Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 25
Raðauglýsingar Smáauglýsingar
Dýrahald
Folöld til sölu
Folöld undan Aðalsteini frá Íbíshóli til
sölu í Húsey í Skagafirði. Aðalsteinn
fór í aðaleinkunn upp á 8,47 í sumar,
8,66 fyrir hæfileika, þarf af 9 fyrir tölt
og skeið.
Folöldin sýna allar gangtegundir.
Áhugasamir geta haft samband í s.
898-9895 eða með því að senda póst
á felix@norfish.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
í Glæsibæ
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir
falleg heimili. Handskornar kristals-
ljósakrónur, veggljós, matarstell,
kristalsglös til sölu.
BOHEMIA KRISTALL
Glæsibær. Sími 7730273
Málarar
Málarar.
Faglærðir málar geta bætt við
sig verkefnum. Öll almenn
málningarþjónusta í boði.
uppl. í síma 696-2748, netfang:
loggildurmalari@gmail.com
Bílar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Opin vinnustofa kl. 9-12.30, jóga 60+ kl. 12.30-13.30,
söngstund kl. 13.45-14.30, Bókaspjall með Hrafni kl. 15-15.45.
Árbæjarkirkja Haustferð Opna hússins, félagsstarfs fullorðinna, um
Reykjanes verður farin í dag. Lagt verður af stað með rútu frá
Árbæjarkirkju kl. 11. Verð 4000 kr. á mann. Nokkur sæti laus. Skráning
fer fram hjá Arngerði í síma 820-9558. Allir velkomnir. Athugið að
kyrrðarstund fellur niður í dag vegna haustferðar.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10.
Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir úti- og innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur
kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Nýliðakynning haldin í félagsmiðstöð
eldri borgara Gjábakka, Fannborg 8, miðvikudaginn 26. september kl.
17-18.30. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér það góða og fjölbreytta
starf sem er í boði fyrir eldri borgara í Kópavogi þá endilega kíktu við.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Myndlist kl. 9-12. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spila-
mennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Eldri borgara starfið í Breiðholtskirkju er komið af
stað. Það er alla miðvikudaga kl. 13.15 ýmislegt boðið uppá.
Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum kl. 13-16. spilað,
spjallað og kaffið góða frá Sigurbjörgu í eldhúsinu. Sóknarprestur
verður með hugleiðingu og bæn. Á miðvikudaginn verður Halldóra
Brynjarsdóttir með kynningu á Avon snyrtivörum. Allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13,
postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband
kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30,
dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, söguhópur kl. 15.30-16.15.
Verið velkomin til okkar á Vitatorg. Lindargötu 59. Síminn er 411-9450
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi
kl. 9.30. Liðsstyrkur, Sjálandi kl.10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í
Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opnar kl. 10. Allir velkomnir.
Gerðubergr Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa-
módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl.
13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Ath.! Nýliðakynning verður hald-
in í félagsmiðstöð eldri borgara, Gjábakka, Fannborg 8, í dag kl. 17 til
18.30. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér það góða og fjölbreytta starf
sem er í boði fyrir eldri borgara í Kópavogi þá endilega kíktu við.
Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14.
Helgistund, upplestur o.fl. Kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin.
Gullsmári Nýliðakynning haldin í félagsmiðstöð eldri borgara
Gjábakka, Fannborg 8, í dag kl.17-18.30. Ef þú hefur áhuga á að kynna
þér það góða og fjölbreytta starf sem er í boði fyrir eldri borgara í
Kópavogi þá endilega kíktu við. Allir velkomnir.
Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði
kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16. Línudans f. byrjendur kl. 17.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir.
Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45. Zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.30, línudans með Ingu kl. 10-
11.15. Hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir 9 samdægurs), hádegis-
matur kl. 11.30. Zumabaleikfimi með Auði kl. 13-13.50. Kaffi kl. 14.30.
Tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari
uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Glerlistarnámskeið kl. 9 í Borgum, gönguhópar kl. 10 í
Borgum og í Egilshöll. Keila kl. 10 í Egilshöll. Hópsöngur með
Jóhanni Helgasyni gleðigjafa kl. 13 í Borgum og Korpúlfakaffi kl.
14.30 í Borgum, ágóði rennur í félagsstarf Korpúlfa. Qigong með Þóru
Halldórsdóttur kl. 16.30 í Borgum, allir velkomnir að vera með.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30. Trésmiðja kl. 9-12. Morgunleik-
fimi kl. 9.45. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12. Upplestur kl. 11.
Félagsvist kl. 14. Bónusbíllinn kl. 14.40. Heimildarmyndasýning kl. 16.
Seltjarnarnes Gler, glerbræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð Félags-
heimilisins. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffi-spjall í
króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunn kl. 12. Timburmenn Val-
húsaskóla kl. 13. Handavinna Sjólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund-
lauginni kl. 18.40. BINGÓ í SELINU í kvöld kl. 20.15. Haustfagnaður í
salnum á Skólabraut á morgun kl. 16-19.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn-
ir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4 kl. 10.
Kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30,
stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Gestir frá biblíuskólan-
um Fjellheim. Allir velkomnir.
Man LE10.180. Flutningabíll með
lyftu til sölu
Ekinn aðeins 159 þús km. Mjög gott
ástand. Bifreiðin var í eigu IKEA.
Einnig Mercedes Benz Sprinter Maxi
4x4 framleiddir júlí 2016. Ekinn 11
þús. Hátt og lágt drif. Hlaðinn smá-
hlutum. Var sýningarbíll.
Uppl. í s. 7679803.
Elsku Stebbi
bróðir minn, það er
svo fjarstæðukennt
að sitja hér og skrifa um þig
minningargrein.
Ég veit ekki hvar ég á að
byrja, mig vantar réttu orðin
en ég þarf að segja svo margt.
Þú varst systkinið sem ég þráði
alltaf að eignast.
Ég var einbirni í tíu ár og
þráði það heitast að eignast
systkini. Ég fékk þig, þegar
mamma mín og pabbi þinn gift-
ust og stofnuðu saman heimili.
Við, ég og þú, vorum án und-
antekninga vinir.
Hvernig var annað hægt? Þú
svo auðmjúkur, ljúfur og hvers
manns hugljúfi. Þú varst
hrekklaus og gerðir aldrei
neinum neitt, vildir öllum vel.
Ég viðurkenni að þegar gelgjan
bankaði upp á hjá okkur þá
vorum við ekki alveg á sömu
bylgjulengd.
Ég mátti engu missa af og
fór líklega aðeins harkalegar í
gegnum gelgjuna en þú. Þú aft-
ur á móti vast hæglátur og laus
við mestalla unglingaveiki. Það
fór meira að segja stundum í
taugarnar á mér hvað þú varst
þægur.
Ég sagði t.d. við þig þegar
þú fórst á Laugarvatn í skóla
að þú gætir nú alveg stolist út
um gluggann og kannski heim-
sótt stelpurnar í næstu álmu.
Ég sagði: „Stebbi, vertu prakk-
ari, gerðu eitthvað svona
spennó, strákar á þínum aldri
gera það.“
En þér þótti þetta ekki vera
spennandi, þú hummaðir bara
og sagðir: „Já, já.“ Ég heyrði
svo síðar að þér hefðu verið af-
hentir lyklar og þér falið það
hlutverk að læsa heimavistinni
á kvöldin þar sem þú varst
ábyrgur og ekki með neitt ves-
en.
Þannig varst þú. Alltaf pott-
þéttur í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur, alveg sama hvað
það var. Þú varst alltaf stund-
vís og alltaf var hægt að
treysta á þig.
Ég á margar góðar minn-
ingar frá því þegar að við átt-
um heima á Langholtsvegi og
gengum í Vogaskóla.
Á unglingsárunum fluttum
við fjölskyldan svo í Grafarvog-
inn þar sem þú gekkst í Húsa-
skóla.
Þar kynntist þú mörgum af
þínum æskuvinum sem voru
vinir þínir til dauðadags. Þessi
tími sem við bjuggum á Lang-
holtsvegi og í Grafarvogi var
góður tími og okkur leið vel
saman.
Við fengum strangt en gott
uppeldi, foreldrum okkar var
annt um það að við stunduðum
skólann af samviskusemi og þá
sérstaklega að við lærðum vel
okkar eigið tungumál.
Stafsetningar- og málfars-
Sigurþór Stefán
Jónsson
✝ Sigurþór Stef-án Jónsson
fæddist 6. janúar
1980. Hann lést 17.
september 2018.
Útför Sigurþórs
Stefáns fór fram
24. september
2018.
villur voru hrein-
lega ekki í boði og
við leiðrétt undir
eins.
Mamma og
pabbi voru alltaf til
staðar fyrir okkur
og við vissum það.
Við bjuggum við
mikið öryggi, átt-
um með foreldrum
okkar fullt af
gæðastundum
hvort sem það voru sundferðir,
skíðaferðir eða utanlandsferðir.
Þær góðu minningar geymum
við í hjörtum okkar.
Síðastliðin ár hef ég búið á
Akureyri og samband okkar því
lítið annað en í gegnum sam-
félagsmiðla og síma. Ég fékk
þó alltaf nánari fréttir af þér í
gegnum foreldra okkar og við
hittumst oftast í mat hjá þeim
þegar ég kom í borgina.
Bæði eiginmanni mínum og
börnum líkaði vel við þig, börn-
unum mínum fannst alltaf gam-
an þegar þú varst að fíflast í
þeim og leika. Ég mun ávallt
virða og varðveita minningu
þína að eilífu.
Ég kveð þig með trega, elsku
Stebbi, og vona að það verði
tekið vel á móti þér á þeim stað
sem þú ert nú.
Þín
Birgitta systir.
Stebba kynntist ég þegar við
fjölskyldan fluttum í Snæland 2
haustið 2009. Stebbi var dreng-
ur góður, duglegur og umfram
allt mjög kurteis að öllu leyti.
Stebbi leitaði reglulega til mín
með mál og verkefni er vörðuðu
Snælandið og yfirleitt þróuðust
málin út í samtöl um daginn og
veginn.
Það kom fljótlega í ljós að
við deildum áhugamáli sem var
enska knattspyrnan og okkar
lið var Manchester United.
Við hittumst oft og áttum
fjölmörg samtöl, ýmist um fót-
boltann, kvikmyndir og/eða
sjónvarpsþætti fyrir utan Snæ-
landið, á bílastæðinu, eða inni á
gangi.
Við gáfum okkur ávallt þann
tíma sem þurfti, hlustuðum á
hvor annan, skiptumst á skoð-
unum og alltaf endaði samtal
okkar á góðri kveðju.
Stebbi var ekki að flækja
hlutina mikið í kringum sig.
Hann vann hjá Eimskipi, þar
sem hann var ýmist á dag- eða
kvöldvakt og hann missti ekki
úr vakt.
Starfið skipti hann miklu
máli og hann sinnti félagslífinu
þar en utan vinnunnar var það
svo boltinn sem var aðaláhuga-
málið.
Það er ómetanlegt að eiga
góða nágranna. Stefán var
slíkur.
Hann sparaði okkur oft spor-
in ef lyklar að sameign gleymd-
ust á efstu hæðinni. Þá var
bara að banka hjá honum og
málið leystist. Ég minnist góðs
félaga sem vildi öllum vel og
var ávallt til í að hjálpa ef þess
þurfti.
Blessuð sé minning Sigur-
þórs Stefáns Jónssonar, góðs
drengs í einu og öllu.
Ragnar Vignir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar