Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 Tvær af skærustu íþrótta- stjörnum Bandaríkjanna, tenn- isleikarinn Serena Williams og körfuboltamaðurinn LeBron James, hafa bæði lýst yfir stuðningi við Kaepernick og Nike en þau eru bæði á mála hjá fyrirtækinu. „Hann hefur gert mikið fyrir samfélag Bandaríkjamanna af afrískum uppruna og hefur mátt gjalda fyrir það,“ segir Williams. „Það gæti reynst þessu stóra fyrirtæki þungt að styðja hann en það er hvergi bangið. Ég er sérstaklega stolt af því að vera hluti af Nike-fjölskyldunni.“ James kvaðst í vikunni standa með Nike, „allan daginn, alla daga“. Það er ekki á hverjum degi semforseti Bandaríkjanna hefursterka skoðun á auglýsinga- herferð íþróttavöruframleiðanda en það gerðist, svo eftir var tekið í vik- unni. Donald Trump fann Nike allt til foráttu eftir að fyrirtækið ákvað að nota ruðningskappann umdeilda Colin Kaepernick sem andlit nýjustu Just Do It-herferðar sinnar. „Nike hefur fengið að finna til tevatnsins, reiði og sniðganga. Ætli þeir hafi átt von á því?“ tísti forsetinn og vísaði til óánægju viðskiptavina með valið á Kaepernick en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum af fólki að brenna Nike-vörunar sínar. Fréttir eru uppfullar af viðtölum við fólk sem ætlar að rjúfa tryggð við Nike og snúa sér að öðru merki – en einnig þveröfugt. Sumir taka nú strauið í átt að Nike. Hvort það jafn- ast út á endanum eða verður Nike í hag eða óhag mun sjálfsagt ekki liggja fyrir fyrr en fyrirtækið birtir næsta ársreikning sinn. Óhætt er að segja að Nike hafi tekið mikla áhættu en viðbrögðin úr Hvíta húsinu voru fyrirsjáanleg. Sjaldgæft er að fyrirtæki beiti sér með svona afgerandi hætti í við- kvæmri og hápólitískri deilu. Trump hefur átt í stríði við leikmenn í NFL- deildinni eftir að þeir byrjuðu að krjúpa á kné undir bandaríska þjóð- söngnum á leikjum til að mótmæla lögregluofbeldi og almennri mis- munun sem þeir segja svarta þegna sæta vestra. Téður Kaepernick var brautryðjandi í þeim gjörningi og hefur verið milli tannanna á fólki all- ar götur síðan. Svo umdeildur er hann að ekkert félag hefur treyst sér til að ráða hann til starfa eftir að hann yfirgaf San Francisco 49ers í mars á síðasta ár og hefur Kaepern- ick raunar höfðað mál á hendur lið- unum í NFL fyrir að sammælast um að sniðganga sig. Í þessu ljósi er slagorð Nike í her- ferðinni viðeigandi: „Trúðu á eitt- hvað. Jafnvel þótt það þýði að þú þurfir að fórna öllu.“ Líkt við Ali og Parks Hjá Nike eru menn vissir í sinni sök. „Það er okkar trú að Colin sé einn áhrifamesti íþróttamaður sinnar kynslóðar en hann hefur notað kraftinn sem býr í íþróttunum til að stuðla að framförum í þessum heimi,“ segir Gino Fisanotti, vara- forseti markaðsmála hjá Nike í Norður-Ameríku, í samtali við sjón- varpsstöðina ESPN. Fleiri hafa tekið í sama streng. Osi Umenyiora, sem varð tvöfaldur NFL-meistari á löngum ferli í deild- inni, nefndi Kaepernick í sömu andrá og hnefaleikakappann Mu- hammed Ali og sjálfa „móður frels- ishreyfingarinnar“ Rosu Parks í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, í vikunni. „Ég held að þeir sem eru þessu andvígir í dag eigi eftir að iðr- ast þess í framtíðinni. Þegar fram líða stundir verður litið á Colin Kaepernick sem mjög sérstakan íþróttamann; mann sem stóð með sannfæringu sinni. Þess vegna á Nike á endanum eftir að hafa hag af þessu. Við berum virðingu fyrir embætti forseta Bandaríkjanna en ég veit ekki alveg á hvaða vegferð hann er,“ sagði Umenyiora. Í yfirlýsingu frá NFL-deildinni kemur fram að hún virði hlutverk og skyldur allra sem eiga að henni aðild til að reyna að stuðla að þörf- um og jákvæðum breyt- ingum á samfélaginu. Blaðamaðurinn Khaled A. Beydoun gefur ekki mikið fyrir þá afstöðu í frétta- skýringu í breska blaðinu The Guardian og undirstrikar að val Nike sé engin tilviljun. „Nike ber kennsl á sigurvegara þegar það sér hann. Sigurvegara sem mun ekki bara skila sínu þegar kemur að sölu á skóm og fatnaði, heldur er líka holdgervingur íþróttagreinar á krossgötum. Með þessari nýju aug- lýsingu, er Kaepernick meira en bara andlit Nike. Hann er áfram andlit deildarinnar sem setti hann á svartan lista. Hann minnir okkur líka með afgerandi hætti á það hversu hörð og ósanngjörn stefna NFL gagnvart leikmönnum er, eink- um og sér í lagi þeim svörtu, þegar þeir nota aðstöðu sína til að mót- mæla því alltumlykjandi óréttlæti sem þrúgar samfélag þeldökkra.“ Auðvitað má alltaf velta fyrir sér hvort komi á undan markaðs- hagsmunir eða þjóðfélagsvitund, þegar fyrirtæki leggur á brattann með þessum hætti. „Það er alltaf markaðsvinkill,“ segir dr. Robin Ca- rey, markaðssérfræðingur við há- skólann í Lancashire. „En það þýðir ekki að fyrirtækið geti ekki vakið fólk til vitundar í leiðinni.“ Kné fylgir kviði Menn keppast nú við að hæla íþróttavörufram- leiðandanum Nike á hvert reipi eða níða af hon- um skóinn fyrir að gera ruðningskappann Colin Kaepernick að andliti nýjustu auglýsinga- herferðar sinnar. Föðurlandssvik eða framsýni? Serena Williams Stolt af Nike AFP Auglýsingamyndin umdeilda af Colin Kaepernick á þaki Nike-verslunarinnar í San Francisco. Leikmaðurinn var síðast á mála hjá ruðningsliði borgarinnar, 49ers, en hefur verið án liðs í meira en ár vegna umdeildra mótmæla sinna. ’ Hvað NFL viðvíkur, á ég erfitt með að horfa, og þannig verður það áfram, þangað til þeir standa frammi fyrir FLAGGINU! Donald Trump Bandaríkjaforseti. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is MEXÍKÓ VERACRUZ Talið er að höfuðkúpur að minnsta kosti 166 manna, sem fundust í fjölda- gröf í héraðinu á dögunum, hafi legið þar í tvö ár hið minnsta. Rannsókn málsins er á frumstigi en þekkt er að eiturlyfjabarónar nota svæðið til að losa sig við fórnarlömb sín. Á síðasta ári fundust 250 höfuðkúpur í annarri fjöldagröf á svipuðum slóðum. BRETLAND LUNDÚNIR Leikkonan Kate Winslet hvetur konur sem ým- ist eru ólæsar eða eiga erfi tt með lestur að hætta að skammast sín og leita sér aðstoðar en hermt er að tíunda hver kona í Bretlandi geti ekki lesið sér til gagns. Winslet segir það grund- vallarmannréttindi að kunna að lesa og konur megi ekki láta ástand sem leitt getur til einangrunar og ótta stjórna lífi sínu. NIUE ALOFI Trevor nokkur er skyndilega orðinn frægasti íbúi eyríkisins í Suður-Kyrrahafi sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann er önd. Trevor er eina öndin á Niue og enginn veit hvernig hann hafnaði þar í fásinn- inu. Eyjaskeggjar hafa þó glaðst yfi r komu hans og keppast við að færa honum mat og ferðamenn mega til með að ljósmynda sig með kappanum sem lætur sér vel líka. SUÐUR-AFRÍKA BLYDE Bandarísk kona og ungur sonur hennar eru í lífs- hættu eftir að gíraffi réðst á þau í vikunni rétt við heimili þeirra. Drengurinn, sem er þriggja ára, slasaðist mikið á höfði og þurfti að fara í aðgerð. Eiginmaður konunnar, breskur vísindamaður, kom að þar sem gíraffi nn var að traðka á mæðginunum og náði að stökkva honum á fl ótta. Talið er að styggð hafi komið að gíraffanum, sem er kvenkyns, þar sem hann hafi óttast um ungt af- kvæmi sitt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.