Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 32
Fyrsta Ljóðakaffi Borgarbókasafns- ins fer fram á miðvikudag kl. 20. Sex ung og upprennandi skáld, svo- kölluð Svikaskáld, koma í heimsókn í safnið í Gerðubergi og lesa upp úr verkum sínum og fjalla um skrif sín. Svikaskáldin eru Fríða Ísberg, Mel- korka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Más- dóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þór- dís Helgadóttir. Svikaskáld í Ljóðakaffi MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr. Óvænt úrslit urðu í 1. umferð Olís- deildar karla í handknattleik sem hófst í gær. Gróttumenn gerðu jafn- tefli gegn Íslands- og bikarmeist- urum ÍBV í Vestmannaeyjum og Framarar náðu stigi gegn Vals- mönnum í Safamýri. Í Garðabænum var hins vegar ójafn leikur en Aftur- elding vann þægilegan sigur á Stjörnumönnum. »2 Óvænt úrslit í fyrstu umferðinni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Þetta var ólíkt því sem við höfum séð í flestum undanförnum leikjum. Leikmenn voru andlausir og ólíkir sér,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga, í samtali við Morg- unblaðið þegar leitað var eftir við- brögðum hans eftir 6:0-tap ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Svisslendingum í Þjóðadeild UEFA í St. Gallen á laugardaginn. Íslendingar mæta Belgum í sömu keppni á Laug- ardalsvell- inum ann- að kvöld. »1 Leikmenn voru and- lausir og ólíkir sér Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@gmail.com Safaspæta, komin alla leið frá Norð- ur-Ameríku, hefur undanfarnar vik- ur og jafnvel mánuði verið í heim- sókn við Apavatn. Þetta mun vera kvenfugl, a.m.k. ársgamall. Um- merki eftir hann sáust í byrjun ágúst en menn náðu ekki að berja hann augum fyrr en um þremur vikum síðar. Er þarna um afar sjaldgæfa fugla- tegund að ræða sem einungis hafði tvisvar áður fundist hér á landi, þ.e. í júní árið 1961 við Fagurhólsmýri í Öræfum og í október árið 2007 á Sel- fossi. Er þetta jafnframt sjötta til- vikið fyrir Evrópu. Fræðiheitið er Sphyrapicus varius. Safaspæta verpir í laufskógum í suðurhluta Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna en vetrarstöðvarnar eru í mið- og suðurríkjum Banda- ríkjanna, í Mið-Ameríku og á eyjum í Karíbahafi. Fartími á haustin stendur yfir á tímabilinu frá seinni hluta ágúst til loka október, en á vor- in frá seinni hluta mars og fram eftir maí; líklegt þykir að í vor hafi ein- hver haustlægðin gripið spætuna og fært hingað yfir. Safaspæta er á stærð við skógar- þröst, 18-22 cm á lengd, 43-55 g að þyngd og með 34-40 cm vænghaf, að mestu svört og hvít, en bringa oft gulleit og af því ber hún nafn á ensku, er kölluð Yellow-bellied sap- sucker. Bæði kyn eru þar að auki í fullorðinsbúningi rauð á enni og ofan á höfði og karlfuglarnir jafnframt framan á hálsinum. Heggur göt á trjábörk Safaspæta heggur lítil göt í trjá- börk og eftir nokkurn tíma, þegar safi eða kvoða hefur myndast í þeim, kemur hún og drekkur eða étur afraksturinn. Hún er með virkar holur í nokkrum trjám á sama tíma og fer, eftir að hafa tæmt á einum stað, yfir á annað; á meðan safnast í nýtæmdu holurnar sem eru þá heim- sóttar fljótlega aftur. Jafnframt tek- ur hún skordýr sem í vökvann sækja eða eru annars staðar á stofnum trjánna, og einnig ber og ávexti. Göt á 1.000 trjátegundum Erlendis eru birki og hlynur vin- sælustu matarkistur þessarar um- ræddu spætutegundar en göt hafa þó fundist á yfir 1.000 trjátegundum. Á Íslandi hefur hún m.a. sést gogga í álm, birki, elri, lerki, selju og ösp. Nú þegar haustmánuður er innan seilingar og aðrir kaldari eftir það hafa fuglaáhugamenn í hyggju að setja hnetusmjör, banana og tólg á valda staði á núverandi landsvæði safaspætunnar, í þeirri von að hún nái að lifa til vors og svo áfram. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Safaspætan í aksjón Þetta mun vera kvenfugl, a.m.k. ársgamall. Myndin var tekin við Apavatn 2. september. Sjaldséð safaspæta heimsækir Ísland  Heggur lítil göt á trjábörk og safnar safa og skordýrum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.