Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2018 „Ég þurfti að gera við rafstreng sem liggur milli lands og Vestmannaeyja þegar myndin var frumsýnd á Skjald- borgarhátíðinni í fyrra, þannig að ég hef ekki séð hana ennþá. Gat ómögulega sagt fólki að ég gæti ekki lagað strenginn vegna þess að ég væri að fara í bíó,“ segir Kjartan Jakob Hauksson, ein af söguhetjunum í heimild- armyndinni Í kjölfar feðranna, sem sýnd verður í tvennu lagi á RÚV, í kvöld og á sunnudaginn kemur. Kjartan var forsprakki hópsins sem réri yfir Norður- Atlantshafið á opnum árabát og freistaði þess að verða fyrstur til að sigla þessa leið án véla eða segla. „Slæmt veður og breytingar í áhöfn gera þessa ferð að hinni mestu eldraun,“ segir í kynningu á myndinni. Kjartan hlakkar til að sjá myndina í sjónvarpinu en framleiðandi er Sagafilm. „Þau eltu okkur út um allan heim og lögðu gríðarlega mikið í gerð myndarinnar. Myndatökumaður kom annað slagið um borð hjá okkur en við tókum líka mikið upp sjálfir, þegar aðstæður leyfðu. Þegar veðrið var sem verst vorum við eðli máls- ins samkvæmt með hugann við annað.“ Hann segir þá félaga hafa haft áhyggjur af því að mynd af þessu tagi gæti ekki orðið skemmtileg; fjórir karlar að róa. „En mér skilst samt að hún sé nú bara ágætlega skemmtileg – alla vega á köflum.“ Ræðararnir fjórir fræknu. Ljósmynd/Ingrid Kuhlmann Var að gera við rafstreng og missti af frumsýningunni RÚV sýnir í kvöld, sunnudagskvöld, fyrri hluta heimildarmyndarinnar Í kjölfar feðranna. Hún fjallar um fjórmenninga sem lögðu upp í svaðilför og réru yfir Norður-Atlantshafið. Sitthvað var í fréttum þennan dag fyrir réttum eitt hundrað árum, mánudaginn 9. septem- ber 1918. Í símskeyti frá Vínar- borg, sem Morgunblaðinu barst, sagði eftirfarandi um stöðuna á ítölsku vígstöðvunum: „Á há- sléttunni hjá Asiago gerðu Frakkar og Ítalir áhlaup eftir ákafa stórskotahríð, en því áhlaupi hrundu hersveitir vorar og biðu óvinirnir mikið mann- tjón. Óvinir þeir, sem komist höfðu í fremstu skotgrafir vorar hjá Sisemont-fjallinu, voru hraktir þaðan með gagn- áhlaupi.“ Hér heima lauk úrslitaknatt- spyrnukappleiknum deginum áður og KR „bar sigur af hólmi – tvo vinninga móti einum. Hlaut það félag því verðlaunagripinn – hið fagra Knattspyrnuhorn Ís- lands.“ Einhver var svo seinheppinn að tapa grárri hryssu úr haga- göngu í Skildinganesi. Finnandi var beðinn að gera aðvart á skrifstofu Morgunblaðsins. Loks mátti lesa þessa „frétt“: „Bifreið fer til Eyrarbakka mið- vikudaginn 11. þ. m. kl. 11 f. h. Nokkrir menn geta fengið far. Uppl. í síma 127.“ GAMLA FRÉTTIN KR vann hornið Gunnar Schram og félagar í KR unnu hið fagra Knattspyrnuhorn Íslands haustið 1918. Um þær mundir var líka hægt að fá far með bíl til Eyrarbakka. Úr bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu ÞRÍFARAR VIKUNNAR Woody Allen leikari og leikstjóri Roni Horn myndlistarmaður Orri Matthías Haraldsson háskólanemiSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ljós og lampar Flos 2097 Gino Sarfatti, 1958 Verð frá 199.000,- Spunlight T2 Sebastian Wrong, 2003 Verð frá 139.000,- Ray F2 Rodolfo Dordoni, 2006 Verð 199.000,- ARCO Led Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 299.000,- Taccia small Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 129.000,- Smithfield S Jasper Morrison, 2009 Verð frá 119.000,- FLOS 265 Paolo Rizzatto 1973 Verð 110.000,- Flos Frisbi Achille Castiglioni 1978 Verð 52.000 Rosy angelis, Philippe Starck 1994 Verð 69.900,- Bonjour Philippe Starck Verð frá 44.800,- MISS K. Philippe Starck 2003 Verð 38.900,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.