Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
SKÝRSLAN UM BANKAHRUNIÐ
Ein meginniðurstaða
skýrslu þeirrar, sem ég samdi
um bankahrunið íslenska á
vegum Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands fyrir fjár-
málaráðuneytið, er að beiting
hryðjuverkalaganna bresku
gegn Landsbankanum, Seðla-
bankanum og Fjármálaeftirlit-
inu í miðju bankahruninu hafi
verið í senn ruddaleg og óþörf.
Þegar ég segi óþörf á ég við
samkvæmt yfirlýstum tilgangi
Bretastjórnar sjálfrar í því
skyni að koma í veg fyrir ólöglega fjár-
magnsflutninga frá Bretlandi til Íslands.
Kraftaverk að ekki varð neyðarástand
Það er eflaust öllum Íslendingum í fersku
minni að breska fjármálaráðuneytið gaf út
tilskipun að morgni miðvikudagsins 8. októ-
ber 2008 en samkvæmt henni voru allar
eignir Landsbankans í Bretlandi frystar með
skírskotun til hryðjuverkalaga frá 2001.
Náði tilskipunin líka til Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins, en það hafði daginn áð-
ur tekið í sínar hendur rekstur Landsbank-
ans. Voru Landsbankinn, Seðlabankinn og
Fjármálaeftirlitið sett á sérstakan lista á
heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins um
ríki og samtök, sem sættu viðurlögum sam-
kvæmt hryðjuverkalögunum, og voru þar á
meðal skæruliðasamtökin Al-Kaída og talíb-
anar og skálkaríkin Norður-Kórea, Íran og
Súdan. Eftir skamma hríð voru nöfn Seðla-
bankans og Fjármálaeftirlitsins fjarlægð af
listanum en Landsbankinn var þar áfram
um skeið en færður 22. október á sérstakan
lista neðar á sömu síðu eftir mótmæli ís-
lensku ríkisstjórnarinnar.
Beiting hryðjuverkalaganna hafði tafar-
laus áhrif. Fjármagnsflutningar og vöru-
sendingar til Íslands stöðvuðust nær alveg
enda sagði Gordon Brown, forsætisráðherra
Breta, í sjónvarpsviðtölum fimmtudaginn 9.
október, daginn eftir útgáfu tilskipunar-
innar, að ríkisstjórnin væri að „frysta eigur
íslenskra fyrirtækja í Bretlandi alls staðar,
þar sem það væri hægt“. Töldu margir
frystinguna því ná til fleiri íslenskra aðila en
Landsbankans. Erlend fyrirtæki, sem höfðu
selt Íslendingum nauðsynjar áratugum sam-
an, heimtuðu nú skyndilega fyrirfram-
greiðslur, og lánum var sagt upp. Olli þetta
íslenskum fyrirtækjum verulegum búsifjum.
Það var kraftaverk að neyðarástand mynd-
aðist ekki í landinu, til dæmis skortur á mat-
vælum og lyfjum, og var það ekki síst að
þakka starfsfólki Seðlabankans og Reikni-
stofu bankanna og sjálfboðaliðum úr hinum
föllnu bönkum sem unnu sólarhringum sam-
an sleitulaust að því að tryggja greiðslu-
miðlun við útlönd og hefur þeim ekki verið
þakkað sem skyldi. Seðlabankinn gekk í
ábyrgð fyrir greiðslukort Íslendinga um all-
an heim og naut hann aðstoðar fjármála-
fyrirtækisins JP Morgan í að koma aftur af
stað fjármagnsflutningum.
Fyrri tilskipunin hefði nægt
Bresk stjórnvöld höfðu dagana 7. og 8.
október lokað breskum dótturfélögum ís-
lensku bankanna, Heritable Bank og Kaup-
thing Singer & Friedlander, KSF, og höfðu
öll ráð þeirra í hendi sér enda lutu þau
breskum lögum. En lagalega var útibú
Landsbankans í Lundúnum á forræði slita-
stjórnar bankans uppi á Íslandi, ekki Breta.
Það var íslenskt fyrirtæki, ekki breskt eins
og Heritable og KSF. Þess vegna kváðust
bresk stjórnvöld verða að gefa út tilskip-
unina 8. október. En þegar að er gáð var
hún óþörf því að fimm dögum áður, 3. októ-
ber 2008, hafði Fjármálaeftirlitið breska gef-
ið út tilskipun til útibús Landsbankans í
Lundúnum, þar sem honum var bannað að
flytja fé úr landi nema með skriflegu sam-
þykki Fjármálaeftirlitsins og þriggja daga
fyrirvara. Þessi tilskipun hefði nægt til að
koma í veg fyrir alla ólöglega fjármagns-
flutninga úr landi. Seinni tilskipunin og beit-
ing hryðjuverkalaganna var því óþörf.
Þetta sést líka á öðru. Í Þýskalandi voru
aðstæður Kaupþings sambærilegar og
Landsbankans í Bretlandi. Þar safnaði
Kaupþing innstæðum á Edge-reikninga í
útibúum eins og Landsbankinn gerði á Ice-
save-reikninga í Bretlandi, ekki dóttur-
félögum. Útibú Kaupþings í Þýskalandi voru
því íslensk fyrirtæki og undir eftirliti ís-
lenskra aðila og hinn íslenski Tryggingar-
sjóður innstæðueigenda bar
ábyrgð á innstæðutryggingum.
En þýsk stjórnvöld gripu ekki til
neinna sambærilegra aðgerða og
bresk. Slitastjórn Kaupþings
fékk lán til að greiða út inn-
stæðueigendum og lánið var von
bráðar endurgreitt með sölu
eigna. Þetta hefði auðvitað verið
hægt að gera í Bretlandi líka.
Einnig má benda á að hollensk
stjórnvöld beittu ekki neinum
hryðjuverkalögum gegn Íslend-
ingum.
King lávarður: Bretum
til minnkunar
Þótt Ísland hefði ekki einu sinni á að
skipa neinum her, setti Bretastjórn íslensk-
ar stofnanir og fyrirtæki á sama lista og
hryðjuverkasamtökin Al-Kaída og talíbana.
Stjórnin tók ekkert tillit til þess heldur að
Íslendingar höfðu lengi verið vinaþjóð og
bandamaður. Í seinni heimsstyrjöld hafði Ís-
land verið ómetanlegt Bretum sem her-
bækistöð og matvælabúr og í kalda stríðinu
var hið „ósökkvandi flugvélamóðurskip“ úti
á Dumbshafi mikilvægur hlekkur í varnar-
keðju vestrænna þjóða. Ekki ætti heldur að
gleyma því að hátt í hundrað þúsund manns
störfuðu árið 2008 í breskum fyrirtækjum í
eigu íslenskra fyrirtækja og fjárfesta. Ég
tók vegna skýrslu minnar fyrir fjár-
málaráðuneytið viðtal 14. ágúst 2017 við
Mervyn King lávarð, fyrrverandi seðla-
bankastjóra Breta, á heimili hans í Suður-
Englandi. Hann sagði mér að sér fyndist
framkoma Breta við litla grannþjóð hafa
verið þeim til minnkunar og hefði hann ekki
legið á þeirri skoðun í einkasamtölum.
Hvað olli þessari fólsku? Í skýrslu minni
varpa ég fram fjórum tilgátum. Hin fyrsta
kom fram í breskum blöðum þegar við beit-
ingu hryðjuverkalaganna og eftir harkaleg
orð Gordons Browns og breska fjár-
málaráðherrans, Alistairs Darlings, í garð
Íslendinga. Hún var að þessir stjórn-
málamenn væru að verða sér úti um áhættu-
laust „Falklandseyjastríð“ með því að ráðast
á Íslendinga. Þeir væru að sýna kjósendum
sínum að þeir stæðu vörð um breska hags-
muni, væru ákveðnir og röggsamir og þyldu
engin undanbrögð. Ísland væri svo lítið að
það væri tilvalið fórnarlamb. Menn geta
ímyndað sér hvort Bretastjórn hefði sett
bandaríska seðlabankann á lista um hryðju-
verkasamtök í viðleitni við að stöðva hugs-
anlega ólöglega fjármagnsflutninga frá Bret-
landi til Bandaríkjanna.
Tvær flugur í einu höggi
Aðra tilgátuna hef ég frá Mark Sismey-
Durrant, sem var bankastjóri Heritable
Bank, en ég tók viðtal við hann á skrifstofu
hans í Lundúnum 28. nóvember 2014. Hann
benti á að þeir Brown og Darling kynntu
mjög viðamikla björgunaráætlun um breska
banka sama dag og þeir beittu hryðjuverka-
lögunum gegn Íslendingum. Skattgreiðendur
líta það að vonum óhýru auga þegar stjórn-
málamenn bjarga bankamönnum. Hvaða
réttlæti er í því? spyr fólk, að bankamenn-
irnir hirði gróðann, þegar vel gengur, en
sendi okkur reikninginn þegar illa gengur?
Með aðgerðunum gegn íslensku bönkunum
kunna þeir Brown og Darling að hafa verið
að leiða athyglina frá því að þeir voru að
nota almannafé til aðstoðar risastórum og
óvinsælum breskum bönkum.
Þriðju tilgátunni varpa ég hér fram. Hún
er að þeir Brown og Darling, sem báðir eru
Skotar, hafi horft til ríkra stjórnmálahags-
muna sinna í Skotlandi. Þjóðernissinnar þar
í landi ógnuðu valdastöðu Verkamanna-
flokksins og töluðu foringjar þeirra um „vel-
sældarbogann“, sem lægi frá Írlandi um Ís-
land til Noregs en þar ætti sjálfstætt
Skotland heima. Hinn 6. nóvember var til
dæmis aukakosning í Glenrothes, sem
löngum hafði verið öruggt kjördæmi Verka-
mannaflokksins. Í júlí höfðu þjóðernissinnar
unnið annað fyrrverandi öruggt kjördæmi
Verkamannaflokksins, Austur-Glasgow. Nú
var eitt aðalmálið í kosningabaráttunni ís-
lenska bankahrunið og fall „velsældarbog-
ans“, og hélt Verkamannaflokkurinn kjör-
dæminu. Fjórum árum síðar varð Darling
helsti leiðtogi þeirra Skota, sem börðust fyr-
ir áframhaldandi sambandi við England en í
þeirri baráttu var ein helsta röksemd gegn
sjálfstæði Skotlands að þá gæti farið eins
fyrir landinu og Íslandi og Kýpur þar sem
bankakerfi hefðu verið hlutfallslega stór eins
og í Skotlandi.
Vígstaða í Icesave-deilunni
Fjórða tilgátan er að stjórn breska Verka-
mannaflokksins hafi beitt hryðjuverkalög-
unum til að bæta vígstöðu sína í fyrir-
sjáanlegri deilu við Íslendinga um ábyrgð á
Icesave-reikningum Landsbankans. Sú til-
gáta styrkist af því að stjórnin afnam ekki
tilskipunina frá 8. október 2008 fyrr en
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði
sumarið 2009 skrifað undir samning um
ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave-reikning-
unum. Höfðu utanríkisráðherrar Norður-
landa þó þegar í janúar 2009 sameiginlega
skorað á Bretastjórn að afnema tilskipunina.
Eftir að Icesave-samningar höfðu tvisvar
verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslum var
deilunni skotið til EFTA-dómstólsins, sem
komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2013 að
íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á Icesave-
reikningunum. Hafði sama niðurstaða verið
rækilega rökstudd í skýrslu Rannsóknar-
nefndar Alþingis um bankahrunið sem kom
út vorið 2010.
Bretar beittu hörku í Icesave-deilunni og
notuðu ítök sín í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
til að reyna að kúga Íslendinga til hlýðni.
Þótti sumum lítið leggjast fyrir sjóðinn þeg-
ar hann gerðist eins konar handrukkari fyrir
bresku ríkisstjórnina. En eitt meginatriðið í
máli Breta var rangt. Í neyðarlögunum, sem
Alþingi setti 6. október 2008, var íslenskum
og breskum innstæðueigendum ekki mis-
munað. Samkvæmt lögunum urðu kröfur
beggja forgangskröfur í bú Landsbankans.
Með öðrum orðum voru breskir inn-
stæðueigendur til dæmis settir framar þeim
þýsku bönkum sem áttu skuldabréf á ís-
lensku bankana. Reyndin varð sú að inn-
stæðueigendur fengu allt sitt bætt en
skuldabréfaeigendur ekki.
Öllum breskum bönkum
bjargað nema tveimur
Eftir að bresk stjórnvöld kynntu hina
viðamiklu björgunaráætlun sína fyrir breska
banka miðvikudaginn 8. október 2008, sneru
Eftir Hannes H.
Gissurarson
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Ljósmynd/Leon Neal/Getty Images
Mervyn King, barón af Lothbury, sem var
seðlabankastjóri Bretlands, sagði í viðtali við
skýrsluhöfund, að það hefði verið Bretum til
minnkunar að beita hryðjuverkalögunum
gegn fámennri grannþjóð.
Beiting hryðjuverkalaganna var