Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 21
ur. Hann var ávallt úrræðagóður, greindur og skemmtilegur. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu ár var stutt í gamansemina hjá honum. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Kristín þeim Ínu, Örnu Björk, Halli, Sigurveigu og fjölskyldum. Blessuð sé minning Halldórs Skaftasonar. Trausti Víglundsson. Elsku afi minn er fallinn frá. Það hefur verið erfitt að melta þá staðreynd að hann sé í raun og veru farinn frá okkur. Ýmsar minningar um hann hafa leitað á huga minn síðustu vikur. Ég man þegar við heimsóttum ömmu og afa í bústaðinn á Þingvöllum á sumrin og fórum með afa niður að vatninu að veiða. Það þótti mér mjög skemmtilegt en afi ent- ist hins vegar yfirleitt mun leng- ur við ána en ég, barnabarnið. Hann var þrjóskur og gafst ekki auðveldlega upp á fiskinum. Ég man eftir að hafa velt því fyrir mér eitt sinn hvort hann myndi einhvern tímann samþykkja að fara til baka. Afi veiddi meðal annars í Ölf- usá á Selfossi, ýmist neðar í göt- unni heima eða fyrir ofan hverfið okkar. Ég kíkti stundum á hann og fékk jafnvel að leysa hann af við stöngina. Eitt sinn beit lax á agnið á meðan ég stóð vaktina. Afi hafði að vísu kastað út en ég nýtti tækifærið og gerði grín að honum fyrir að standa við ána all- an daginn án árangurs þegar það hefði bara tekið mig örfáar mín- útur að ná í lax. Hann hafði húm- or fyrir því og leyfði mér að taka fullan heiður af fengnum. Við afi áttum líka góðar stund- ir við spilamennsku og líkt og í veiðinni hafði hann meira úthald á þeim vettvangi en flestir aðrir. Við fjölskyldan tókum jafnvel vaktir við að spila við hann, vor- um fimm í fjögurra manna kana og skiptum út þreyttum leik- mönnum. Hann var með mikið keppnisskap og spilaði til sigurs. Í þeim anda kepptist hann gjarn- an um að vera með hæstu sögn- ina og stóð svo ýmist eða féll með því – og tók þá meðspilarana með sér. Afi sýndi okkur barnabörnun- um ávallt mikla hlýju og vænt- umþykju. Hann lét sig okkur varða, sýndi áhuga á því sem tók- um okkur fyrir hendur í lífinu og hvatti okkur áfram. Hann var mikill og einlægur stuðningsmað- ur okkar allra. Það er dýrmætt að hafa átt þannig afa. Það er sárt og erfitt að kveðja en minn- ingarnar ylja í sorginni. Megi elsku afi minn hvíla í friði. Esther Hallsdóttir. Ekkert líf án dauða, enginn dauði án lífs. Þessi orð koma allt- af upp í huga mér á tímamótum þegar einhver nákominn mér fellur frá. Sú varð og raunin þeg- ar ég fékk þær fréttir að Halldór vinur minn væri látinn. Við Halldór kynntumst í Frímúrarareglunni á 8. áratug seinustu aldar. Það var eins og tveir samstilltir hugir hefðu loks fundist! Við smullum saman og urðum vinir! Hann var eins og ég hafði alltaf óskað mér vini mína: Kraftmikill, stefnufastur, kapp- samur, en fyrst og síðast traust- ur! Við tókum að okkur ýmis verkefni fyrir regluna okkar og leiddum þau saman til lykta. Það var auðvelt að kynda kraftinn í vini mínum, skipuleggja mann- fagnaði, veisluhöld. Þar var Hall- dór á heimavelli, enda vanur því að tengja menn saman, stýra og stjórna að sameiginlegu marki. Ungur lærði hann til þjóns og kunni þá list að taka á móti fólki og stýra borðhaldi af sannri fag- mennsku. Hann hafði um árabil unnið á Hótel Sögu og stjórnað þar mannamótum, smáum sem stórum. Kóngar, forsetar og fyr- irmenni sem lögðu leið sína til landsins sátu veislur hjá Halldóri vini mínum og fóru glaðir frá borði! Frá Sögu lá leið Halldórs í Perluna, sem þá var að rísa upp úr Öskjuhlíðinni sem eftirsótt borgarprýði. Þar var m.a. opnað veitingahús sem var einstakt í hönnun og bauð upp á veitingar og viðgjörning í sama gæða- flokki. Halldór var fenginn til þess að stýra veitingastaðnum og afla honum orðstírs, sem dró fljótt að gesti sem gangandi! Loks starfaði Halldór á Grand Hótel, þar sem staðurinn naut fagmennsku hans og fimi í mann- legum samskiptum seinustu starfsár hans. Reynsla Halldórs í veitinga- rekstri reyndist okkur vinum vel þegar leiðir lágu saman á hálfn- uðu æviskeiði beggja. Þá áttum við önnur sameiginleg áhugamál, svo sem veiðiskap og ferðalög. Við hjónin ferðuðumst á erlendri grundu með Halldóri og eigin- konu hans Ínu og áttum ánægju- stundir með þeim m.a. í sum- arbústað þeirra við Þing- vallavatn. Þá kynntumst við börnum þeirra og fengum hlut- deild í lífi og starfi fjölskyldunn- ar. Öll þau kynni skilja eftir ljúf- sárar minningar sem leita nú á hugann. Halldór var skákmaður góður, bridsspilari og bókaormur sem drakk í sig sögulegan fróð- leik, innlendan sem erlendan. Á yngri árum var hann liðtækur í fótboltanum og var mikill Vals- ari. Við Halldór vorum báðir við- staddir útför góðs vinar og félaga um miðjan ágústmánuð. Heilsu hans hafði þá hrakað svo mjög að hann hélt beint á sjúkrahús að at- höfn lokinni þar sem hann lést eftir stutta sjúkdómslegu. Þar eð leið mín lá sömu leið og vinar míns fáeinum dögum síðar, mun hugur minn fylgja Halldóri sein- asta spölinn af sjúkrabeði. Að leiðarlokum er þakklæti mér efst í huga, þakklæti fyrir að fá að kynnast þeim öðlingsmanni, sem Halldór Skaftason var. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að varðveita þig að eilífu. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina, kæri vinur! Ínu og börnunum sendum við hjón inni- legustu samúðarkveðjur. Björn Kristmundsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 21 Fundir/Mannfagnaðir AUKA AÐALFUNDUR KRÝSUVÍKURSAMTAKANNA 2018 Haldinn í Samfylkingarsalnum að Strandgötu 43, Hafnarfirði, miðvikudaginn 26.september 2018. kl.18.00. DAGSKRÁ  1. Stjórnarkjör  2. Önnur mál Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn. Bingó kl. 13.00. Myndlist kl. 13.00. Sundleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15.00. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Félagsstarfið hefst miðvikudaginn 12. september með haustferð, nánari upplýsingar og skráning er hjá Hólmfríði djákna í sima 5538500. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09.30-16.00. Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15.15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Liðstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.00. Bridge í Jónshúsi kl. 13.00. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13.00 – 16.00 allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl: 16.15 Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl 08.30-16.00. Útskurður m/leiðb. kl. 09.00-16.00. Leikfimi maríu kl. 10.00-10.45. Leikfimi Helgu Ben 11.00-11.30. Qigong 10.30-11.30. Kóræfing kl. 13.00-15.00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Postulíns- málun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9 og aftur kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, frjáls spilamenn- ska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-12, línudansnámskeið kl.10, ganga kl.10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13, síðdegiskaffi kl. 14:30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790 Korpúlfar Ganga frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 í dag, félagsvist í Borgum kl. 13.00 og prjónað til góðs í Listasmiðju í Borgum frá kl. 13.00 í dag. Skráning í leikhúsferð og fleira. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45,upplestur kl.11,trésmiðja kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14,bíó á 2.hæð kl.15.30.Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl.9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum Skólabraut kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir báða hópanna. Bókmenntahópur hefst 27.september kl. 14.00 leiðbeinandi Jónína Guðmundsdóttir skráning hafin upplýsingar í s. 588-2111. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Smá- og raðauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is tæpt að komast af stað út á flugvöll á réttum tíma með allt hafurtaskið. En safnarinn hélt líka vel utan um sína hluti, skrifaði nákvæmar upplýsingar aftan á ljósmyndir, geymdi sitt stóra bréfasafn vel og varðveitti ýmis gögn fyrir hönd skóla- systra sinna á Kvennaskólanum á Blönduósi. Einhverjir eiga ef- laust eftir að meta það þegar fram líða stundir. En mér er líklega best að játa það að ég lærði ekki strax að meta Rósu Ben. Þegar sam- an komu tvær konur með mikið skap og fljótar að svara fyrir sig, önnur ung og vitlaus en hin lífsreynd og öllu vön, gat neist- að á milli. Hinsvegar studdi hún okkur Jóhönnu alltaf með ráð- um og dáð og elsku sinni, líka á þeim tímum þegar ekki var sjálfgefið að tvær stelpur gætu orðið hjón. Alltaf var mamma Rósa á sínum stað. Og fátt þótti mér dýrmætara en þegar hún sagði fólkinu á Hrafnistu að hún „ætti mig líka“. Þá hlýnaði stelpusmiðnum í hjartanu. Það var sárara en orð fá lýst að fylgja Rósu inn í óöryggi heilabilunar og þurfa að taka ákvarðanir fyrir hennar hönd sem voru sumar hverjar mjög erfiðar. Ég vil hér sérstaklega þakka starfsfólki Hrafnistu fyr- ir hlýtt og manneskjulegt um- hverfi og natni við Rósu. Hvernig hún fékk að halda reisn sinni, alltaf með stálvilj- ann að vopni, þó að stjórntækin væru að mestu horfin úr hönd- um hennar. Ég er ríkari eftir samfylgd- ina við Rósu Ben og eftir stend- ur minningin um sterka, heila og góða konu. Minni elskulegu fyrrverandi eiginkonu, Jóhönnu Björgu, færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Lana Kolbrún Eddudóttir. Ellu á Reykjum sá ég fyrst þegar ég lá á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Þá var komið með inn á stofuna unga gullfallega stúlku sem, eins og ég, hafði fall- ið af hestbaki og slasast, þetta voru mín fyrstu kynni af Ellu. Síðan liðu árin og fylgdist ég með Ellu úr fjarlægð. Það var svo þegar þau fóru að draga sig saman Ella og Jón frændi minn að kynni tókust að nýju hjá okk- ur. Leiðir Jóns og Ellu skildi síð- ar. Ég held að brautin hennar Ellu hafi ekki alltaf verið greið, en hún vann vel úr sínum málum og stóð sig eins og hetja. Ella var vel liðin í vinnu, dugnaðarforkur og samviskusöm. Þegar Ella greindist með krabbamein fannst mér hún taka því með einstöku æðruleysi þrátt fyrir erfiðan tíma kvartaði hún ekki, hún ætlaði sér að sigrast á þessum vágesti og hélt alla tíð sinni reisn. Það komu góðir tímar og þá ríkti bjartsýni. Svo gat syrt að aftur. Síðustu mánuðir og vikur voru erfiðir tímar og varð Ella að lok- um að láta undan. Ella lést á Heilbrigðisstofnun- Elín Helga Blöndal Sigurjónsdóttir ✝ Elín HelgaBlöndal Sig- urjónsdóttir fædd- ist 13. ágúst 1961. Hún lést 18. ágúst 2018. Útför Elínar Helgu fór fram 3. september 2018. inni á Sauðárkróki laugardaginn 18. ágúst. Ella eignaðist fjögur börn, Jóhann- es, Dag, Kristínu Rós og Ingigerði, votta ég þeim mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau og styðja. Samúðar- kveðjur til systkina og aldraðrar móður sem dvelur á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðm.) Ég þakka Ellu góð kynni og vináttu og geymi minningu um góða vinkonu. Útför Ellu var gerð frá Reykja- kirkju mánudaginn 3. september sl. og hún lögð til hinstu hvílu þar í mold. Nú er Ella komin aftur heim á staðinn sem hún elskaði, sem henni þótti svo vænt um og barðist fyrir. Sigrún Aadnegard. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.