Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 15
„Ég var auðvitað í móðursýkiskasti þarna,“ bætir hún við. Hringdir þú strax í Leif? „Já, það var örugglega ekki besta hug- myndin. Ég hringdi og hann var í vinnunni enda gerðist þetta um morgun. Vinnufélagar hans sáu hvernig hann fölnaði í framan. Ég öskraði í símann: Ég er lömuð, ég er lömuð, ég á aldrei eftir að geta gengið eða flogið.“ Símtal sem aldrei gleymist Leifur, sem kominn var í tölvu sína í stofunni, er fús að koma til okkar og segja frá sinni hlið. Hvernig var að fá þetta hræðilega símtal? „Það var erfitt, þetta er nokkuð sem mað- ur gleymir aldrei. Ég var að ganga inn á fund þegar síminn hringdi úr númeri sem ég þekkti ekki. Yfirleitt svara ég ekki óþekktum númerum ef ég er upptekinn en ég ákvað að taka símann. Það var vinnufélagi hennar sem útskýrði mjög yfirvegaður að Lára hefði dottið af hjólinu. En svo fékk hún símann, þar sem hún lá, hún missti aldrei meðvit- und. Hún öskraði í símann: „Ég er lömuð, ég er lömuð...“ segir Leifur og heldur áfram. „Ég trúði ekki að þetta væri svo alvar- legt. Mér brá auðvitað svo mikið að ég þurfti að setjast niður og ég fölnaði. Ég hjóla í vinn- una þannig að ég var ekki á bíl og ég spurði vinnufélagana hvort einhver gæti lánað mér bíl. Það hentu nokkrir í mig lyklum og ég hljóp bara niður og brunaði niður í Öskjuhlíð en ég man varla eftir að hafa keyrt þangað. En þeg- ar ég kom þangað var verið að setja hana upp í sjúkrabíl. Ég elti hann svo upp á spítala og reyndi svo bara að vera til staðar fyrir Láru. Ég átti erfitt með mig, maður var auðvitað sjálfur í sjokki og hjúkkurnar þurftu að sjá um mig líka. Ég var í áfalli; ég hafði aldrei lent í því áður,“ segir Leifur. „Ég man að hún fór beint í myndatöku og það kom einn ungur og óreyndur læknir sem sagði að þetta liti ekki vel út. Þetta er ekki gott að heyra þegar maður er í miðju áfalli. Svo fór hún í aðgerð sem tók marga klukkutíma og ég var í móki á meðan.“ Hélt alltaf í vonina Lára situr hljóð á meðan Leifur talar og segir svo: „Hann var eiginlega á undan mér upp á spítala, og hann hringdi í mömmu og pabba. Ég var aðeins rólegri þá því ég var örugglega búin að fá eitthvað róandi. Ég var sett í alls kyns rannsóknir og myndatökur og var sett í aðgerð þarna um kvöldið. Hryggurinn var brotinn og það þurfti að rétta hann, en það eru settar títaníumplötur til þess að hryggurinn haldi sér. Ég er með skurð alveg héðan og niður,“ segir Lára og bendir á hálsinn á sér og strýkur hönd niður eftir baki. „Þetta var heljarinnar aðgerð.“ Hvað var þér sagt þarna í upphafi? „Ég held að þeir hafi nú alveg vitað þetta strax en þeir sögðu að þetta væri mjög alvar- legt alla vega.“ En hvað hélst þú sjálf? „Maður hélt náttúrulega alltaf í vonina. Tíminn leið og það var talað um að mænusjokk gæti varað í allt að þrjá mánuði og það tæki tíma fyrir bólgur að hjaðna. En svo var ekk- ert að gerast. Það sást á myndum að mænan hafði ekki farið alveg í sundur en um leið og hún merst er hún sködduð.“ Það var því fljótt ljóst að Lára væri lömuð fyr- ir neðan brjóst. Ekki sást annað á henni, en hún fékk ekki einu sinni skrámu við fallið. Eftir viku á spítalanum var hún flutt á Grensásdeildina. Þar var hún í end- urhæfingu í tæpa þrjá langa mánuði. „Það er ekkert út á starfsfólkið þar að setja en mér finnst þjónustu ábótavant fyrir ungt fólk sem lamast. Þegar ég var þarna voru allir yfir sextugu,“ segir Lára. Hún segir dvölina þar hafa verið frekar niðurdrepandi. Hún hafi þó í lokin fengið íbúð til umráða og Leifur hafi þá getað verið meira hjá henni. „Það var talsvert þægilegra og að- eins meira frelsi.“ Hvernig var að læra allt upp á nýtt? „Það var mjög skrítið. Bara til dæmis að ’Maður hélt náttúrulegaalltaf í vonina. Tíminn leiðog það var talað um að mænu-sjokk gæti varað í allt að þrjá mánuði og það tæki tíma fyrir bólgur að hjaðna. En svo var ekkert að gerast,“ segir Lára Sif Christiansen, sem lamaðist eft- ir fall af hjóli í Öskuhlíð í fyrra. Morgunblaðið/Ásdís 9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Lára hefur staðið sig eins og hetja, hún er með svo mikið jafnaðargeð,“ segir Sirrý Christiansen, eldri systir Láru. „Hún lætur ekkert stoppa sig; hún var í útilegu um verslunarmannahelgina! Hún er komin með framkvæmdastjórastöðu innan við ár eftir slys og það eru allir svo ánægðir með hana. Hún er svo klár og hógvær,“ segir Sirrý. Hún segir Láru hafa verið fljóta að vinna úr áfallinu miðað við aðstæður. „Auðvitað kemst maður kannski ekki al- veg yfir þetta, en hún er aftur komin með glampann í augun og brosir í gegnum þetta. Það er allt sem maður vill,“ segir hún. Sirrý segir Leif hafa staðið eins og klett- ur við hlið Láru frá fyrstu stundu. Hún segir þau hjón eiga einstakt samband sem aðeins hafi styrkst eftir slysið. „Leifur er engum líkur, hann er mesta klappstýran hennar og besti vinur hennar,“ segir Sirrý. Í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra var Leifur sá hlaupari sem safnaði mestum áheitum en hann hljóp undir nafni félags- ins Hlaupið fyrir Láru. Það félag safnaði hæstu upphæðinni í maraþoninu það árið. Sirrý segir Reykjavíkurmaraþonið 2017 hafa verið stórkostlega upplifun og gefið þeim hjónum mikið. „Ég hef aldrei verið í jafn miklu spennu- falli á ævi minni eins og eftir hlaupið. Þarna voru allir vinir hennar, fjölskylda og starfsfólk Icelandair að hvetja hana áfram. Samhugurinn var ótrúlegur og sam- heldni, styrkur og væntumþykja lá í loft- inu þennan sólríka dag. Tilfinningin var al- gjörlega ólýsanleg. Mer leið eins og að það hlytu allir á landinu að vera að heita á einhvern sem hljóp fyrir hana,“ segir Sirrý. „Þetta fleytti þeim langt, að fá alla þessa hvatningu og þennan styrk sem gerði henni kleift að komast í endur- hæfinguna í Bandaríkjunum. Þó að ferðin út hafi ekki breytt neinu varðandi mænu- skaða hennar breytti hún miklu. Þarna úti var verið að benda henni á allt sem hún gæti gert en ekki á það sem hún gæti ekki gert. Þar var henni sagt: þú getur allt, bara öðruvísi. Hún er miklu aktívari en ég,“ segir Sirrý og hlær. „Þú getur allt, bara öðruvísi“ Systurnar Sirrý og Lára voru að vonum alsælar eftir Reykjavíkurmaraþonið 2017 og brostu hringinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.