Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r 595 1000 nf rir va ra . AÞENA ré ttt ill eið ré tti . v 4 NÆTUR Frá kr. 89.995 21. SEPTEMBER 4 NÆTUR STÖKKTU TIL AÞENU 21. SEPTEMBER aaaa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Boð RÚV til sjálfstæðra framleið- enda og annarra fjölmiðla um að nýta aðstöðu RÚV og tæki er gert í þeim tilgangi að auka enn samstarf milli þessara aðila og bæta nýtingu á góð- um búnaði. RÚV lítur svo á að það falli vel að almannaþjónustuhlutverki RÚV sem lýst er í lögum um Ríkis- útvarpið. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, í sam- tali við Morgunblaðið. Morgunblaðið greindi frá því í fyrradag að GN Studios ehf. hefðu sent Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna gruns um ólögmætar aðgerðir RÚV á samkeppnismarkaði. „Við teljum það vera part af okkar hlutverki sem almannaþjónustumiðill að reyna að skapa aðstæður sem styðja við aðrar menningar- og menntastofnanir, sjálfstæða fram- leiðendur og fjölmiðla,“ segir Magnús að auki. Hann bendir á að samstarfs- verkefnum hafi fjölgað mjög undan- farið, RÚV kaupi meira en áður af sjálfstæðum framleiðendum og margir aðilar hafi þegið að nýta sér stuðning RÚV við sölu efnis á er- lendri grundu. Afmarkað svið í skipulagi RÚV Aðspurður segir Magnús að RÚV- stúdíó sé afmarkað svið í skipulagi RÚV og hafi fyrst og fremst þann til- gang að framleiða efni fyrir RÚV en það sjái einnig um að þjónusta sam- starfsaðila sem kjósa að nýta sér aðstöðuna. RÚV- stúdíó er ekki dótturfélag RÚV en er aðskilið í bókum félagsins á sama hátt og aug- lýsingasala fé- lagsins. Þá segir Magnús að undirbúningur RÚV- stúdíós hafi staðið yfir lengi og það hafi verið kynnt vel í nýrri stefnu RÚV sem opinberuð var í maí 2017 og svo nánar á vef félagsins í vor. „Stefnan var unnin í samráði við fjölda hagaðila og þetta var ein af þeim fjölmörgu ábendingum sem bárust í stefnumótunarvinnunni. Þar var bent á að það gæti bætt hag sjálf- stæðra framleiðenda að koma þessu í fastara form og eftir því hefur verið unnið,“ segir Magnús og heldur áfram: „RÚV er í almannaþágu, í eigu þjóðarinnar, og því teljum við það skyldu okkar að nýta aðstöðu okkar með hag heildarinnar í huga. Við vilj- um jú að hér á landi þrífist fjölbreytt flóra fjölmiðla og sjálfstæðra fram- leiðenda.“ Magnús segir að markmið RÚV sé að bjóða upp á aðstöðu og tækjabún- að á „gagnsæju verði sem er í takt við það sem gerist og gengur. Verðið er birt í verðskrá á vefnum“. Ein af kvörtunum GN Studios er að RÚV virðist bjóða upp á þjón- ustuna á verði „sem erfitt eða ómögu- legt er fyrir einkaaðila að keppa við“. Magnús segir að reynt hafi verið að verðleggja þjónustuna með sann- gjörnum hætti en það hafi stundum torveldað vinnuna að ekkert sam- bærilegt myndver sé á landinu og þegar kemur að tilteknum tækjabún- aði hafi verið erfitt að gera saman- burð við aðra aðila þar sem verðskrár hafi ekki allar verið aðgengilegar. „Við höfum hins vegar ekki nokk- urn áhuga á að bjóða verð sem er undir því sem gerist og gengur. Ef einhver telur að eitthvað megi betur fara í þeim efnum þiggjum við ein- faldlega ábendingar um það með þökkum,“ segir Magnús að lokum. Innan hlutverka og skyldna RÚV  Útvarpsstjóri lítur svo á að einingin RÚV-stúdíó falli undir hlutverk og skyldur RÚV sem fjölmiðla- þjónusta í almannaþágu  Einingin var ekki stofnuð sem dótturfélag  Unnið í samráði við hagaðila Magnús Geir Þórðarson „Þetta er flottasta listaverk sem ég hef séð. Þótt ég eigi fleiri málverk og svona þá er þetta það flottasta,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson og hlær þegar blaðamaður spyr um forsögu hests sem hefur verið kom- ið fyrir á hlaði Laxness. „Ég sá svipaðan hest sem þeir bjuggu til og mér fannst hönnunin og allt saman hið mesta listaverk,“ segir hann. „Á 50 ára afmæli Lax- ness ákváðum við hjónin að kaupa svona hest og gefa okkur og á sama tíma styrkja Ásgarð,“ útskýrir Þór- arinn sem rekur Laxnes hestaleigu ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði Gíslason. „Mér finnst voða gaman að styrkja þetta verkefni hjá strákun- um en svo er hann líka stórglæsi- legur. Það komu hvorki meira né minna en fimm bílar fyrir hádegi bara til þess að taka myndir af hon- um. Allt útlendingar,“ segir Þór- arinn og skellir upp úr. Aðspurður segist hann ekki hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að rukka inn á hlaðið. Listamennirnir sem gerðu hest- inn starfa á handverkstæðinu Ás- garði sem er vinnustaður fyrir fólk með þroskahömlun og voru þeir um tvo mánuði að gera hestinn. Morgunblaðið/RAX Einstakur hestur á Laxnesi Einn af viðburðum Jazzhátíðar Reykjavíkur sem lauk gær var að Guðmundur Steingrímsson, gjarnan nefnd- ur Papa Jazz, var hylltur með þakkargjörð í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Þar lék sveit skipuð landsliði djassara og auðvitað greip Guðmundur rétt sem snöggvast í trommurnar enda vanur maður. Tón- leikar þessir voru lokaviðburður djasshátíðarinnar en hún hefur staðið frá því fyrir helgi. Þakkargjörð til Papa Jazz Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.