Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 12
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu, skrifar á Facebook um gatnaheiti: „Gott hjá skipulags- og samgönguráði að hafna þessum sterílu götuheitum. Hér er upp- lagt tækifæri að nota okkar þjála tungumál til að lífga upp á um- hverfið þarna: Stoðkerfisstræti, Botnlangi, Misstígur, Ökklabraut, Meltingarvegur, Rassgata …“ Helgi Seljan fjölmiðlamaður tísti: „Hvað verð- ur um öll þessi ummæli sem vís- að er til föður- húsanna? Hve mikil geymsluað- staða er þarna? Eru þau geymd stafræn eða lífræn? Hvar eru þessi hús; er eitt í hverju kjördæmi eða hverri sýslu? Eitthvað hlýtur þetta að kosta? Hver borgar?“ Nanna Rögnvaldardóttir, matargúrú með meiru, skrifaði á Facebook: „Ég hef séð ýmsa vera að hneykslast á því að talað var um í fréttum að fornmunir hefðu farist í bruna; mjög margir virðast þeirrar skoðunar að eingöngu fólk geti farist (já, og skip og flugvélar ef fólk ferst með). En þetta er náttúrlega della. Það er hægt að finna fjöldamörg dæmi um það frá gamalli (og nýrri) tíð að munir hafi farist – ekki síst bækur og skjöl – til dæmis er oft og iðulega talað um að handrit hafi farist í brunanum í Kaupmannahöfn (sjá m.a. vef Árnastofnunar). En orðið er líka haft um ýmsa muni, ekki síst forngripi og dýrmæta hluti. Kristján Eldjárn skrifar t.d. um Flatatungufjalirnar í Árbók Forn- leifafélagsins 1960: ,,Þær fjalir hafi síðan farizt í brunanum í Tungu 1898.““ Sjónvarps- stjarnan Berg- lind Péturs- dóttir, gjarnan kennd við Festi- val, tísti um sölu- mál sín á notuðu dóti á netinu: „Djöfull dýrka ég að segja NEI TAKK við einhverjum ógeðslega lágum boðum í draslið sem ég er að selja á bland. take your bus- iness elsewhere nirfill.“ hún bætti svo við: „Besta fólkið á blandinu er fólk sem vill fá ALLAR upplýs- ingar um vöruna. Stærð? hæð? breidd? þyngd? verð? hvenær keypt? mikið notað? chill the fuck out maður þetta er fucking lampi á þúsundkall.“ AF NETINU Lífskjör hafa aldrei verið jafngóð eins og núna. Til dæmiser kaupmáttur launa mun hærri en hann var 2007. Og 2007 er svona hugtak um að þá hafði fólk það gott, en það hefur það enn betra núna. Kaupmáttur launa er sirka 19 prósent hærri en hann var 2007.“ Þannig mælti Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Ís- lands, í viðtali við Ríkisútvarpið fyr- ir fáeinum dögum, í tilefni af skýrslu um stöðu efnahagsmála sem hann vann fyrir forsætisráð- herra. Þetta er merkileg og ánægjuleg niðurstaða, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hún á að vera okkur öllum hvatning til að standa vörð um árangurinn og halda áfram að bæta skilyrði fyrir verðmæta- sköpun og lífskjarasókn. Góðar fréttir úr tæknigeiranum Grunnforsendan og frumupp- sprettan fyrir þessum góða árangri er nú sem endranær sköpunar- kraftur einstaklinganna. Ein- staklinga sem nýta tækifærin í um- hverfinu með hugviti sínu og dugnaði og búa sífellt til ný. Að- gerðir stjórnvalda eiga svo líka sinn þátt í árangrinum og ytri skilyrði sömuleiðis. Við erum svo lánsöm að eiga at- hafnafólk og frumkvöðla á mörgum sviðum, sem gerir að verkum að at- vinnulíf okkar er fjölbreyttara en ella. Til marks um þetta er sú röð ánægjulegra tíðinda sem barst í vikunni úr tæknigeiranum. Suður- kóreskt tölvuleikjafyrirtæki keypti CCP fyrir hvorki meira né minna en 46 milljarða og mun áfram halda úti starfsemi á Íslandi samkvæmt tilkynningu. Bandarískt fyrirtæki keypti fimmtungshlut í ferðasal- anum Guide To Iceland fyrir 2,2 milljarða og metur því heildarvirði félagsins á yfir 10 milljarða. Ferða- tæknifyrirtækið TripCreator sótti sér tæpan milljarð í fjármögnun og tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games rúmar 200 milljónir. Ríkisstjórnin hefur sett skýra stefnu á áframhaldandi kröftugan stuðning við rannsóknir, þróun, ný- sköpun og frumkvöðlastarf, meðal annars með því að auka endur- greiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði en einnig með því að hefja gerð nýsköpunarstefnu fyr- ir Ísland. Dæmin hér að framan eru enn ein sönnun þess að jarðvegur- inn – einstaklingarnir – mun svo sannarlega sjá til þess að við upp- skerum ef við hlúum rétt að honum. Ryðjum hindrunum úr vegi Stjórnvöld verða líka að huga vel að því að regluverk sé ekki óþarflega íþyngjandi og hamli ekki sam- keppni, sem er forsenda þess að markaðslögmálin fái notið sín neyt- endum til hagsbóta. Við höfum því ákveðið, eins og tilkynnt var nýlega, að ganga til samstarfs við OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evr- ópu, um að framkvæma svokallað samkeppnismat á tveimur sviðum atvinnulífsins; ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Vonandi verður í framhaldinu hægt að taka fleiri svið til sams konar athugunar. Tilgangurinn er að greina gild- andi regluumhverfi með tilliti til þess hvort það feli í sér sam- keppnishindranir eða óþarfa reglu- byrði sem ryðja megi úr vegi. En ekki verður látið þar við sitja held- ur ætlum við líka að hefja skipulegt og markvisst mat á því hvort öll þau nýju lög og reglur sem við setj- um standist þetta sama próf; hvort við séum með þeim að innleiða nýj- ar óþarfa samkeppnishindranir. Enda væri til lítils að reyta arfann með hægri og gróðursetja nýjan á sama tíma með vinstri. Aðrar þjóðir hafa góða reynslu af þessari nálgun. Ástralar hafa frá því fyrir aldamót lagt sérstaka áherslu á að bæta regluverk til að efla samkeppni og er það talið hafa stuðlað að því að hagvöxtur þar í landi hefur gjarnan verið meiri en í öðrum OECD-ríkjum. Það er ekki sjálfgefið, og satt best að segja hálfgert kraftaverk, að lítil þjóð á afskekktri eyju búi við einhver bestu lífskjör sem þekkjast á byggðu bóli. Við megum því hvergi draga af okkur í að virkja krafta einstaklingsframtaksins. Vissulega beina því í skýran farveg með skýrum og eðlilegum leik- reglum svo að það valdi ekki flóðum. En gæta þess síðan að far- vegurinn sé sem greiðastur, þannig að framtakið fái knúið hverfla verð- mætasköpunar og lífskjara þess- arar lánsömu þjóðar af sem mest- um þrótti. ’Við erum svo lánsömað eiga athafnafólk ogfrumkvöðla á mörgumsviðum, sem gerir að verkum að atvinnulíf okk- ar er fjölbreyttara en ella. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/RAX Farvegur framtaksins VETTVANGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Guðbjörg Guðmundsdóttir, lögg.fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, lögg.fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 BYGGINGAFÉLAG MÁNALIND Glæsilegt penthouse Freyjubrunni 31 Úlfarsárdal Glæsileg penthouse íbúð með tvöföldum bílskúr, birt stærð 232 fm. Hjónasvíta með fataherbergi og sér baðherbergi. 67,2 fm suðvestur þaksvalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti, frábært útsýni. Bókið skoðun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.