Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 22

Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Dagný Þórólfsdóttir viðskiptafræðingur á 60 ára afmæli í dag.Hún starfar í fjárstýringu hjá Íslandspósti og hefur unniðþar frá 2001. „Starf mitt felst m.a. í innheimtu á erlenda póstinum, bæði þeim sem við sendum frá okkur og þeim sem við fáum til okkar. Það hefur orðið mikil aukning á rúmfrekum bréfum til landsins, svokölluðum Kínasend- ingum. Fólk er að duglegt að panta sjálft vörur frá Kína og sér Póst- urinn um að koma þeim varningi til skila.“ Dagný spilar golf með Golfklúbbi Mosfellsbæjar og syngur í Kvenna- kór Kópavogs. „Ég er búin að vera með golfbakteríuna í einhver fimm- tán ár og stunda það grimmt á sumrin. Svo hef ég fengið að vera með öldungasveitinni í golf- klúbbnum og hef aðgang að kenn- ara frá janúar og fram á sumar sem hefur gefið mér mikið. Maður undirbýr sig þannig fyrir sumarið. Ég ætla að fara með fjölskyld- unni utan um næstu jól og áramót að spila golf, maðurinn minn varð sextugur í desember og eldri dótt- irin verður þrítug í nóvember og til að fagna þeim tímamótum ætlum við að eiga góðar stundir saman á Flórída. Við fórum í fyrsta sinn í vor í skipulagða golfferð, hún var á Spáni, en áður höfum við farið í sólarlandaferðir og tekið golfsettið með og spilað nokkra hringi.“ Dagný er með 17,9 í forgjöf. „Hún hefur farið hækkandi tvö ár í röð en ég bíð spennt eftir því að hún lækki á ný.“ Kórstarfið er nýhafið eftir sumarfrí en búnar eru þrjár æfingar það sem af er vetri og er kórinn kominn með nýjan kórstjóra, Keith Reed. „Hann er mjög skemmtilegur og þetta lofar góðu. Það verða áherslubreytingar sem er mikið tilhlökkunarefni því þá lærir maður eitthvað nýtt. Þetta er afskaplega skemmtilegur kór og yndislegar konur í honum, það er mikið brallað saman fyrir utan sönginn, en söngurinn er samt aðalatriðið.“ Eiginmaður Dagnýjar er Kristinn Már Karlsson, en hann starfar á útleigusviði Fasteignafélagsins Eikar. Þau eiga tvær dætur, Val- gerði 29 ára og Unni Ósk 24 ára, en fyrir átti Kristinn Már soninn Hlyn sem er 39 ára. Barnabörnin eru Viggo Brim, Pétur Kormákur og Levi Arthur. Dagný var með dömuboð á laugardaginn í tilefni afmælisins og fer út að borða með fjölskyldunni í kvöld. Ístúr Þeir eru vinsælir hjá fjölskyldunni. Kórstarfið nýhafið og lofar góðu Dagný Þórólfsdóttir er sextug í dag Þ órunn Lárusdóttir fædd- ist í Bæ í Kjós 10.9. 1928. Hún flutti tveggja ára með foreldrum sínum í Káranes í Kjós, ólst þar upp, var í farskóla í sveitinni, stund- aði síðan nám við Kennaraskóla Ís- lands og lauk kennaraprófi vorið 1948. „Farskólinn var á tveimur bæjum í sveitinni og ég þurfti að ganga í klukkustund í skólann og aðra til baka. Skólinn var nú bara hálfan mánuð í einu en þá kom annar nem- endahópur og okkur var sett fyrir heimanám. En þetta gekk bara vel og ég fékk yfir níu í meðaleinkunn.“ Þórunn stundaði verslunar-, skrif- stofu- og húsmóðurstörf til 1976 og var framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands 1976-89. Þá minnkaði hún við sig vinnu og var starfsmaður í Þórunn Lárusdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri FÍ – 90 ára Þórunn og systkini Efri röð: Pétur, Magnús, Valgeir og Jón. Í neðri röð: Ólafía, Þórunn, Halldóra og Svanhildur. Hún gaf gönguleiðinni „Laugavegur“ nafnið Slakað á heima í stofu Þórunn er samt alltaf að. Nú er hún á fullu að binda inn Árbækur Ferðafélags Íslands fyrir félagið og sjálfa sig, 90 bindi. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Harry Ingvi Victorsson fæddist 25. febrúar 2018. Hann var 3.045 g að þyngd og 49 cm að lengd. Foreldrar hans eru María Ósk Ingva- dóttir og Victor Pétur Ólafsson. Nýir borgarar Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.