Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 31
m.a. á mbl.is. Þar sagði: „Fyrrverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata telur
rétt að Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins
Moderaterna, leiti til Svíþjóðardemókrata að þing-
kosningum loknum og sækist eftir stuðningi þeirra
við myndun ríkisstjórnar hægribandalagsins, Allian-
sen. Þetta kom fram í viðtali við forsætisráðherrann
þaulsætna við Expressen í fyrradag.
Skorist hann undan því gæti farið svo að Moderat-
erna verði brátt minni en Svíþjóðardemókratar og
glati stöðu sinni sem annar af burðarflokkum
sænskra stjórnmála. Moderaterna og Svíþjóðar-
demókratar mælast álíka stórir í könnunum, með
um 17% hvor, en Sósíaldemókratar eru stærstir með
um 25% fylgi.“
Þessi yfirlýsing Görans Perssons boðar tíðindi í
sænskum stjórnmálum. Hún þýðir auðvitað að við-
urkennt er að útilokunaraðferðin hafi misheppnast í
Svíþjóð. Sú hafði áður orðið raunin í Noregi, Dan-
mörku, Austurríki, svo ekki sé talað um Ítalíu þar
sem „óstjórntækir flokkar“ hafa nú 78% þingmanna
á bak við sína ríkisstjórn. Og fréttir frá Þýskalandi
sýna að AfD mælist nú stærri flokkur en Sósíal-
demókratar þar!
Stefnubreytingin þegar sýnileg
En eins og fram hefur komið í fréttum síðustu árin
hafa hinir hefðbundnu flokkar í Evrópu verið að laga
sig að stefnu fordæmdu flokkanna í útlendinga-
málum. Það var þó stefna sem áður réttlætti að kalla
þá öfgaflokka, fasista og jafnvel nasista og flokka
kynþáttahatara.
En þegar réttbornir flokkar halla sér nauðugir í
þá sömu átt sjá tryggir fréttadindlar á þeim kant-
inum ekkert að. Þá heitir það kalt raunveru-
leikamat.
En þótt það komi ekki fram í fréttunum er
hugsanlegt að Göran Persson sé ekki eingöngu að
hugsa um að Moderaterna glati ekki stöðu sinni sem
annar höfuðflokkur sænskra stjórnmála.
Það er ástæða til að ætla að hann hugsi lengra eins
og fyrri daginn. Hann sjái fyrir sér að neyðist Mod-
eraterna og SD til að horfast í augu við nýjan veru-
leika og rugla reytum í ríkisstjórn, þótt SD yrði
áfram utan stjórnar eins og í Danmörku, þá gæti
eyðimerkurgöngu hans eigin flokks, Sósíaldemó-
krata, huganlega lokið og hann nálgast sína fyrri
stöðu.
Því ekki að hafa skýrari línur?
Það ætti að vera óþarfi fyrir hefðbundna flokka með
sögu sem þeir geta verið stoltir af að týna sér í
samansúrraðri stjórnmálalegri kássu. Þess háttar
réttur er ekki lystugur til lengdar.
Á Íslandi hefur ofmetnum embættum eins og Um-
boðsmanni, sem er kenndur við Alþingi, sem orðið er
öfugmæli, tekist að ýta undir þann „skilning“ að
ákvörðun sem stjórnmálamaður tekur í samræmi við
sína samvisku og í krafti lýðræðislegs umboðs sé
þegar af þeirri ástæðu tortryggileg, gott ef ekki
spillt. Það eigi þó einkum við hafi hinir raunverulegu
valdamenn, nafnlausir umboðsleysingjar kerfisins,
ekki algjörlega ráðið ferðinni. Stjórnmálamaðurinn
þarf að hafa fengið skriflega skýrslugerð um hvað-
eina, þar sem búrókratinn setur fram alla hugsanlega
fyrirvara með krókum til að passa sína persónu eða
mikilvægan hluta hennar. Taki ráðherrann svo
ákvörðun sem rekst í einhverju á þessa fyrirvara,
sem eru oftast í formi getgáta eða vangaveltna, er
hægt að ámælast hann fyrir þær. Þá er eftir að mæla
ákvörðunina við lög og reglugerðafjöld, anda þeirra,
tilskipanir ESB, valdasókn ESA langt út fyrir öll
mörk og þar fram eftir götunum. Svo bætast við
óljóst þrugl siðanefnda og reglur þeirra sem lifa sér-
stöku lífi utan við lög og rétt í landinu.
Í umræðu er látið eins almennningur, sem á að vera
endapunktur valdsins, eða eini færi umboðsmaður
hans, megi hvergi koma nærri svo sjáanlegt sé.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er eina ríkis-
stjórnin í landinu sem fram að þessu hefur starfað
undir flaggi siðareglna. Það segir allt sem segja þarf
þegar fullkomið siðrof varð í íslenskri stjórnsýslu.
Hver kom þeirri hugmynd inn hjá sér, svo ekki sé
minnst á hjá heilli ríkisstjórn, að Jón Ólafsson á Bif-
röst sé óskeikull engill um það hvaða hegðun og
ákvarðanir teljist siðlegar á Íslandi og spyrja má þá
hvar í veröldinni hann öðlaðist þá visku.
Eldsmatur
Umræða um kjaramál er algjörlega úti á túni um
þessar mundir. Umbrot í verkalýðshreyfingunni ýta
undir það. Þar geta menn haldið völdum áratugum
saman, eða brotist til valda þar í krafti 10% at-
kvæðanna þegar hinir sofa og búið svo í tveimur
heimum samtímis. Annars vegar með sverustu valda-
tauma þjóðfélagsins í höndunum í krafti þess ofsafjár
sem almenningur í sveita síns andlits hefur önglað
saman um langa hríð eða að ræða af trúarhita um þá
skömm sem lægstu launum fylgir, þótt þau séu hærri
hér en annars staðar. Fulltrúar fólksins í höllum
sjóðanna telja oftast nær fyrir neðan sína virðingu að
upplýsa rétta eigendur lífeyrissparnaðarins um
grundvallarþætti, ef „samkeppnissjónarmið“ mæli
gegn því.
Þar dansa „auðvald stórkapítalsins“ og „varðliðar
blásnauðrar alþýðunnar“ þéttar saman en jafnvel var
dirfst að gera undir síðasta lagi kvöldsins í Glaumbæ
forðum og markaði þó löturhægur taktur þess oft
stundina sem duga varð eða drepast ella.
Nú hefst samningalotan á því að menn úti í bæ til-
kynna að 4% kaupmáttaraukning sé það sem þjóð-
félagið þoli í framhaldi af 20-30 prósenta kaupmátt-
araukningu síðustu örfárra ára. Í fyrirmyndarríki
Evrópusambandsins, Þýskalandi, hefur engin kaup-
máttaraukning orðið í 18 ár, samkvæmt tölum sem
þaðan berast, og er almenn sátt um það þar að það
sýni algjöra snilld.
En nú hafa menn utan úr bæ smíðað lægsta þrösk-
uldinn sem kraftmiklir leiðtogar Verkalýðshreyfing-
arinnar verða því, heiðurs síns vegna, að þjóta hátt
yfir á stöng, svo helst minnir á Valbjörn Þorláksson.
Ella verði ályktað að byltingin þeirra hafi verið óþörf.
Þeir höfðu verið að reyna að beina umræðunni í aðrar
áttir með því að benda á að baráttan nú snerist um
kulnun í starfi sem væri að naga lífslöngun og tilgang
úr fólki í tugþúsundatali.
Slíkt töfraorð sem „kulnunin“ er hafði ekki mætt í
umræðuna síðan „síþreytan“ var og hét og lagði heilu
þjóðfélögin í rúmið fyrir ekki svo löngu.
Gísli góði
Sá góði maður Gísli Jónsson menntaskólakennari var
löngum drjúgur og elskaður liðsmaður lesenda
Morgunblaðsins.
Á þessum árstíma minna aspirnar á sig, aðkomin
tré og ágæt eins og ljóðið hans segir okkur:
Aspirnar standa’allar ennþá svo skínandi gular,
æðrulausar og skynja í ró að það kular.
Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran leyfir að neyta
og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum sig skreyta.
Þær bera ekki ugg, enda augljós hin geiglausa myndin,
en öðrum mun finnast sem haustljóð sé komið í vindinn
og vita eins og skáldið að villusamt reynist á vegi
og vonlaust að skrúði, sem horfinn er, nýskapast megi.
En hver sem um ævina einhverju hafði að skarta,
á þó á haustdegi þakklæti ríkast í hjarta.
Sem lauf mun hóglega í húmkyrru falla til svarðar
í hlýju þess faðmlags sem ól hann til skapandi jarðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31