Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf segir Ásta m.a. hægt að freista þess að hefja nám við japanskan háskóla eða sækja um atvinnuleyfi eftir hefðbundnum leiðum. Ásta starfaði sjálf í Japan í um þrjú ár og væntir þess að margir vilji nýta sér þá möguleika sem nýja samkomulagið veitir: „Mikill áhugi er á Japan hér á landi; jap- anska er næstvinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Há- skóla Íslands og margir íslenskir námsmenn sækja skiptinám í Jap- an.“ Ásta bendir á að samkomulag japanskra og íslenskra stjórnvalda skapi líka tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og vafalítið sé t.d. þörf fyrir starfskrafta ungra Japana í ferðaþjónustunni. „Mikill vöxtur hefur verið í komum japanskra ferðamanna til landsins og til mik- ils að vinna að taka vel á móti þessum gestum. Þá getur verið mikill fengur í að fá Japani til starfa enda eru þeir þekktir fyrir að veita almennt framúrskarandi þjónustu, sýna skipulagshæfni og röggsemi.“ Vantar fólk á Ólympíuleika Árni Alvar Arason, fram- kvæmdastjóri Össurar á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu, vonast til að fyrirtækið geti, þökk sé nýju árit- uninni, ráðið íslensk ungmenni til að sinna tímabundnum störfum í tengslum við Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Japan árið 2020. „Þessi nýi samningur felur í sér stórt tæki- færi fyrir ungt íslenskt fólk til að upplifa það að vinna í nýju um- hverfi, öðlast alþjóðlega reynslu og kynnast nýju tungumáli og menn- ingarheimi,“ segir hann. „Samn- ingurinn veitir líka íslenskum fyr- irtækjum möguleika á að senda ungt fólk til Japans á vegum fyr- irtækisins til að sinna ýmiss konar verkefnum í lengri eða skemmri tíma án þess að þurfa að ganga í gegnum flókið umsóknarferli.“ Íslensk ungmenni mega vinna í Japan  Með nýrri vegabréfsáritun eiga Íslendingar á aldrinum 18-26 ára þess kost að starfa löglega í Japan í allt að 12 mánuði  Áritunin opnar líka dyrnar fyrir unga Japani sem vilja koma til Íslands að vinna AFP Töfrar Prúðbúnar konur ganga um götur Asakusa-hverfis í Tókýó. Í fyrstu munu Japan og Ísland hvort um sig gefa út þrjátíu skammtímaatvinnuleyfi fyrir ungmenni ár hvert. Greina má mikinn Japansáhuga hjá íslensku skólafólki. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í byrjun þessa mánaðar tók gildi nýtt samkomulag sem kveður á um gagnkvæm atvinnuréttindi ungs fólks frá Íslandi og Japan. Íslendingar á aldrinum 18-26 ára geta nú sótt um sérstaka vega- bréfsáritun sem leyfir þeim að bæði búa og starfa í Japan í allt að eitt ár. Ásta Sigríður Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands, segir Japan hafa gert sams konar samkomulag við fjölda ann- arra Evrópulanda og um sé að ræða sniðuga leið fyrir ungt fólk til að kynnast japönsku samfélagi samhliða því að öðlast verðmæta starfsreynslu. „Tiltölulega auðvelt er að fá þetta dvalar- og atvinnu- leyfi en umsækjandi þarf m.a. að geta sýnt fram á að hann geti séð sér farborða og vera með sjúkra- tryggingu sem gildir út dvalartím- ann,“ útskýrir Ásta og bætir við að fyrsta árið muni hvort land fyrir sig gefa að hámarki út þrjátíu dvalarleyfi af þessu tagi. Japanska vinsæl í HÍ Með nýju vegabréfsáritunina upp á vasann geta íslensk ung- menni t.d. tekið að sér þjónustu- störf, s.s. á hótelum og kaffihúsum en atvinnutilboð þarf ekki að vera fyrirliggjandi þegar sótt er um áritunina. Vilji fólk lengja dvölina Ásta S. Fjeldsted Árni Alvar Arason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.