjölskyldunni við fráfall hennar. Ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta en hugga mig við að þér líði betur núna og munir vaka yfir okkur sem erum hér áfram. Guð blessi þig, elsku Dúna mín. Ragnar Þór Jörgensen. Það erfitt að þurfa að kveðja einhvern sem hefur verið stór hluti af lífi manns. Þannig er komið fyrir mér þegar ég kveð tengdamóður mína Guðrúnu Bergsdóttur. Leiðir okkar lágu fyrst saman veturinn 1973-1974 er ég fór að venja komur mínar á heimili hennar í Garðabænum. Frá fyrstu tíð tók hún mér ákaflega vel og aldrei féll skuggi á okkar samskipti. Nánast alla tíð höfum við verið nágrannar og búið í göngufæri hvort frá öðru svo samskiptin hafa verið mikil og tíð. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki skotist til hennar í kaffi og tekið smá spjall. Við Gunnar tengdafaðir minn rædd- um gjarnan um skógrækt, plöntur, fugla og veðrið en Dúna, eins og Guðrún var kölluð, hafði áhuga listum og hafði skoðanir á ýmsu í þjóðmálum og ræddi þau og tók þá gjarnan stöðu með þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hún vann lengi fullan vinnu- dag ásamt því að hugsa um heimilið og í frístundum málaði hún postulín og prjónaði. Hún var alltaf að og maður undraðist afköstin. Ekkert skipti hana þó jafn miklu máli og fjölskyldan og allt- af vildi hún vera til staðar fyrir fólkið sitt. Efst í huga mér nú er þakk- læti fyrir allar samverustundirn- ar sem við áttum og það að hafa fengið að kynnast þessari sóma- konu. Blessuð sé minning Guð- rúnar Bergsdóttur. Þorkell. Kveðja til ömmu. Elsku amma mín Dúna vinkona mikil og kær. Nú farin ertu frá okkur þú kvaddir okkur í gær. Eftir við stöndum döpur og meyr en sú er raunin er ástvinur deyr. Af hverju amma, af hverju nú? Elsku amma mín Dúna, af hverju þú? Nú sól þín er sest og rís ekki á ný, en amma var sem sólin, svo björt og svo hlý. Ef stiga ég gæti til himins byggt og mér á rúmstokkinn hjá þér tyllt, ég segði þér amma að ég elska þig heitt og í þinn stað kemur aldrei neitt. Ég dáðist að dugnaði þínum og dyggð nú sit ég og skrifa, lömuð af hryggð. En einhvern tímann við hittumst aftur. Þangað til andi þinn ver mér kraftur. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Helga. Hann er orðinn pínulítill, saumaklúbburinn okkar núna, þegar Dúna kveður. Við, verð- andi hjúkrunarnemar, sem hitt- umst í kirkjunni á háalofti Landsspítalans 2. janúar 1952. Þetta var glaðvær hópur ungra stúlkna með miklar væntingar til framtíðarinnar. Ein okkar var Guðrún Bergsdóttir frá Akra- nesi, alltaf kölluð Dúna. Hún var há, einkar broshýr og freknótt, rauðhærð með mikið krullað hár. Falleg stúlka sem tekið var eftir hvar og hvenær sem var. Hún var glaðvær og það átti eftir að koma í ljós að hún spilaði á gítar og söng í góðra vina hópi. Þær Böggý héldu gjarnan uppi fjör- inu þegar dvalið var í dagstof- unni á bakvöktum. Hún var þýð í lund en með ákveðnar skoðanir og föst fyrir þegar svo bar undir. Námið sóttist henni einkar vel. Við áttum allar eftir að kynnast svo miklu betur og bindast vin- áttuböndum til æviloka. Árin liðu, hluti námsins fór fram úti á landi og Dúna fór til Vestmannaeyja, þar réðust ör- lögin til allrar framtíðar þegar hún hitti hann Gunnar, sem varð lífsförunautur hennar til hinstu stundar. Þau giftu sig og bjuggu sér og börnum sínum rúmgott og fallegt heimili í Kópavogi og síðar Garðabæ. Þar var aldrei lognmolla eða aðgerðarleysi. Bæði voru þau höfðingjar heim að sækja í sínu fallega umhverfi. Þau elskuðu að ferðast og fóru víða. Minnisstæð er mér ferð okkar hjóna til Möltu, þegar við stigum inn í vélina til Kaup- mannahafnar kom í ljós að með í för voru Dúna og Gunnar, ásamt Ernst og Ragnheiði, systur Gunnars. Það urðu óvæntir fagn- aðarfundir. Við leigðum okkur bíl saman, fórum um allar triss- ur á eynni, skoðuðum, frædd- umst, heilluðumst af mörgu. Þau notuðust við mig sem bílstjóra, ég stóð mig misvel en það bjarg- aðist og allir nutu vel og gerðu grín úr. Við Dúna unnum saman á Víf- ilsstöðum um skeið áður en hún fór í framhaldsnám í röntgen- hjúkrun. Hún var einstakur vinnufélagi, fór alls staðar um til bóta, sléttaði misfellur, leið- beindi og bætti. Henni var áskapað að sýna umhyggju. Við skólasysturnar sem bjuggum hérna fyrir sunnan hittumst alla vetur reglulega í saumaklúbbi og þær sem voru á landsbyggðinni komu þegar þær voru á ferð, þá var líf og fjör. Það var alltaf svo spennandi að sjá verkefni hagleikskonunnar Dúnu. Við gömlu konurnar, skóla- systur hennar, söknum og syrgj- um hjartkæra vinkonu. Sendum hugheilar samúðarkveðjur til Gunnars og afkomenda og biðj- um þeim farsældar í framtíðinni. Fyrir hönd hollsins okkar, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir. Guðrún Bergsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, áður Básenda 1. Hallgrímur Jónasson Guðríður Kristófersdóttir Guðrún Jónasdóttir Eiríkur Páll Eiríksson Helga Jónasdóttir Elísabet Jónasdóttir Ólafur Jónasson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÁSMUNDSSONAR, bónda í Ferjunesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir hlýju og nærgætni í veikindum hans. Aðalheiður Kristín Alfonsdóttir Oddný Kristjánsdóttir Eiríkur Á. Guðjónsson Helga Kristjánsdóttir Heimir Hoffritz Ásmundur Kristjánsson G. Hildur Rósenkjær Eiríkur Steinn Kristjánsson Kolbrún I. Hoffritz Benedikt Hans Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar sambýliskonu, móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR B. GUÐVINSDÓTTUR, Hólavegi 22, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 1 á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fyrir góða umönnun og umhyggju. Haukur Björnsson Óskar Guðvin Björnsson Erla Kjartansdóttir Guðni Ragnar Björnsson Anna Marie Stefánsdóttir Lovísa Birna Björnsdóttir Vigfús Vigfússon Björn Jóhann Björnsson Edda Traustadóttir Stella Guðvinsdóttir ömmubörn og langömmubörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug og hinum látna virðingu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ÞRASTAR VALDIMARSSONAR, læknis og prófessors emeritus. Guðrún Agnarsdóttir Ásgeir Rúnar Helgason Valdimar Helgason Helena Margrét Jóhannsdóttir Birna Huld Helgadóttir Timothy S.P. Moore Agnar Sturla Helgason Anna Rún Atladóttir Kristján Orri Helgason Ingibjörg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.