Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Veður víða um heim 25.9., kl. 18.00
Reykjavík 6 skúrir
Bolungarvík 5 alskýjað
Akureyri 7 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 léttskýjað
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 10 léttskýjað
Lúxemborg 14 heiðskírt
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 13 rigning
London 16 heiðskírt
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 13 skýjað
Berlín 14 heiðskírt
Vín 12 léttskýjað
Moskva 8 rigning
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 19 skýjað
Winnipeg 8 léttskýjað
Montreal 10 rigning
New York 18 rigning
Chicago 23 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
26. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:23 19:16
ÍSAFJÖRÐUR 7:28 19:21
SIGLUFJÖRÐUR 7:11 19:04
DJÚPIVOGUR 6:53 18:46
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Vestlæg átt, 5-10 m/s, og bjartviðri
suðaustan- og austanlands, annars skýjað og skúrir
eða él. Hiti 2-8 stig. Á föstudag Hvöss suðvestanátt
með rigningu, talsverð úrkoma syðra og vestra.
Vestlæg átt, 3-10 m/s, en yfirleitt hægari austlæg eða breytileg átt um landið norðanvert. Víða
bjartviðri austanlands, annars skúrir eða slydduél. Hiti 2 til 8 stig.
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Hindberjajógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Heiðursborgarar Reykjavíkur, þau
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, Þorgerður Ingólfs-
dóttir, tónlistarfrömuður og kór-
stjóri, og Friðrik Ólafsson, fyrrver-
andi skrifstofustjóri Alþingis,
gengu í gær á fund Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra og Þórdísar
Lóu Þórhallsdóttur, formanns
borgarráðs, og afhentu þeim áskor-
un um að látið verði þegar af
áformum um nýbyggingu, sem fyr-
irhugað er að rísi í Víkurgarði, hin-
um forna kirkjugarði Reykvíkinga.
Skipst var á skoðunum um málið en
framkvæmdir í garðinum eru þeg-
ar hafnar. Þar á að rísa hótel sem
tengt verður gamla Landsímahús-
inu við Thorvaldsensstræti. Með
heiðursborgurunum í för til að
styðja erindið voru nokkrir rót-
grónir Reykvíkingar, margir þjóð-
kunnir.
Í dag kl. 9.30 munu frú Vigdís og
Friðrik ennfremur eiga fund með
Sigríði Á. Andersen dómsmála-
ráðherra á Sölvhólsgötu 7. Þau
munu kynna þá skoðun að fyrir-
huguð nýbygging í hinum forna
kirkjugarði samræmist ekki gild-
andi lögum um kirkjugarða og
byggingarleyfi borgaryfirvalda
hafi því enga lagastoð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vilja
vernda
Víkurgarð
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég fékk þessa skýrslu um það
leyti sem starfsstjórnin tók til
starfa. Í henni komu fram margar
ágætar ábendingar um umhverfi
og rekstur Samgöngustofu sem ég
ætlaði að láta halda áfram vinnu
með. Það náðist að koma einhverju
af stað, eins og rafrænum skrán-
ingum bíla en annað þurfti að kafa
dýpra í,“ segir Jón Gunnarsson, al-
þingismaður og fyrrverandi sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Morgunblaðið greindi í gær frá
vinnu starfshóps sem Jón skipaði á
ráðherratíð sinni til að greina
verkefni Samgöngustofu. Starfs-
hópurinn skilaði af sér áfanga-
skýrslu í október árið 2017 þar
sem kom meðal annars fram alvar-
leg gagnrýni á innri starfsemi
Samgöngustofu. Til að mynda voru
samskipti Samgöngustofu og
Isavia gagnrýnd auk þess sem at-
hugasemdir voru gerðar við það
hvernig tekið var á erfiðum starfs-
mannamálum, svo fátt eitt sé
nefnt.
Ekki verður séð að nokkuð hafi
verið gert í umræddum athuga-
semdum á því ári sem liðið er frá
því skýrslunni var skilað. „Í skýrsl-
unni komu fram alvarlegar athuga-
semdir sem full ástæða er til að
bregðast við. Ráðherrann verður
að svara því hver framvindan hefur
orðið, ég hef engar upplýsingar
fengið þar um,“ segir Jón Gunn-
arsson og vísar þar til eftirmanns
síns á ráðherrastóli, Sigurðar Inga
Jóhannssonar.
Morgunblaðið hefur ítrekað leit-
að eftir viðbrögðum ráðherrans og
úr ráðuneytinu í þessari viku. Að-
stoðarkona Sigurðar Inga vísaði í
gærmorgun á Ragnhildi Hjalta-
dóttur, ráðuneytisstjóra í sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt-
inu. Svar Ragnhildar, sem barst
með tölvupósti, var svohljóðandi:
„Ráðuneytið fór ítarlega yfir
þær athugasemdir sem fram komu
í skýrslunni. Segja má að niður-
stöður hópsins séu tvíþættar. Ann-
ars vegar snúa þær að almennum
umbótum í starfsemi stofnunarinn-
ar og hins vegar að daglegri
stjórnun og yfirstjórn.
Ráðuneytið hefur þegar brugðist
við ýmsum umbótatillögum, til
dæmis um forskráningu bifreiða og
endurskoðun á lögum og reglum á
sviði siglinga. Einnig var reglugerð
um skoðun skipa breytt á þá leið
að faggiltar skoðunarstofur eiga nú
möguleika á að annast fleiri verk-
efni en áður.
Aðrar umbótatillögur eru ýmist í
skoðun eða ekki er talin ástæða til
að verða við þeim. Tillögur sem
snúa að daglegri stjórnun og yf-
irstjórn eru til athugunar eftir því
sem við á.“
Tillögur um yfirstjórn til athugunar eftir því sem við á, segir ráðuneytisstjóri
Jón
Gunnarsson
Ragnhildur
Hjaltadóttir
Fyrrverandi ráðherra furðar
sig á afdrifum skýrslunnar
Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík
krefst þess í komandi kjara-
viðræðum við atvinnurekendur að
lágmarkslaun verði 375.000 kr. á
mánuði fyrir fullt starf. Samið verði
um krónutöluhækkanir og nýja
launatöflu og jafnframt krefst félag-
ið þess m.a. að ráðist verði í skatt-
kerfisbreytingar með fjölgun skatt-
þrepa eða sérstakri hækkun á
persónuafslætti þeirra sem eru á
lágmarkslaunum.
Framsýn hefur gengið frá kröfu-
gerð sinni sem verður innlegg fé-
lagsins í sameiginlega kröfugerð
Starfsgreinasambandsins og komið
henni á framfæri við samninga-
nefnd Starfsgreinasambandsins,
sem kemur saman í byrjun október
til að móta endanlega kröfugerð
sambandsins gagnvart Samtökum
atvinnulífsins. Þetta kemur fram á
vefsíðu félagsins.
omfr@mbl.is
Lágmarks-
laun 375
þúsund
Kröfugerð Framsýnar