Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þið ættuð að drífa ykkur út og hreyfa
ykkur svolítið því kyrrsetan er óholl. Varastu
að dæma aðra.
20. apríl - 20. maí
Naut Horfur á framabraut eru einstaklega
góðar á þessu ári. Hlustaðu á ábendingar um
það hvernig þú getur hagrætt í vinnunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er engin ástæða til þess að fela
allar sínar tilfinningar. Ástarsamband rennur
út í sandinn. Skelltu þér í ferðalag ef þú get-
ur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það má ýmislegt gera sér til dægra-
dvalar án þess að það kosti mikið. Þú verður
spurð/ur spjörunum úr varðandi hugmynd
sem þú kastar fram, undirbúðu þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu varlega núna, tilfinningasemin er
allsráðandi og auðvelt að lenda í rimmu.
Reyndu að sjá það jákvæða í öllum að-
stæðum. Aðrir sjá að þú hittir naglann á höf-
uðið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er betra að eiga sér góðan trún-
aðarvin en byrgja allt innra með sér, því það
getur verið skaðlegt. Gakktu hægt um gleð-
innar dyr.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem lík-
amlega og mátt ekki láta neitt verða til að
trufla það. Brettu nú upp ermarnar og láttu
sem flesta heyra frá þér í síma eða með
tölvupósti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu ekkert verða til þess að þú
standir ekki við áætlun þína varðandi fjár-
haginn. Fáðu vin þinn í lið með þér því betur
sjá augu en auga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim-
inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta.
Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu ekki
því heilladísirnar vaka yfir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að líta málin raunsæjum
augum, þótt margt skemmtilegt geti borið
fyrir, þegar ævintýragleraugun eru sett upp.
Seinni partinn gerist eitthvað skrýtið og
skemmtilegt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert gaman að keppa við
einhvern sem maður getur unnið auðveld-
lega. Farðu varlega í umferðinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er góður dagur til að líta inn á
við og reyna að skilja sjálfa/n þig betur.
Mundu að maki þinn er mannlegur rétt eins
og þú og hann les ekki hugsanir.
Það þótti góður fréttamatur þeg-ar séra Hjálmar Jónsson fór í
þriðja skipti holu í höggi, þessi
prúði golfleikari, og þakkaði ekki
snilli sinni en þótti sem honum hefði
tekist þetta með guðs hjálp. Þór-
arinn Eldjárn orti „Nýhent“:
Margt er hér að skýra og úr að skera.
Skulu þar um bálkar ortir vera – (sálmar),
að ekkert brýnna hafi guð að gera
en golfkúlum að dúndra fyrir séra –
(Hjálmar)?
Eins og rímfræðingar vita telst
Sigurður Breiðfjörð með réttu höf-
undur nýhendunnar; „og flesta
braghætti, sem nú eru til undir
henni, hefur hann fyrstur fundið og
ort. Er hún því oft og nefnd Sigurð-
arbragur,“ segir síra Helgi Sig-
urðsson í Bragfræði sinni og til-
færir m.a. þessa vísu eftir Sigurð úr
„Aristómenesar rímum og Georgs“:
Þú skalt líða heimskra háð,
hógvær allar deilur sefa,
þú skalt hlýða, ef heilla ráð
hygginn maður vill þér gefa.
Ég bað Sveinbjörn á Draghálsi
einhverju sinni að útskýra fyrir
mér nýhendu. Hann fór létt með
það og kvað þessa ferskeytlu:
Bagar angur bragargang
brims ég stangast vési
blæinn stranga fæ í fang
fram af Langanesi.
Sem hann síðan breytti í nýhendu
með því að skjóta inn tvílið í aðra
og fjórðu hendingu:
Bagar angur bragargang
brims ég stangast hörðu vési
blæinn stranga fæ í fang
fram af langa Jóhannesi.
Sigurlín Hermannsdóttir segir
frá því á Boðnarmiði að í haustferð
Iðunnar um Njáluslóðir hafi leið-
sögumaður sagt bílastjóra til um
hraða rútunnar eftir því sem frá-
sögn vatt fram og með tilliti til þess
hversu holóttur vegurinn var:
Njála á sér ótal lög,
einna best þó munum
að helgisögnin háð var mjög
hraðatakmörkunum.
Ekki gat hjá því farið að Reykja-
víkurmaraþonið yrði hagyrðingum
að yrkisefni: „Brautin of stutt – 213
m!“ Magnús Halldórsson yrkir:
Metin reynt við margur getur,
mun hér eygja nýja von,
en fyrsti apríl færi betur,
fyrir „svona“ maraþon.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nýhenda, hraðatakmark-
anir og maraþon
„GETURÐU EKKI SETIÐ KJURR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að búa til
leikmyndina fyrir
leikhúshópinn hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MJÁ,
MJÁ,
MJÁ,
MJÁ
NEI, ÉG VIL
EKKI KAUPA
GÚMMÍMÚS
SÍMASÖLUMAÐUR
VÁ! TUTTUGUOGSJÖ
ÁR SAMAN!
ÉG GÆTI EKKI
VERIÐ GLAÐARI!
NEMA HRÓLFUR SÉ TILBÚINN AÐ
LEYFA MÉR AÐ FARA!
Ó,
ÞÚ!
Drottinn er góður, miskunn hans var-
ir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til
kyns
(Sálmarnir 100.5)
Ísafjörður var eitt sinn höfuðborgtogaraútgerðar á Íslandi; sjórinn
var fullur af fiski og menn máttu
fiska eins og þeir vildu. Svo breytt-
ust aðstæður og veiðinni voru tak-
mörk sett. Það leiddi til margvís-
legra breytinga fyrir vestan, svo
sem að Guggan gula sigldi burt.
Fólkinu fækkaði og atvinnuhættir
breyttust. Margt nýtt hefur komið í
stað þess sem var og áfram hefur
kaupstaðurinn við Skutulsfjörð yfir
sér blæ stórborgar, þótt þar búi í
dag aðeins 2.600 manns. Þar er nær
tugur matsölustaða, allar helstu
þjónustustofnanir, stór farþegaskip
koma þangað í tugatali yfir sumarið
og túristar spóka sig um, reyndar
við misjafnlega jákvæðar undir-
tektir bæjarbúa. Á eyrinni sem
byggðin stendur á er svo alveg ein-
stakt gallerí í húsagerðarlist; stjórn-
sýsluhús sem minnir á fjöllin sem
bærinn er umluktur, og Lands-
bankahúsið er í sama stíl og aðal-
bankinn fyrir sunnan. Og það er
menningarleg reisn yfir því að bóka-
safnið skuli vera í glæsilegasta húsi
bæjarins, gamla sjúkrahúsinu.
x x x
Fyrir nokkrum misserum var Eyr-arbakki skilgreindur sem vernd-
arsvæði í byggð eins og það er kall-
að. Í því felst að halda skal í gömlu
bæjarmyndina, það er húsin í þorp-
inu sem mörg voru byggð í kringum
aldamótin 1900 og sum jafnvel fyrr.
Þar er nærtækt að nefna Húsið,
íverustað dönsku Eyrarbakkakaup-
mannanna, sem byggt var síðast á
18. öldinni en þar er nú sýningar-
aðstaða Byggðasafns Árnesinga. Sú
var raunar tíðin að flest vötn féllu til
Eyrarbakka, sem var helsti versl-
unarstaður Sunnlendinga og þar
margvísleg menningarleg starfsemi
sem munaði um. Halldór Laxness
sat löngum stundum á Eyrarbakka
og skrifaði skáldverk og margir
fleiri listamenn hafa raunar stungið
niður staf sínum í byggðinni við
ströndina. Í jaðri þorpsins í afgirtri
veröld eigin lögmála er svo fangelsið
á Litla-Hrauni; bygging sem sak-
lausu fólki stendur lúmskur stuggur
af – enda á refsing jafnhliða betrun
jafnan að fela í sér nokkurn fæling-
armátt. vikverji@mbl.is
Víkverji