Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 19
9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Borguð nauðgun
Nú kemur myndin talsvert inn á vændi og kyn-
ferðisbrot tengd þessum heimi, kom það ykkur
á óvart?
Elín: „Þegar þú gerir hvað sem er fyrir
næsta skammt er greinilega til nóg af mönnum
sem misnota sér þær aðstæður. Maður getur
einhvern veginn ekkert reynt að setja sig inn í
þennan hugarheim en eins og Kristín Gerður
skrifaði í dagbækur sínar; „Vændi er bara
borguð nauðgun.“ Ég man að þarna þurfti ég
að hætta að lesa.“
Eyrún: „Ég hafði aldrei heyrt þessi orð áður,
en allt í einu meikuðu þau svo mikinn sens.“
Hver er tilfinning ykkar fyrir neyslu ungs
fólk í dag? Er þetta algengt eða erum við að
tala um undantekningartilfelli?
Elín: „Ég veit ekki hvort það er af því að ég
er eldri og fer meira niður í bæ um helgar en
mér finnst eiginlega út í hött hvað er almennt
mikið um neyslu á til dæmis kókaíni og amfeta-
míni. Það tekur því varla að minnast á kanna-
bisneyslu, sem er algerlega búið að norm-
alísera, það er ekki einu sinni eiturlyf fyrir
fólki.“
Eyrún: Og af því að það er ekki eiturlyf fyrir
fólki þá er næsta skref svo stórt, að ætla að fara
næst í e-pillur, kókaín, MDMA, sem eru svo
sterk fíkniefni.“
Elín: „Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart
að ungt fólk er ekki einu sinni að spá í þetta,
það eru bara einhvern veginn allir í þessu.“
Er þá talað um amfetamín og kókaín sem
vægari fíkniefni í dag?
Eyrún: „Í rauninni já, af því að grasreyk-
ingar eru orðnar „venjulegar“. Ég hef á tilfinn-
ingunni að þetta sé að aukast hjá yngri kyn-
slóðum því þetta er á vissan hátt í tísku í
rappinu, í hipphoppheiminum, og þegar þú ert
unglingur reynir þú að falla inn í hópinn og ert
vís til að gera hvað sem er til að fá samþykki. “
Elín: Ég á systur sem er sex árum eldri en ég
og hún kannast ekki við það að stór hluti
krakka í kringum hana hafi verið á kókaíni um
helgar þegar hún var yngri. Ég þekki hins veg-
ar til mjög margra sem hafa lent í skuld því þeir
voru að neyta kókaíns um síðustu helgi. Ég er
ekki að segja að það séu vinir mínir en á litla Ís-
landi þekkir maður til heilu árganganna. Það er
kannski bara einhver strákur í MR eða MH,
fínn nemandi, sem segir frá því eins og eðlileg-
um hlut að hann hafi lent í skuld því hann var á
kókaíni um helgina. Og foreldrarnir enda á að
borga skuldina niður.“
Eyrún: „Maður er endalaust að heyra um
svona, á Íslandi þekkja allir alla og fólk sem
maður hefði alls ekki trúað að væri að lenda í
svona.“
Að fatta betur fíknina
Hvað teljið þið að hægt sé að gera til að hjálpa
fólki á þessari braut?
Elín: „Eitt skrefið er að fólk fái það viðmót og
virðingu sem það á skilið þótt það sé fíklar, frá
yfirvöldum og samfélaginu, það er allavega eitt
skref og það sem við erum að reyna að gera
með þessari mynd. Restin er persónubundin.
Fólki finnst skorta úrræði til að aðstoða fólk en
um leið vitum við ekki alveg hvað það er sem
þarf og hvað fólk vill fá.“
Eyrún: „Það vantar viljann til að berjast þeg-
ar það er lítið gert úr þér og því er virðingin svo
mikilvæg. Það virðist hins vegar ekki vera til
nein rétt uppskrift fyrir foreldra, hvort þeir
hóta eða faðma, og það kom mér á óvart hvað
fólk sem lendir á þessari braut getur átt full-
komlega gott bakland. Þetta eru oftar en ekki
foreldrar sem vilja það besta fyrir barnið en ná
ekki að forða því.“
Elín: Forvarnir almennt gætu kannski snúist
um að fatta betur fíknina, að fólk öðlist skilning
á henni, í stað þess að fræða um hvað þetta og
hitt efnið geti gert manni. Að ungt fólk fái
fræðslu um það sem fíknin geri manni. Viltu í
alvörunni finna eitthvert fyrirbæri á borð við
fíknina, sem er það góð að allt annað í heim-
inum verður ekki gott? Það að elska ömmu sína
og eignast barn verður ekki jafngott og einn
skammtur. Sjálf hef ég svolítið verið að upp-
götva þetta og ræða við litlu systur mínar.“
Ætlið þið sjálfar að halda áfram í leiklistinni?
Elín: „Tónlistin hefur alltaf verið helsta
áhugamál mitt en ég fékk klárlega mikinn
áhuga á kvikmyndagerð og því sem Baldvin er
að gera. Mér fannst þetta allt, öll vinnslan, svo
spennandi og leið á hverjum einasta degi eins
og ég væri að eiga besta dag lífs míns.“
Eyrún: „Ég trúði hreinlega ekki að það væri
hægt að vinna við eitthvað svona skemmtilegt.
Ég hef sjálf mikla sköpunarþrá og mig langar
að skapa eitthvað og vera í kringum kvik-
myndagerð. Ég væri einnig alveg til í að leika
aftur.“
Baldvin hefur mikið borið á góma í viðtalinu
og greinilegt er að leikkonunum finnst þær
hafa lent í mjög góðum höndum.
Elín: „Ég er í alvörunni svo ánægð með Bald-
vin að ég gæti farið að gráta, hann er ein-
staklega góð manneskja, inn og út í gegn.“
Eyrún: „Hvernig hann talaði við mann og
vildi að manni liði vel var einstakt. Hann sagði
líka sjálfur að með því að ráða okkur í þetta
væri hann að taka þá ábyrgð á sig að við kæm-
um heilar út úr þessu og honum tókst það full-
komlega.“
Elín: „Ég geri mér líka grein fyrir því hvað
ég er heppin að hann valdi mig í þetta hlutverk,
það er ekkert sjálfsagt og ég verð ævinlega
þakklát fyrir það, sama hvað ég á eftir að gera í
framtíðinni.“
Þær hafa í nægu að snúast og við ætlum að
slá botninn í spjallið. Eitthvað að lokum?
Elín: „Ég vil mjög mikið koma því á framfæri
að fólk gefi myndinni tækifæri, hún er átakan-
leg en ekki ógeðsleg, það sést til dæmis ekki
nál. Þessi mynd er svo miklu meira en einhver
hræðileg saga af einhverju hræðilegu máli.
Hún er jú saga um stelpur í fíkniefnaneyslu en
hún er líka bara saga af fólki á Íslandi, sorgir
og gleði, sem tilheyrir okkar heimi.“Úr myndinni þar sem fylgst er með 15 árum af lífi þeirra Magneu og Stellu.
Morgunblaðið/Valli
’ Alveg frá því að við fengum hlut-verkin hefur mér aldrei fundistvera jafnmikið af óhugnaði og ein-mitt nú. Maður er alltaf að heyra
eitthvað, sjá eða lesa um unga krakka
sem eru að falla frá vegna neyslu.