Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Á plötunni, Influence of buildings
on musical tone, sem útleggst á ís-
lensku, Áhrif ómrýma á tónlist-
arlegri hugsun, er að finna fimm
kammerverk sem ég samdi á ár-
unum 2013 til 2016. Verkin eru
samin fyrir ólík tilefni en koma nú
saman á einni plötu,“ segir Þráinn
Hjálmarsson tónskáld um sína
fyrstu plötu sem gefin er út af
CARRIER Records í New York.
Platan kom út í gær og verður út-
gáfunni fagnað í Mengi í dag kl.
15.
„Samtalið við flytjendur, hljóð-
færi og tilefni verkanna hefur
ávallt haft sterka rödd í sköpun-
arferli verka minna. Í öllum hlut-
um leynist rödd sem við eigum í
stöðugu samtali við meðvitað og
ómeðvitað. Tónlistin sprettur fram
upp úr þessu samtali okkar við
umhverfi okkar, við rými, hljóð-
færi, afstöðu við áheyrendur og
upp úr lestri okkar í tónlist ann-
arra. Tónlistin er falin í skynjun
okkar á umheiminum. Þessi plata
er hálfgerður minnisvarði um
nokkur frjó og ólík samtöl við
þessa flytjendur og tilefnin,“ segir
Þráinn.
Opnunarverk plötunnar, „Áhrif
ómrýma á tónlistarlegri hugsun“,
er flutt af CAPUT hópnum og opn-
ar plötuna kröftuglega, að sögn
Þráins sem segir að með verkinu,
sem hann samdi fyrir Tectonics-
hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands
árið 2013, sé hann að hugleiða
áhrif ómrýma á tónlistarlega hugs-
un. Þátt ómmikilla rýma í tónlist-
arsögunni, þar sem sönghefðir
hefðu þróast í samtali við ómmikil
rými kirkna framan af.
„Þurr hljóðvist torfkofans réð
ríkjum lengst af hér á landi og
verkin voru innblásin af hljóðvist
torfkofans svo að úr varð smágerð-
ur og þurr hljóðvefur. Mig langaði
til þess að færa hljóðheim torfkof-
ans inn í Eldborgarsal Hörpu,“
segir Þráinn
„Annað verk plötunnar „Gris-
aille“ er samið í samtali við Ís-
lenska flautukórinn og Sigurð Guð-
jónsson myndlistarmann. Verkið
er jafnframt hluti af myndbands-
verki Sigurðar „Lágmynd“. Þar
sem verkið var hugsað sem hluti af
verki Sigurðar þurfti að veita hin-
um sjónræna þætti myndbands
verksins rými og því er sem tíminn
standi í stað í tónverkinu,“ segir
Þráinn.
Þriðja verk plötunnar „Persona“
er flutt af Kristínu Þóru Karls-
dóttur. „Verkið sem er íhugult og
lágstemmt er klæðskerasniðið fyr-
ir Kristínu,“ segir Þráinn sem
samdi verkið 2014 og frumflutt var
á Tectonics-hátíðinni í Glasgow.
Óráðin sena í leikriti
Fjórða verk plötunnar „Mise-en-
scène“ flytur kammerhópurinn
Ensamble Adapter sem skipaður
er að mestu íslenskum flytjendum
búsettum og starfandi í Berlín.
„Verkið er einhvers konar sviðs-
mynd fyrir óráðna senu úr leikriti.
Það er engin aðalpersóna og í raun
engin skýr atburðarás,“ segir Þrá-
inn og bætir við að lokaverk plöt-
unnar hafi verið samið fyrir Myrka
músíkdaga árið 2016.
„Verkið heitir „Lucid/Opaque“
og er flutt af Nordic Affect. Verkið
er hálfgegnsætt og nokkuð ágengt
í ofureinfaldleika sínum. Smágerð
tilbrigði í tónlist sem skilja eigin-
lega bara eftir hlustun og skynjun.
Hér er búið að skera niður inn að
beini og tónlistin er ein eftir án
nokkurs yfirborðs. Slíkt ýtir við
manni á lúmskan hátt,“ segir Þrá-
inn.
Framundan er flutningur á nýju
óperuverkefni sem flutt verður á
tón- og myndlistarhátíðinni Cycle í
Kópavogi í október í samráði við
hönnuðina og listamennina Brynj-
ar Sigurðsson og Veroniku Sedl-
mair.
Ljósmynd/Laufey Jakobsdóttir
Sú fyrsta Þráinn Hjálmarsson gaf
út sína fyrstu plötu í gær. Ýmsir
listamenn flytja kammerverk sem
Þráinn samdi á árunum 2013-2016.
„Þurr hljóðvist torf-
kofans réð ríkjum“
Fimm kammerverk á fyrstu plötunni
Nýjar hendur - Innan
seilingar
Bíó Paradís 18.00
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Bíó Paradís 22.00
Kvíðakast
Bíó Paradís 18.00, 22.15,
22.20
Söngur Kanemu
Bíó Paradís 20.00
Whitney
Bíó Paradís 17.40, 17.45,
20.00
Utøya 22. júlí
Bíó Paradís 22.00, 22.20
The Nun 16
Presturinn séra Burke er
sendur til Rómar til að rann-
saka dularfullan dauðdaga
nunnu.
Metacritic 55/100
IMDb 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.10,
17.40, 19.30, 20.00, 21.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.30,
19.40, 21.50, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.40,
20.00, 22.20
Lof mér að falla 16
Þegar 15 ára Magnea kynn-
ist 18 ára Stellu breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Laugarásbíó 16.45, 19.50,
22.40
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 21.40
KIN 12
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40
Alpha 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Borgarbíó Akureyri 22.00
Crazy Rich Asians
Þegar Rachel Chu fer með
kærastanum til Singapore til
að vera viðsödd brúðkaup
kemst hún að því að hann á
fáránlega ríka fjölskyldu með
myrka sögu.
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Mile 22 16
Hér segir frá sérsveitar-
manninum James Silva sem
fær það erfiða og vanda-
sama verkefni að smygla as-
ískum lögreglumanni úr
landi sínu., en sá hafði leitað
til bandaríska sendiráðsins
um vernd þar sem hann býr
yfir leynilegum upplýsingum.
Laugarásbíó 22.40
The Spy Who
Dumped Me 16
Audrey og Morgan eru bestu
vinkonur sem lenda óvænt í
njósnaævintýri eftir að önn-
ur þeirra kemst að því að
fyrrverandi kærastinn henn-
ar er í raun njósnari.
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Össi Össi er mjög heppinn hund-
ur. Hann býr hjá góðri fjöl-
skyldu sem elskar hann af-
skaplega mikið og lifið er
gott. En einn góðan veð-
urdag fer fjölskyldan í ferða-
lag og skilur Össa eftir í
pössun.
Laugarásbíó 17.00
Sambíóin Keflavík 17.50
Christopher Robin Christopher Robin hittir
skyndilega gamlan vin sinn
Bangsimon, og snýr með
honum aftur í ævintýraheim
bernskunnar.
Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.10
Sambíóin Akureyri 17.15
Hin Ótrúlegu 2 Helen Teygjustelpu er boðið
nýtt starf sem hún getur
ekki hafnað. Bob Parr, Hr.
Ótrúlegur, þarf að þá annast
Jack-Jack, Dash og Violet á
meðan Teygjustelpa , fer og
bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð.
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 21.30
Sambíóin Akureyri 22.00
Sambíóin Keflavík 22.30
The Meg 12
Mamma Mia!
Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við
rekstri gistiheimilisins og lær-
ir um fortíð móður sinnar á
sama tíma og hún er ófrísk
sjálf.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 16.30, 20.00
Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi
við tímann eftir að verk-
efni misheppnast.
Morgunblaðið
bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka
17.30, 20.30
Sambíóin Egilshöll 18.00,
21.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio
13.09.18 kl. 20:30
ÞÓRHALLUR
SIGURÐSSON
– LADDI
SALURINN Hamraborg 6 200 Kópavogi 44 17 500 salurinn.is
AF FINGRUM FRAM
með Jóni Ólafssyni