Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var unglingur áfyrsta ári í menntaskólaþegar ég fór fyrst meðömmu til framandi lands, sem var til Egyptalands,“ segir Vera Illugadóttir, en hún ætl- ar á morgun, fimmtudag, að spjalla yfir kaffi með gestum borg- arbókasafnsins í Kringlunni og segja frá ferðum sínum um Mið- austurlönd með ömmu sinni Jó- hönnu Kristjónsdóttur. „Amma bauð mér og mömmu með sér í þessa ferð þó ég hefði ekki lýst neinum sérstökum áhuga á því að fara með henni. En auðvit- að þóttu mér allar hennar ferðir mjög forvitnilegar og amma var hafsjór af fróðleik um þessar þjóðir og upplýsti mig unglinginn. Eftir þessa fyrstu ferð með ömmu til Egyptalands varð ekki aftur snúið hjá mér, þetta kveikti sannarlega áhuga minn á þessum heimi og ég fór í fleiri ferðir með henni, til Sýr- lands, Jemen, Jórdaníu, Líbíu og Marokkó. Amma á vafalítið stóran þátt í sagnfræðiáhuga mínum, þetta kveikti áhuga hjá mér á veröldinni allri og öllum þeim sögum sem búa að baki.“ Amma opnaði augu fólks fyrir þessum heillandi heimi Vera ætlar í erindi sínu á morgun m.a. að koma inn á hvernig umhorfs var í Sýrlandi þegar hún var þar með ömmu sinni áður en borgarastyrjöldin skall á með þeim skelfilegu afleiðingum sem ekki sér enn fyrir endann á. „Ég var með ömmu í Sýrlandi nokkrum árum áður en þetta gerð- ist, þá var þetta frekar friðsælt land og allt öðruvísi umhorfs þar en núna. Amma bjó þarna um tíma og var öllum hnútum kunnug, svo ég fékk að kynnast landinu vel í gegn- um hana. Það kom mér rosalega á óvart þegar þetta fór allt eins og það hefur farið í Sýrlandi, það er skelfilegt þegar friðsælt land breyt- ist í vígvöll,“ segir Vera og bætir við að amma hennar hafi sem leið- sögumaður farið margar ferðir til Sýrlands með Íslendinga og í ótal ferðir til annarra framandi landa. „Hún fór með fjölda Íslendinga til Jemen, Íran og út um allar triss- ur í Miðausturlöndum, en þær ferð- ir lögðust eðli málsins samkvæmt af eftir arabíska vorið, þá var það ekki lengur óhætt. Amma átti með þessum ferðum sínum og fyr- irlestrum hér heima, stóran þátt í því að brjóta niður fordóma Íslend- inga gagnvart hinum arabíska heimi, hún kynnti þá fyrir stórkost- legri menningu þeirra og sögu. Það var ævinlega ætlunin hjá henni að opna augu fólks fyrir þessum heillandi heimi. Og til að geta til- einkað sér þetta allt saman þá lærði hún arabísku á fullorðins- árum og hún kenndi þá framandi tungu á sínum tíma hjá málaskól- anum Mími. Ég fór þar á eitt slíkt námskeið hjá henni og hún smitaði mig algerlega af áhuga fyrir þess- um heimshluta. Ég fetaði að ein- hverju leyti í fótspor ömmu þegar ég fór í háskólanám í Stokkhólmi og lagði þar stund á Miðaust- urlandafræði. Þar var tungumálið arabíska líka hluti af náminu.“ Þurfti að vera dálítið hörð og ströng sem hópstjóri Vera segist ekki hafa gert mik- ið af því að fara á eigin vegum á þær slóðir sem amma hennar leiddi hana um. „Ég var reyndar í Ísrael og á Vesturbakkanum í vor, en annars hef ég því miður gert allt of lítið af því, ég hef meira verið á þvælingi um Evrópu. Það er sannarlega dapurlegt hvernig hefur farið fyrir mörgum af þessum löndum sem ég heimsótti með ömmu fyrir örfáum árum, núna eru mörg þeirra alger- lega óaðgengileg.“ Þegar Vera er spurð að því hvort amma hennar hafi breyst úr venjulegri íslenskri ömmu í fram- andi austurlandasérfræðing á ferðalögum um aðra heima, segir hún að yfirleitt hafi hópur af ís- lenskum ferðalöngum verið með í för sem hún var að leiðsegja. „Hún var því í ákveðnu hlut- verki og þurfti að vera dálítið hörð og ströng sem hópstjóri. En það var svo sem engin ný hlið á henni fyrir mér, hún var alla tíð harðjaxl svo það kom mér því ekkert á óvart að sjá hana í því hlutverki, hvort sem hún var að rífa kjaft við ein- hverja arabíska karla eða ná sínu fram með einhverjum öðrum hætti þar sem þess þurfti. Þetta eru dýr- mætar minningar sem ég á úr þess- um ferðum,“ segir Vera. Ljósmynd/Vera Illugadóttir Töffarinn Jóhanna Vera tók þessa mynd af ömmu sinni með slöngu þar sem hún var með henni í Marokkó. Ljósmynd/Karítas Sigvaldadóttir Vera Fetaði að einhverju leyti í fótspor ömmu sinnar þegar hún fór í háskólanám í Miðausturlandafræðum. „Hún var alla tíð harðjaxl svo það kom mér ekkert á óvart að sjá hana í því hlutverki, hvort sem hún var að rífa kjaft við einhverja arabíska karla eða ná sínu fram með einhverjum öðrum hætti þar sem þess þurfti,“ segir Vera Illugadóttir um ömmu sína Jóhönnu Kristjónsdóttur. Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Ferðalangur Jóhanna hvílir lúin bein í Íran, þar sem hún var á ferð með afkomendum sínum árið 2011. Á flækingi með ömmu um Miðausturlönd Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Á morgun, fimmtudag 27. september, kemur Vera Illugadóttir í Borgar- bókasafnið í Kringlunni og heldur erindi um ferðir sínar með ömmu sinni Jóhönnu Kristjónsdóttur um Miðausturlönd á árunum áð- ur en „arabíska vorið“ og eftirköst þess gleyptu mörg lönd þar í sig. Vera ætlar m.a. að koma inn á hvernig umhorfs var í Sýrlandi fyrir borgarstyrjöldina. Vera er orðlögð fyrir að vera góður sögumaður svo búast má við skemmtilegu ferðakaffi. Vera er dagskrárgerðar- maður á Ríkisútvarpinu og sér um vikulega þætti um söguleg efni, Í ljósi sögunnar, á Rás 1. Hún er með BA-gráðu í arabísku og miðausturlandafræðum frá Stokkhólmsháskóla. Erindi Veru hefst kl. 17:30 og stendur í klukkustund. Áður en arabíska vorið skall á FERÐAKAFFI MEÐ VERU Í BÓKASAFNI KRINGLUNNAR Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.