Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Page 27
9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Hinir fjölmörgu kastalar í Loire-dalnum eru það sem svæðið er þekktast fyrir. En þar sem eru kast- alar eru líka stórir garðar, fyrrverandi veiðilendur konungborins fólks með fallegum trjám sem njóta sín einstaklega vel í haustlitunum. Kastalarnir sjálfir eru opnir fyrir gesti þangað til í október og er mun minna að gera en á sumrin. Til viðbótar er líka vínuppskeran í fullum gangi. Enn fremur er margt að sjá í vinalegu og líflegu borginni Tours, sem stendur við Loire-ána. Þetta er slétt svæði og því kjörið að fara í hjólatúr frá borginni til dæmis til Villandry-garðanna, sem þykja sérlega fallegir. LOIRE-DALURINN Kastalagarðar í haustlitunum SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST Heppilegt er að ferðast til Tosk- ana-héraðs á Ítalíu á haustin, ekki síst fyrir mataráhugafólk. Þó það sé góður matur þar allt árið er uppskerutíminn alveg sérstaklega hentugur fyrir sælkera sem geta gætt sér á ferskum fíkjum, svepp- um, ólífum og kastaníuhnetum. Fram fara margar uppskeruhátíð- ir með skemmtunum af ýmsu tagi. Næstu borgir eru Flórens og Siena en þar er mikill straumur ferðamanna en þó ekki eins marg- ir á þessum árstíma og í ágúst eða í kringum skólafrí. Landslagið fer í fallegan haust- búning en til dæmis er hægt að heimsækja nokkra þjóðgarða á svæðinu til að njóta náttúrunnar. TOSKANA Hátíð fyrir mat- gæðinga Á heitum haustkvöldum í Róm er margt hægt að gera í þessari sögufrægu borg. Telegraph sting- ur upp á því að ferðafólk fari í tunglsljósaferð í hringleikahús borgarinnar. Þannig sé hægt að skoða þessar mögnuðu forn- minjar í nýju ljósi og enn fremur forðast troðning, en í skoð- unarferðinni eru aðeins 25 manns í einu. Milt loftslag borgarinnar er eitt af því sem heillar íbúa norðlægra slóða við hana. Það að ramba um þröngar götur í Trastevere á kvöldin og setjast niður á einum af fjölmörgum veitingastöðum hverfisins er dásamlegt. Fáar borgir búa líka yfir eins mörgum fornminjum sem er gaman að skoða og líka er hægt að fá heilmikinn innblástur af þeim mörgu listaverkum sem hægt er að skoða í borginni eilífu. RÓM Hringleikahús í tunglsljósi Istanbúl er stórborg sem stendur á mörkum Evrópu og Asíu og hefur heilmikið aðdráttarafl á hvaða árstíma sem er, nema kannski þegar hit- inn er hvað mestur á sumrin. Í september eru það fuglar sem setja svip á borgina, nánar tiltekið þúsundir farfugla sem eru á leið til Afríku til að dvelja þar yfir vetr- artímann. Þykir þetta einstakt náttúruundur sem er gaman að fylgj- ast með. Veðrið er þægilegt á haustin, um og yfir 20°C, alveg fram eftir október. Hagstætt er að ferðast til Tyrklands um þessar mundir vegna falls lírunnar. ISTANBÚL Far- fuglar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.