Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Fötur/Balar/tunnur/
stampar, mikið úrval
Vinnuvettlingar Pu-Flex
frá 295
R
Strákústar
frá 695
frá 395
uslatínur
Laufhrífur
frá 1.495
Lauf/ruslastampur
Laufsuga/blásari
8.985
skóflur
frá 1.995
Ruslapokar
10/25/50 stk.
Nokkrar stærðir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Þau ríki sem enn standa að kjarn-
orkusamkomulaginu við Íran: Bret-
land, Kína, Frakkland, Þýskaland og
Rússland, segjast ætla að setja upp
nýtt greiðslukerfi til að komast hjá
viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna
og geta átt viðskipti við Íran.
Yfirmaður utanríkismálastefnu
Evrópusambandsins, Federica Mog-
herini, tilkynnti áform ríkjanna eftir
fund þeirra hjá Sameinuðu þjóðun-
um (SÞ), en breska ríkisútvarpið
BBC greinir frá.
Í yfirlýsingu ríkjanna fimm segir
að þau séu staðráðin í að „vernda
frelsi viðskiptafélaga sinna og sækj-
ast eftir löglegum viðskiptum við Ír-
an“. Til stendur að setja upp nýtt
greiðslukerfi sem gerir m.a. olíu-
fyrirtækjum kleift að halda áfram
viðskiptum við Íran án þess að þurfa
að treysta á bandaríska markaði eða
bandaríkjadal. Hvernig þetta verður
framkvæmt nákvæmlega hefur ekki
komið í ljós en Mogherini segir að
sérfræðingar muni sjá um tæknilega
útfærslu.
Að sögn BBC hafa greiningarfyr-
irtæki nú þegar lýst efasemdum um
þessa framkvæmd, þar sem Banda-
ríkin geta lagað viðskiptaþvinganir
sínar að hinu nýja greiðslukerfi.
Fyrr á þessu ári tilkynnti Donald
Trump, forseti Bandaríkjanna, að
landið myndi draga sig út úr kjarn-
orkusamkomulaginu við Íran og
setja viðskiptaþvinganir á landið að
nýju. Trump hefur sagt kjanorku-
samkomulagið við Íran einhliða,
hræðilegt og það versta sem hann
hafi séð. Treystir Trump á það að
nýju viðskiptaþvinganirnar, sem
tóku gildi í ágúst, muni þvinga Íran
að samningsborðinu að nýju. Við-
skiptaþvinganir BNA hafa nú þegar
haft slæm áhrif á gengi íranska ríals-
ins, gjaldmiðil landsins.
Trump tilkynnti í gær að hann
hefði engin áform um að hitta leið-
toga Írans, Hassan Rouhani, á alls-
herjarþingi SÞ í New York, sem
stendur yfir. „Mögulega einhvern
tímann í framtíðinni. Ég er viss um
að hann er algjörlega yndislegur
maður,“ tísti Trump nokkrum tímum
áður en báðir leiðtogarnir héldu
ræðu í SÞ í gær.
Sniðganga Bandaríkin
Fimm ríki halda sig við kjarnorkusamkomulagið við Íran Setja upp nýtt
greiðslukerfi fyrir viðskipti við landið Sérfræðingar efast um framkvæmdina
AFP
SÞ Hassan Rouhani, leiðtogi Írans, kom til New York á mánudaginn. Hann
mun halda ræðu í dag á yfirstandandi friðarfundi SÞ til heiðurs Mandela.
Sænska þingið samþykkti í gær van-
trauststillögu á Stefan Löfven, for-
sætisráðherra Svíþjóðar. Forseti
sænska þingsins fær það hlutverk að
tilefna næsta forsætisráðherra en
það ferli getur tekið nokkrar vikur
og verður Löfven starfandi forsætis-
ráðherra á meðan.
Andreas Norlén, þingmaður
hægriflokksins Moderaterna, var á
mánudaginn kosinn forseti sænska
þingsins. Hægri og vinstri blokk-
irnar í sænskri pólitík reyna nú að
mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir
þingkosningar í byrjun september
en hvorug blokkin hefur verið viljug
til að vinna með Svíþjóðar-
demókrötunum.
Alls kusu 204 þingmenn með van-
trauststillögunni á Löfven, þar á
meðal Svíþjóðardemókratarnir, en
hægribandalagið er ekki með meiri-
hluta á sænska þinginu. Einungis
142 þingmenn kusu gegn tillögunni.
„Svíþjóð þarf nýja ríkisstjórn sem
hefur breiða pólitíska skírskotun til
að takast á við umbætur,“ segir Ulf
Kristersson sem fer fyrir fjögurra
flokka hægrabandalaginu Alliansen,
í samtali við AFP.
AFP
Vantraust Löfven, t. h., fylgdist með í þinginu meðan kosning fór fram.
Vantraust á forsætis-
ráðherra samþykkt
204 þingmenn kusu með tillögunni
Kaþólska kirkjan í Þýskalandi bað í
gær fórnarlömb kynferðislegs of-
beldis af hálfu þjóna kirkjunnar
opinberlega afsökunar. Þetta var
gert í kjölfar skýrslu sem birt var í
gær, þar sem m.a. kom fram að
3.677 ungmenni, aðallega drengir
undir 13 ára aldri, urðu fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hendi 1.670
starfsmanna kirkjunnar á 68 ára
tímabili á árunum 1946 til 2014.
„Ég segi það mjög skýrt: kyn-
ferðislegt ofbeldi er glæpur. Þeir
sem hafa gerst sekir um slíkt verða
að sæta refsingu,“ sagði Reinhard
Marx, kardínáli í kaþólsku kirkj-
unni í Þýskalandi, í gær. Hann
sagðist fyllast skömm vegna þessa,
ekki síst vegna þess hversu margir
innan kirkjunnar hefðu kosið að
horfa framhjá ofbeldinu.
Höfundar skýrslunnar, sem unn-
in var í samstarfi þriggja háskóla í
Þýskalandi, segja að líklega sýni
niðurstöður hennar einungis topp-
inn af ísjakanum. Margt bendi til
þess að brotin hafi verið töluvert
umfangsmeiri en ekki sé hægt að
færa sönnur á það, ekki síst vegna
þess að nokkuð var um að prestar
sem urðu uppvísir að því að beita
börn ofbeldi voru fluttir í aðrar
sóknir. Þá hafi verið talsvert um að
skjölum og gögnum hafi verið eytt.
Samtök fórnarlambanna gagn-
rýndu skýrsluna og sögðu m.a. að
þar væri einfaldlega ekki gengið
nógu langt í að opinbera ofbeldis-
mennina eða þá sem hylmdu yfir
með þeim. „Það er ekki hægt að
kortleggja þetta kerfi ofbeldis með
því að skrifa skýrslu sem byggist
eingöngu á þeim gögnum sem
kirkjan kaus að veita aðgang að,“
segir m.a. í yfirlýsingu samtak-
anna.
AFP
Kirkjan bað fórnar-
lömbin afsökunar
Bandaríski leikar-
inn Bill Cosby var
í gær dæmdur til
þriggja til tíu ára
fangelsisvistar
fyrir að hafa beitt
konu kynferðis-
legu ofbeldi fyrir
14 árum. Cosby er
fyrsti frægi ein-
staklingurinn sem
hlýtur dóm fyrir
kynferðisbrot frá því að uppljóstr-
anirnar um Harvey Weinstein ýttu
úr vör #metoo-hreyfingunni.
Í dómnum er tekið fram að Cosby,
sem er 81 árs gamall, muni að
minnsta kosti sitja þrjú ár í fangelsi
fyrir brot sín. Lögfræðingar Cosbys
reyndu að fá hann úrskurðaðan í
stofufangelsi þar til áfrýjunarferli
væri lokið í málinu þar sem Cosby
væri of gamall til þess að þola fang-
elsisveru, en þeirri umleitan var
hafnað. Sagði dómarinn, Steven
O’Neill, alvöru brotsins slíka að ekki
yrði komist hjá því að Cosby sæti
inni.
Bill Cosby
í fangelsi
Bill
Cosby