Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 52
Magnús Helgason myndlistarmaður
opnar aðra sýningu sína í galleríinu
Listamönnum, Skúlagötu 32, í dag
kl. 17. Sýningin ber hinn spaugilega
titil Handtakið mig, ég er fagurkeri,
og sýnir Magnús splunkuný mál-
verk og segulstálsverk sem koma
nú í fyrsta sinn fyrir sjónir almenn-
ings á Suðurlandi.
Sýningin Handtakið
mig, ég er fagurkeri
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Viðureignin gegn Sviss í St. Gallen í
dag markar tímamót í tvennum
skilningi. Um fyrsta leik Íslands er
að ræða í hinni nýju Þjóðadeild
UEFA í knattspyrnu karla, þar sem
Íslendingar eru í félagsskap tólf
sterkustu liða í Evrópu. Þá er þetta
fyrsti leikur karlalandsliðsins í
knattspyrnu undir stjórn Svíans Er-
iks Hamréns. »1
Tvenn tímamót í
St. Gallen í dag
Sekvensur og nýtt verk
eftir Egil Gunnarsson
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Stirni ensemble heldur tónleika í
Norðurljósum í Hörpu á morgun kl.
16 og eru þeir hluti af tónleikaröð-
inni Sígildir sunnudagar. Á tónleik-
unum verður flutt nýtt verk eftir
Egil Gunnarsson, Bið, sem hann
samdi við ljóð Einars Braga, auk
fjögurra einleiksverka eftir ítalska
tónskáldið Luciano Berio. Berio
skrifaði fjórtán einleiksverk fyrir
ýmis hljóðfæri sem hann nefnir
sekvensur og eru þau sjaldan flutt
á tónleikum þar sem þau þykja afar
krefjandi í flutningi.
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
„Ísland er í fararbroddi og það er
litið til Íslands þegar kemur að
prjónamenningu,“ segir Ásta
Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá
Norðurbryggju, menningarhúsi Ís-
lands, Grænlands
og Færeyja í
Kaupmannahöfn.
Um helgina
verður prjóna-
hátíðin Pakhus-
strik haldin á
Norðurbryggju.
Þangað flykkist
prjónaáhugafólk í
Danmörku til að
sjá meðal annars
vörur eftir ís-
lenska prjónahönnuði og garn-
framleiðendur.
Sýnt og selt
Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn
og hefur notið mikilla vinsælda með-
al prjónaáhugafólks í Danmörku.
Að þessu sinni verður lögð sér-
stök áhersla á íslensku lopapeysuna.
„Þar sem Ísland fagnar 100 ára full-
veldisafmæli sínu á þessu ári vildum
við leggja áherslu á þetta íslenska
fyrirbæri,“ segir Ásta.
„Ístex, Móakot og Prjónafjör eru
meðal þátttakenda frá Íslandi sem
sýna vörur sínar. Ásdís Jóelsdóttir,
lektor í textílmennt við Háskóla Ís-
lands, heldur fyrirlestur undir yfir-
skriftinni Íslenska lopapeysan, upp-
runi, saga og hönnun. Auður Björt
Skúladóttir mun kenna Dönum að
prjóna íslenska lopapeysu og svo
munu tveir íslenskir sauðfjár-
bændur kenna áhugasömum að
spinna band úr íslensku ullinni. Það
verður sem sagt bæði sýnt og selt á
hátíðinni.“
Færeyingar og Grænlendingar
koma einnig við sögu á hátíðinni, en
hin sérstaka ull sem fæst frá græn-
lensku sauðnautunum er vinsæl í
Danmörku. „Þessi lönd eiga auðvit-
að hlut í húsinu svo okkur fannst vel
við hæfi að hafa þau með og skoða
menningu þeirra. Ull og prjón skipa
svo stóran sess í menningarheimi
þessara landa, sérstaklega Íslands
og Danmerkur.“
Íslenska ullin sér á parti
Uppselt er á hátíðina og Ásta seg-
ir vinsældir hennar hafa aukist jafnt
og þétt frá því hún var haldin í
fyrsta sinn fyrir fimm árum. Margir
komi víða að til að sjá og kaupa ís-
lenska ull og hönnun.
„Það er mikill áhugi á íslenskri ull
hér í Danmörku og hún er seld víða
í búðum auk þess sem íslenskar
prjónabækur hafa verið þýddar á
dönsku,“ segir Ásta.
Hvað er það sem gerir íslensku
ullina svona sérstaka?
„Það er nú eflaust ýmislegt, en
hún er auðvitað alveg sér á parti
með það hvað hún er létt og hlý og
sterk. Hún þolir vel alls kyns veður
og vind. Danirnir kvarta að vísu
svolítið yfir því að hún stingi, meira
en við Íslendingar,“ segir Ásta og
hlær.
Hún segir Dani lengi hafa verið
hrifna af íslensku lopapeysunni. „En
ég held að áhuginn tengist svolítið
hippatímabilinu. Fólk sem kemur á
svona prjónahátíðir er oft konur
sem eru komnar yfir sextugt og í
kringum 1970, á hippatímanum, áttu
allir lopapeysur sem var eiginlega
einkennisbúningur hippatímans.
Rétt eins og maður sér á myndum
frá Íslandi sem teknar voru á þess-
um tíma. Og í öllum fataskápum er
til alla vega ein slík peysa.“
Löng og merkileg saga
Ásta segir lopapeysuna eiga sér
langa og merkilega sögu sem Ásdís
Jóelsdóttir mun fara yfir í fyrir-
lestri sínum á hátíðinni.
„Lopapeysan hefur bæði skipt
sköpum varðandi það að halda lífi í
landanum en svo er heilmikil iðn-
saga í kringum hana. Lopapeysan
hefur auðvitað verið vinsæl útflutn-
ingsvara og söluvara fyrir ferða-
menn.“
Eigið þið von á mörgum gestum
frá Íslandi á hátíðina?
„Nei, ég get næstum fullyrt að
nær allir þeir sem eru búnir að
kaupa miða séu Danir. En það er að
okkar mati mjög gott og það sem
við viljum helst. Auðvitað viljum við
reyna að breiða út boðskapinn og
efla þekkinguna á þessum vörum.
Þess vegna teljum við jákvætt að fá
Danina frekar en Íslendinga sem
þekkja vöruna fyrir.“
Sérstök áhersla á ís-
lensku lopapeysuna
Ljósmynd/Aðsend
Vinsæl Margir koma víða að til að sjá og kaupa íslenska ull og hönnun.
Prjónaáhugafólk fjölmennir á prjónahátíð í Kaupmannahöfn
Ásta
Stefánsdóttir