Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum
ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Svana Helen Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri Stika
Lífeyrisfé eftir höft og áhættugreining
Sigurður B. Stefánsson
Hagfræðingur
Lífeyrissjóðirnir á alþjóðlegum
markaði 2018-2050
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Greindum tilfellum af vesturnílar-
hitasótt hefur fjölgað talsvert í Evr-
ópu að undanförnu. Samkvæmt til-
kynningu frá
Sóttvarnastofnun
Evrópusam-
bandsins höfðu
greinst 150 tilfelli
dagana 7.-13.
september á
svæðum þar sem
vitað er að sóttin
finnst. Meðal
landa þar sem til-
felli hafa greinst í
ár eru Ítalía, Rúmenía, Grikkland,
Ungverjaland, Austurríki og Búlg-
aría. Þá hafa einnig komið upp til-
felli í Serbíu og Ísrael. Vesturnílar-
hitasótt greindist nú í nokkrum
löndum þar sem hún hefur ekki kom-
ið áður upp: Rúmeníu, Ungverja-
landi og Serbíu. Alls hafa 1.318 til-
felli komið upp í Evrópu á þessu ári.
Haraldur Briem, starfandi sótt-
varnalæknir, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að embætti land-
læknis hefði ekki gefið út sérstaka
tilkynningu vegna sóttarinnar. Ekki
væri búist við því að hún breiddist út
hér.
„Smittíminn í Evrópu er alla jafna
frá júní til nóvember. Almenn ráð
eru að forðast moskítóbit. Sótt-
varnastofnun ESB gerir blóðbönk-
um viðvart um áhættusvæði,“ segir
Haraldur en líða þarf ákveðinn tími
til að fólk geti gefið blóð ef það hef-
ur verið á svæðum þar sem vestur-
nílarhitasótt geisar.
Á Vísindavefnum kemur fram að
vesturnílarveiran berst í fólk ef það
er bitið af sýktum moskítóflugum.
Moskítóflugurnar sýkjast þegar þær
sjúga blóð úr sýktum fuglum. Með-
göngutími sjúkdóms, það er sá tími
sem líður frá því að maður fær veir-
una í sig þar til sjúkdómseinkenni
koma fram, eru 2-17 dagar. „Um
80% þeirra sem smitast af vestur-
nílarveirunni fá engin einkenni sýk-
ingar. Langflestir þeirra sem veikj-
ast fá svokallaða vesturnílarhitasótt.
Einkenni hennar eru hiti, höfuð-
verkur, slen, beinverkir og í sumum
tilfellum húðútbrot á búknum ásamt
bólgnum eitlum. Hitasóttin getur
varað allt frá fáeinum dögum til
nokkurra vikna.“
Vesturnílarhitasótt
sækir í sig veðrið
AP
Smitberi Moskítóflugur bera vesturnílarhitasótt frá fuglum yfir í menn.
Æ fleiri tilvik Blóðgjafar vari sig
Haraldur Briem
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Pöntunarkerfi eða póstverslun í
einhverri mynd eru þeir kostir
helstir sem verið er að skoða í Ár-
neshreppi á Ströndum. Verið er að
loka versluninni sem þar hefur
verið lengi og er ólíklegt að versl-
un verði rekin í Norðurfirði í vet-
ur. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í
Árneshreppi, segir að vonir standi
til þess að hægt verði að finna ein-
hvern næsta vor til að taka við
búðinni og reka hana allt árið. Hún
segist reikna með að 15-18 manns
verði í Árneshreppi í vetur, en um
40 manns með lögheimili.
„Það er hæpið að við fáum ein-
hvern til að taka við þessu rétt fyr-
ir vetur, en ég hef eigi að síður
fengið eina fyrirspurn,“ segir Eva.
Hún segir að óskað hafi verið eftir
hugmyndum frá íbúum í hreppnum
um hvernig best megi standa að
þessari þjónustu í vetur.
Þátttaka Vegagerðarinnar
Hátt í 100 kílómetrar eru í versl-
un á Hólmavík, en í Árneshreppi
er ekki snjómokstur yfir hávet-
urinn frá áramótum til 20. mars.
Yfir veturinn flýgur Flugfélagið
Ernir tvisvar í viku á flugvöllinn á
Gjögri, en einu sinni yfir sumarið.
„Mér heyrist allir vera að aug-
lýsa núna að hægt sé að fá send-
ingar fólki að kostnaðarlausu,“
segir Eva. „Það gæti hjálpað okk-
ur að fá vöruna senda endurgjalds-
laust út á flugvöll fyrir sunnan án
þess að við reiknum með að fá
sendingar hingað norður án kostn-
aðar. Við ættum síðan að hafa
möguleika á að fá lægri burðar-
gjöld því Vegagerðin hefur tekið
þátt í kostnaði við flutning á vörum
í búðina í Norðurfjörð yfir hávet-
urinn.“
Skóli er ekki starfræktur í Ár-
neshreppi í vetur, en skólahald
hófst á Finnbogastöðum 1929.
Eina barnið á grunnskólaaldri sem
búsett er í hreppnum sækir skóla á
Drangsnesi.
Talsverð fækkun í hreppnum
Talsvert hefur fækkað í heppn-
um á síðustu árum og í haust
ákváðu þau Hávarður Benedikts-
son og Sveindís Guðfinnsdóttir,
bændur í Kjörvogi, að bregða búi.
Þau hafa verið með afgreiðslu og
flugumsjón á flugvellinum á Gjögri
í tæp 20 ár og láta af þeim starfa í
lok október.
Eva segist reikna með að gengið
verði frá ráðningu flugumsjónar-
manns á næstunni.
Pöntunarkerfi í stað verslunar
Ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur Oddvitinn vonast til að úr rætist næsta vor
Morgunblaðið/Golli
Klukkan tifar Í versluninni í Norðurfirði hafa ýmsar nauðsynjar verið á boðstólum, en nú verður henni lokað.
Verslun var sett á laggirnar í
Norðurfirði árið 1903 sem deild
frá Verslunarfélagi Steingríms-
fjarðar. Nafninu var síðan
breytt í Kaupfélag Stranda-
manna, sem síðan sameinaðist
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar
1993.
Kaupfélagið hætti rekstri í
Norðurfirði á síðasta ári og tók
Ólafur Valsson við rekstrinum
1. nóvember í fyrra. Hann ákvað
nýlega að láta staðar numið.
Upphafið
árið 1903
KAUPFÉLAGSVERSLUN
Morgunblaðið/Golli