Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
✝ Sigurður Berg-þórsson fædd-
ist á Patreksfirði
18. maí 1968. Hann
lést á Tálknafirði
13. september 2018.
Móðir Sigurðar
er Unnur Sigurðar-
dóttir, f. 2. júní
1949. Unnur er gift
Steindóri Ög-
mundssyni, f. 12.
mars 1947. Synir
þeirra eru 1) Friðrik Þór, f. 5.
nóvember 1973, kvæntur Hafdísi
Snorradóttur. Börn þeirra eru
Rebekka Rut, Sindri Þór og Rak-
el Rut. 2) Yngvi, f. 15. nóvember
1977, kvæntur Hafrúnu Sig-
urðardóttur. Börn þeirra eru
Hilmir, Arnór og Marín.
Fyrir átti Steindór soninn Eyj-
ólf f. 20. október 1968, kvæntan
Steinunni A. Ólafsdóttur. Synir
þeirra eru Árni Bragi, Gunnar
og Ólafur Snær.
Óskarsdóttur. Börn þeirra eru
Örn og Óskar. Þórarinn á eina
dóttur frá fyrra hjónabandi,
Berglindi Lilju. 2) Sigríður
Stephensen, f. 2. júní 1965, gift
Pálmari Sveini Ólafssyni. Synir
þeirra eru: Stefán, Ólafur, Einar
og Árni. 3) Þorsteinn Steph-
ensen, f. 28. maí 1968.
Sigurður kvæntist Herdísi
Stephensen, f. 25. mars 1972,
hinn 3. maí 2004 og saman eign-
uðust þau soninn Ingvar, f. 15.
ágúst 1997.
Fyrstu ár Sigurðar ólst hann
upp á Patreksfirði en um sex ára
aldur flutti hann til Tálkna-
fjarðar og gekk þar í skóla þar
til árið 1983 þegar hann fór í
Héraðsskólann í Reykholti. Sig-
urður flutti til Reykjavíkur til
þess að stunda nám í húsasmíði
við Iðnskólann. Í seinni tíð jókst
áhugi hans á ljósmyndum og hóf
hann nám í margmiðlun við
Tækniskólann í Reykjavík. Sig-
urður, Herdís og Ingvar bjuggu
fyrst á Leifsgötu, svo á Holts-
götu og nú síðast í Skipasundi í
Reykjavík.
Útför Sigurðar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
26. september 2018, klukkan 13.
Faðir Sigurðar
er Bergþór Sig-
urður Atlason, f. 30.
júní 1948. Börn
hans eru 1) Ragn-
hildur, f. 18. maí
1971, gift Sigur-
bergi Ólafssyni.
Börn þeirra eru
Hekla Mekkín,
Hlynur Snær og
Sindri Freyr. 2)
Atli, f. 20. júní 1973,
kvæntur Sólrúnu Örnólfsdóttur.
Börn þeirra eru Alísa Rán og
Logi Christian. 3) Elenora, f. 30.
ágúst 1983, gift Jóhannesi Frey
Þorleifssyni. Börn þeirra eru
Ylfa Guðrún og Bergþór Atli.
Foreldrar Herdísar eru Stefán
Þ. Stephensen, f. 15. febrúar
1939, og Arnfríður Ingvars-
dóttir, f. 27. ágúst 1938, d. 4.
október 2012. Systkini Herdísar
eru 1) Þórarinn Stefánsson, f. 13.
desember 1964, kvæntur Petreu
Fimmtudaginn 13. september
ákváðu örlaganornirnar að saga
Sigurðar Bergþórssonar skyldi
vera öll.
Hann, maður í blóma lífsins,
hnígur örendur í fang vinar síns,
þar sem þeir snæða morgunverð á
Tálknafirði, æskuslóðum Sigurðar.
„Skjótt hefur sól brugðið
sumri.“ Í þau rúmu tuttugu ár
sem við nutum samveru Sigga bar
aldrei skugga á vináttu okkar.
Hann var háttprúður, hæglátur
maður og bar með sér þokka hins
ráðvanda manns.
Nú, þegar Siggi er hallur úr
heimi, biðjum við örlagadísirnar
að fara mildum og mjúkum hönd-
um um syrgjendur hans, sem sitja
í angist sorgarinnar og stara
spyrjandi augum í tómið.
Við kveðjum vin okkar, tengda-
son og mág með virðingu og að-
dáun.
Far nú vel, Sigurður.
Stefán Stephensen og
Þorsteinn Stephensen.
Það var hræðilegt símtalið að
morgni fimmtudagsins 13.
september þegar mér var tilkynnt
að Siggi bróðir væri látinn.
Hugurinn sveimar um, en allt
mitt líf hefur hann passað upp á
mig og gat ég alltaf leitað til Sigga
ef eitthvað var að. En nú er komið
að mér að passa upp á Ingvar og
Herdísi og skal ég gera það eftir
bestu getu. Missir þeirra er mikill
og okkar allra og er ég viss um að
þeir Siggi afi séu sameinaðir á ný.
Samband Ingvars og Sigga var
ótrúlegt og voru þeir ekki bara
nánir feðgar heldur bestu vinir og
var tónlistin þeim báðum hjartans
mál.
Siggi hafði gaman af því að
ferðast og ferðuðust þau Herdís
heimshorna á milli og var líf þeirra
stundum ævintýri líkast, einnig
voru ferðirnar vestur á Tálkna-
fjörð með Tedda honum mikil-
vægar og það var þar sem ferða-
laginu lauk.
Ég og fjölskylda mín þökkum
fyrir allt, allar utanlandsferðirnar,
bústaðaferðirnar og allar sam-
verustundir sem við áttum saman.
Við trúum því að þú sért farinn
vit ævintýranna og hlustir á Turn
Me Loose með Loverboy í botni.
Elsku Herdís, Ingvar, mamma,
pabbi og Yngvi bróðir. Minning
um góðan dreng og stóra bróður
minn mun lifa.
Þinn bróðir
Friðrik Þór.
Um þessar mundir eru ríflega
tuttugu ár síðan Herdís, mín kæra
frænka, kom með Sigurð Berg-
þórsson inn í líf fjölskyldunnar.
Ég verð að játa að fyrst um sinn
hafði ég talsverðar efasemdir um
þennan hægláta töffara sem lét yf-
ir sig ganga alla stríðni og fyrir-
ferð okkar frændsystkinanna án
þess að haggast. Hann brosti bara
góðlega, leit blíðlega til Herdísar
og hló jafnvel kurteislega með
aulafyndninni þó svo að hún væri á
stundum á hans kostnað. Það var
sama hvað við frændur rembd-
umst við fyndnina eins og rjúpur
við staur, þessum gaur að vestan
bara varð ekki haggað. Sigurður
ætlaði greinilega ekki að láta ein-
hverja fimmaurabrandara-
frændur bola sér burt frá Herdísi
og Ingvari sem hún bar þá undir
belti.
Áfram tölti tíminn og fyrr en
varði var Siggi búinn að heilla sína
nýju stórfjölskyldu með þolin-
mæði, lúmskum húmor og ein-
stakri ljúfmennsku. Fljótlega vissi
maður sem var að Herdísi og
Ingvari væri vel borgið hjá þess-
um hægláta manni sem tók öllu
mótlæti af yfirvegun og æðruleysi.
Aldrei heyrði ég hann kvarta en
alltaf var hann þess umkominn að
sýna öðrum samhygð og gæsku.
Aldrei heyrði ég hann tala illa
um aðra og aldrei hef ég heyrt
nokkra sálu hafa nema gott að
segja um þennan gæðadreng. Sig-
urður Bergþórsson var að sönnu
góður maður.
Það var því öllum mikið áfall
þegar Sigurður varð bráðkvaddur
nú fyrir skömmu, aðeins fimmtug-
ur að aldri. Missir Herdísar, Ingv-
ars og nánustu fjölskyldu Sigurð-
ar er mikill og sár og því munu
engin orð fá breytt.
En eins og þegar Siggi sigraði
hjörtu stórfjölskyldunnar verða
tíminn og gæskan með þeim í liði
og minningin um góðan dreng
mun lifa langa daga.
Elsku Herdís og Ingvar, við
Magga og fjölskyldan öll sendum
ykkur og öllum nákomnum Sig-
urði Bergþórssyni, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum.
Magnús Guðmundsson.
Það er svo stutt síðan ég hitti
Sigga í Sundhöllinni. Yfirleitt
finnst mér óþægilegt að hitta fyrir
einhvern sem ég þekki, almennt,
en sérstaklega í sundi. Ég hef hins
vegar vonast til þess að rekast á
hann síðan: Í kringum Sigga var
yfirmóta ljúft andrúmsloft og ég
minnist þess hvað ég hef alltaf sótt
í það að vera nálægt honum í fjöl-
skylduboðum. Fannst Siggi skyld-
ari mér en flestir, þótt það væru
ekki blóðtengsl nema þá í gegnum
hans elskulega son. Þeir feðgarnir
svo heppnir hvor með annan, og
við öll með þá báða.
Siggi var yndislegur maður og
það er ekki aðeins ósanngjarnt
heldur einnig svikult af örlögun-
um að svipta okkur sem eftir sitj-
um návistum með svona fallega
manneskju – innan sem og utan.
Svona allt of, allt of snemma.
Hann var svalur og hlýr. Töff
og blíður. Töfrandi blik í augum
hans og bak við þau einhverjir
göldróttir straumar. Munum þá.
Söknuður eins og sá sem er að
honum ristir djúpt og ég veit að
hann mun fylgja okkur mörgum í
ófyrirsjáanlega langan tíma.
Hann mun koma aftan að manni.
Hann mun sækja að manni. Hann
mun reynast okkur þungbær.
En eftir stöndum við andlega
forrík af því að hafa fengið að
kynnast svona góðum manni.
Og verðum kannski betri hvert
við annað í minningu hans.
Hafsteinn Ólafsson.
Sigurður
Bergþórsson
Ævi Kristínar
Þór er lokið og útför
hefur farið fram, en
hugur minn leitar
svo stíft í gömlu
minningarnar um hana að mig
langar að skrifa nokkur þakkar-
og minningarorð.
Kristín Þór var mikill gleði-
gjafi og góður vinur. Hún hafði
mikil áhrif á líf mitt á unglings-
árum mínum gegnum starf
KFUM og KFUK. Þar var hún
sjálfboðaliði í tónlistarlífinu,
stofnaði æskulýðskór og kenndi á
gítar. Stór og kröftugur kór með
ungu fólki 15-25 ára var bæði
okkur kórfélögum og samkomu-
gestum til mikillar gleði. Hún
kenndi þeim sem vildu á gítar og
myndaði stóra gítarsveit sem
leiddi söng á almennum samkom-
um. Við lærðum að anda rétt,
koma rétt fram, nota rétt gítar-
grip og taka í strengina með
ýmsum hætti frekar en að slá
strengina. Stínu var umhugað
um að framkoma okkar og tónlist
væri tæki til að miðla blessun
Guðs.
Stína Þór var ekki aðeins
kennari okkar og leiðbeinandi,
hún var líka vinur. Starf hennar
og framkoma skapaði vináttu og
gleði. Þegar ég varð stúdent gaf
hún mér áletraða silfurskeið sem
ég nota enn og hugsa um hana í
þakklæti.
Kristín Hulda Þór
✝ Kristín HuldaÞór fæddist 13.
júní 1924. Hún lést
6. september 2018.
Útför Kristínar fór
fram 20. september
2018.
Eftir unglings-
árin flutti ég til
Hafnarfjarðar og
tók þátt í starfi
KFUK þar og þang-
að kom Stína oft
með æskulýðskór-
inn og vináttan hélt
áfram. Eftir að hún
flutti til Vestur-
heims 1972 hafði ég
ekki samband við
hana en frétti af
henni gegnum aðra vini okkar.
Síðast talaði ég við Stínu í síma
fyrir nokkrum árum, þegar ég
var að leita að nótum, sem mig
langaði að eiga. Hún var jafn glöð
í tali og fyrir 50 árum og benti
mér á leið til að finna nóturnar.
Það voru nótur að þeim söng sem
oftast hefur leitað á huga minn
síðan Stína Þór kenndi okkur
hann fyrir ca 60 árum og er ortur
út frá Davíðssálmi 150.
Sálmurinn verður mér sem
lofgjörð og þakkargjörð fyrir líf
Stínu Þór og í minningu hennar.
Lofið Drottin í bústað hans,
lofið Drottin, ó, þér himnar,
fyrir mikilleik máttar hans,
fyrir veldi tignar hans.
Lofið Drottin Guð með lúðrum,
lofið þér hann með hörpu og gígju.
Lofið þér Drottin vorn með bumbum,
svo og með strengjaleik og pípum.
Látið þér bjöllurnar hann lofa.
Lofið, já, lofið Guð.
Allt sem líf og anda á
lofi, göfgi, tingi, mikli
heiðri, hylli Guð.
Hallelúja, hallelúja,
lofið Drottin Guð.
Hallelúja.
Stína Gísladóttir.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Magnús ElíasSigurðsson
fæddist á Sólvöllum
á Skagaströnd 17
júlí 1962 . Hann lést
í Reykjanesbæ 16.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Magnússon, f.
18.11. 1920, d. 2.8.
2002, og Dórothea
Hallgrímsdóttir, f.
8.5. 1940, d. 17.10. 2004. Syst-
kini Magnúsar samfeðra eru
Björn, f. 5.3. 1944, d. 30.12.
1996; Árni, f. 17.10. 1945, d.
14.11. 2006; Þórunn, f. 28.2.
1949; alsystkinin eru Jósep
hennar eru Gunnar Oddgeir
Sigurðsson, f. 20.10. 1949, og
Stefanía Bragadóttir, f. 17.3.
1956. Börn Magnúsar og Hrafn-
hildar eru Helgi Már, f . 29.5.
1990, sambýliskona hans er
Birgitta Gunnarsdóttir, f. 27.4.
1986, og eiga þau eina dóttur.
Helgi á tvö börn af fyrra sam-
bandi: Elva Dögg, f. 26.4. 1992, á
hún eina dóttur. Sigurður, f. 7.3.
1993, sambýliskona hans er
Friðgerður R. Auðunsdóttir, f.
14.9. 1988, og eiga þau einn son.
Stefanía Bjarney, f. 26.8. 1994,
sambýlismaður hennar er Jó-
hannes Helgi Benonýsson, f.
29.4. 1986.
Magnús Elías ólst upp á
Skagaströnd og flutti á Suður-
nesin 1981 og starfaði alla sína
tíð við fiskverkun og sjó-
mennsku.
Jarðarför hans fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 26.
september 2018, klukkan 13.
Hjálmar, f. 8.5.
1961; Sigríður Að-
alborg, f. 1.7. 1963;
Ævar Þórarinn, f.
4.6. 1964, d. 28.11.
1964; Hjörtur Þór-
arinn, f. 9.6. 1965,
d. 9.5. 2015; Rósa
Dröfn, f. 24.8. 1967;
Kolbeinn Vopni, f.
6.6. 1972; Hugrún
Gréta, f. 28.7. 1973;
sammæðra eru
Omel, f. 4.3. 1978, Gunnþór Ingi-
mar, f. 11.9. 1979.
Kona Magnúsar Elísar er
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, f.
9.9. 1972, tómstunda- og félags-
málafræðingur. Foreldrar
Enn eina ferðina sest ég nið-
ur og skrifa minningarorð til
systkinis. Það er erfitt að
kveðja þig, elsku Maggi minn.
Við vorum ekki bara bræður
heldur líka vinir og þó svo að
við höfum ekki alltaf verið sam-
mála þá jafnaði það sig. Við vor-
um miklir grallarar sem börn
og þurftum að prófa allt og mik-
ið vorum við í fjörunni, sem
nánast varð okkur að fjörtjóni
en sluppum með skrekkinn.
Seinna lá svo leiðin til sjós og
vorum við stundum samskipa
en ekki alltaf og það var oft
mikið fjör a milli túra. Síðan
kynntist þú konunni þinni
Hrafnhildi og þið hófuð búskap
í Grindavík. Þú vildir endilega
að ég flytti til Grindavíkur en
ég var með konu og eitt barn og
sagði að það væri ekkert hús-
næði laust. Þú sagðir, það er
ekkert mál, þið búið hjá okkur
þangað til við finnum húsnæði
og það varð úr. Þetta var ynd-
islegur tími, mikið spilað á spil
og brasað í skúrnum. Ég keypti
svo hús þarna og þá kom það í
ljós að þið höfðuð átt það einu
sinni og keypt það af Högna
Jessyni frá Skagaströnd. Svo
fjölgaði börnunum hjá okkur og
mikið fjör var á þessum tveimur
heimilum. Þú komst oft og
spurðir hvað væri í matinn því
þá var eitthvað í matinn heima
hjá þér sem þig langaði síður í,
en þú varst mikill matmaður.
Þarna mynduðust mjög sterk
tengsl milli barnanna okkar
sem halda enn í dag og svo á
milli þín og strákanna minna
sem kölluðu þig pabba númer
tvö.
Síðastliðin ár hafa verið erfið
hjá ykkur, uppeldi á barnabörn-
um og Gummi litli mikið veikur
og hefur þurft að vera mikið á
spítala og Hrafnhildur með hon-
um eins og klettur. Þú heima að
hugsa um hin og vinna þína
vinnu. Svo ég í miklum veik-
indum og þú studdir mig og þið
öll mikið í því þannig að álagið á
ykkur er búið að vera gríðar-
lega mikið. Strákarnir mínir
eru hjá frændsystkinum sínum
þessa dagana og halda þau utan
um hvert annað og við styðjum
öll hvert annað þessa dagana.
Ég gæti skrifað endalaust um
okkar samskipti en orð eru orð
en minningin lifir. Farðu í friði,
elsku bróðir, og Guð styrki fjöl-
skylduna þína núna. Núna taka
bræður okkar og foreldrar á
móti þér, vertu bless, elsku
Maggi minn.
Jósep Hjálmar
Sigurðsson.
Magnús Elías
Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar