Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Veður víða um heim 9.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 11 skýjað Nuuk 5 þoka Þórshöfn 11 rigning Ósló 17 rigning Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 16 léttskýjað Glasgow 14 rigning London 21 skýjað París 28 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 21 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 23 heiðskírt Moskva 20 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 13 skýjað New York 14 rigning Chicago 17 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt  10. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:37 20:13 ÍSAFJÖRÐUR 6:38 20:23 SIGLUFJÖRÐUR 6:20 20:06 DJÚPIVOGUR 6:05 19:44 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Vestlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum, síst SA-til. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast SA-lands. Áfram hægur vindur, væta í öllum landshlutum, einkum síðdegis, og kólnar í veðri. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Vonast er til þess að fyrsti áfangi Lífs- gæðasetursins í St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði verði tekinn í notkun í byrjun næsta árs. Miklar endurbætur standa yfir á St. Jós- efsspítala og ganga afar vel, segir Eva Mich- elsen, verkefnastjóri Lífsgæðasetursins, að- spurð um stöðu mála. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að skipta út yfir 200 gluggum og mun ásýnd spítalans færast í sem næst upprunalegt útlit hússins. Síðasta miðvikudag voru liðin 92 ár frá því að húsið var tekið í notkun. Byrjað var á að skipta um glugga á neðstu hæð hússins og nú standa yfir gluggaskipti á fjórðu hæð. Til stendur að taka fjórðu hæð- ina fyrst í notkun sem og hluta af annarri hæð þar sem inngangurinn er, segir Eva um setrið. „Búið er að teikna upp hurðir í sambæri- legum anda og voru upphaflega á St. Jós- efsspítala, þannig að við erum að vinna áfram í því að koma útlitinu í upprunalegt horf,“ segir Eva í samtali við Morgunblaðið. Fjölmargar umsóknir borist „Við höfum nú þegar fengið þónokkuð af umsóknum um aðstöðu í Lífsgæðasetrinu og erum núna að vinna úr þeim. Við erum ekki byrjuð að tilkynna hvaða aðilar verða hér með sína starfsemi, það gerist síðar með haustinu,“ segir Eva og telur að eftirspurnin um pláss í setrinu muni einungis aukast. Ljóst er að mikill áhugi er á að hefja fjöl- breytta starfsemi á staðnum. Í samtali við Morgunblaðið í maí sl. sagði Eva að í Lífsgæðasetrinu gætu t.d. sjúkra- þjálfarar, jógakennarar, sálfræðingar, leir- listarfólk og myndlistarfólk starfað. Einnig gæti verið heilsuefling fyrir eldri borgara eða aðra sem þyrftu á slíku að halda. Morgunblaðið/Valli Miklum endurbótum á St. Jósefsspítala miðar vel Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Nægt fjármagn er fyrir hendi til þess að dekka þennan kostnað og klára göngin þannig að við fáum þau 30. nóvember, annars hefðum við ekki getað samið um þetta. Það hefði þurfti að vera fyrir atbeina Alþingis ef það þyrfti frekari lánveitingu,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Vaðlaheiðarganga hf., við Morgunblaðið um samkomulag sem Vaðlaheiðargöng hf. og Ósafl sf. staðfestu síðasta föstudag. Samið um verklok og bætur Samkomulagið er um verklok Vaðlaheiðarganga auk uppgjörs og greiðslu bóta til verktakans skv. úr- skurði sáttanefndar sem starfar skv. ákvæðum verksamningsins. Bæt- urnar eiga sér einkum rót í áhrifum af umfangsmeiri jarðhita á ganga- leiðinni en vænst var og námu á verðlagi samningsins 1.379 milljón- um króna. Vaðlaheiðargöng hf. gerði þó ágreining um bótafjárhæðina og áskildi sér rétt, skv. reglum verk- samningsins, til að fara með hann fyrir dómstóla. Að svo stöddu, undir- strikar Hilmar, einbeita sér hins vegar allir að því að vinna saman við það að koma göngunum sem fyrst í gagnið. „Aðilar voru sammála um að setja þau lykilatriði sem þetta samkomu- lag tryggir í feril. Hvað gerist síðan í framhaldinu er ekki hægt að fullyrða neitt um en ég vona að þarna verði komin göng sem menn geta verið stoltir af eftir innan við þrjá mán- uði,“ segir Hilmar. Aðspurður hvort líkur séu á því að félagið þurfi að greiða verktaka meira en samkomulagið segir til um svarar Hilmar að slíkt sé ekki hægt að útiloka. „Alveg eins og það er ekki hægt að útiloka að við munum eiga rétt á einhverju til baka.“ Núverandi fjármagn nægir fyrir lokavinnu og bótagreiðslu  Allur kraftur er settur í að ljúka við gerð Vaðlaheiðarganga fyrir 1. desember Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skil Til stendur að opna göngin fyrir almennri umferð hinn 1. desember. Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt samning við AFA JCDecaux Ísland ehf. um áframhaldandi rekstur strætóskýla í bænum og auglýsingar. Samningurinn er til tæplega tveggja ára og verður sá tími notaður til að afla upplýsinga um þróun og fyrirkomulag strætó- skýla hérlendis og erlendis og und- irbúa útboð rekstursins. Reykjavíkurborg hefur samið við fyrirtækið Dengsa ehf. um uppsetn- ingu og rekstur fjölda biðskýla í borginni, að undangengnu útboði. AFA JCDDecaux, sem rekið hefur skýlin í tuttugu ár, tók ekki þátt í útboðinu. Garðabær og Hafnar- fjarðarbær hafa framlengt samn- inga við AFA JCDecaux til lengri tíma. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir áhugavert að sjá hvernig nýtt fyrirkomulag komi út hjá Reykja- víkurborg. Tíminn verði nýttur til að fylgjast með því og til að kynna sér þróun strætóskýla erlendis með tilliti til nýrrar upplýsingatækni. helgi@mbl.is Undirbúa útboð á strætóbiðskýlum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.