Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 29

Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Öllum er nauðsyn að eiga sér draum og geta gefið sér tíma til þess að láta hann rætast. Þú verður að ljúka við þau verkefni sem þú hefur tekið að þér áður en þú gerir þér dagamun. 20. apríl - 20. maí  Naut Segðu hefðbundnum viðhorfum stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar hugmyndir. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hefur skoðað allar hliðar málsins gaumgæfilega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að samþykkja fólk eins og það er bætir bæði framkomu þína og sambönd. Í dag breytist allt í gull sem þú snertir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu hliðarskref í vinnunni sem gagnast þér betur til langtíma á framabraut- inni. Vertu hvergi smeykur því þú hefur alla burði til að vinna erfið verk. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur einstæðan hæfileika til að um- gangast fólk og hjálpa því til að koma auga á hæfileika sína. Gefðu öðrum tíma til þess að melta það sem þú hefur fram að færa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður dagur til að gera breyt- ingar á nánasta umhverfi þínu. Kannski sérðu nýjar lausnir. Notaðu krafta þína til þess að laða nýjan vin að vinahópnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það ætti ekki að vera valmöguleiki hvort þú notar hæfileika þína eða ekki – það er nauðsynlegt. Lykillinn að velgengni er að hafa trú á henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsöryggi þitt hjálpar þér til að vinna fólk á þitt band. Gættu þess bara að það sem þú færð í staðinn fyrir það sem þú leggur á þig sé fyrirhafnarinnar virði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er vænlegur í samskiptum við foreldra og yfirmenn. Ekki láta gylliboð og skyndigróða afvegaleiða þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það virðist eiga vel við þig að hafa mörg járn í eldinum. Þú hefur gert allt sem þú getur og nú er komið að því að taka ákvörðun. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki draga þig inn í deilur manna á vinnustað þínum. Nýtt verkefni, ný ábyrgð eða stefnumót við einhvern í fyrsta sinn mun gefa þér mikla orku. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Þig langar til að skemmta þér með fjölskyldu þinni og vinum í dag. Helgi Ingólfsson orti á sunnu-dagseftirmiðdegi á Boðnar- miði: Oft mér reynist gangan góð er geng ég út með Rex; matreiði við milda glóð, því matarlystin vex; yrki síðan lítið ljóð og leita þá í sex- u. Helgi gaf þessa skýringu neðan- máls: „Ef menn skyldu ekki vita, þá er sexa bragarháttur, sem lýtur eftirfarandi lögmálum: 6u-háttur er sex ljóðlínur sem ríma á víxl og eitt u í endann. Aðrir stafir eins og a eða i koma ekki til greina.“ Dauðinn er klassískt yrkisefni. Páll S. Elíasson yrkir: Ég óttast þig ei lengur, þú föli gamli gestur. Þó gangir þú um dyrnar, ég kvíði ekki neinu. Því rétt utan við túngarðinn þar bíður bleikur hestur. Með beisli, hnakk, og járnaður til ferðarinnar einu. Og honum mun ég hljóður um grónar götur ríða mót geislum aftanroðans að hafsins ystu strönd. Þar „Karon“ situr rólegur, brottfarar að bíða. Svo beri mig hans ferja í óminnisins lönd. Dagbjartur Dagbjartsson rifjaði upp vísu Höskuldar frá Vatnshorni: „Ég býst til ferðar á bleikum hesti og biksvart myrkrið hylur veg. Mig vantar allt sem er veganesti og veit að færðin er djöfulleg.“ Kristjana Sigríður Vagnsdóttir sagði þetta er frábært hjá þér Palli – „ég vissi ég vissi og vissi“: Fyrir handan hafið er hörku góður gestur, sem gaman er að hitta og fylgja honum stund. Það er oft á kvöldin , sem bardaginn er bestur við bregðum þá upp stöku, sem bætir okkar lund. En úti á grænni grundu við höfum margs að minnast og máske verður hádegið okkar besta stund. Úti á miðjum akri er ósköp kært að kynnast – hvernig okkur vegnar við fyrsta gleði fund. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sexa, Karon og bleikur hestur „EKKI GRÁTA, MAMMA. ÉG LÆT EKKI KLIPPA ÞAÐ ALLT AF.“ „ÉG SÉ AÐ ÞÚ MUNT GEFA MÉR FIMMÞÚSUNDKALL Í ÞJÓRFÉ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda andlitinu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ SPÁ Í AÐ FÆRA SJÓNVARPIÐ HA?! KANNSKI Í HINN ENDA STOFUNNAR SJÁUM TIL... ÞAÐ STYTTIR REYNDAR FERÐINA ÚR ELDHÚSINU UM FIMM SKREF. SAMÞYKKT! VIÐ VILLTUMST OG ÞURFUM HJÁLP! BURT, VÍKINGAR, EÐA BLÓÐI YKKAR VERÐUR ÚTHELLT! MUNIÐ AÐ NOTA ALLTAF KALT VATN, EKKI HEITT, TIL AÐ NÁ BLÓÐBLETTUM ÚR FÖTUM! KONAN HANS ER ÞÓ HJÁLPLEG. Frétt um aukningu reiðufjár í um-ferð hér á landi vakti athygli Víkverja. Þótti honum á skjön við sínar viðteknu hugmyndir að við- skipti væru orðin meira og minna rafræn og fyrir vikið væri farið að draga verulega úr notkun reiðufjár. Málið skýrðist þó þegar fram kom að stóran hluta aukningarinnar mætti rekja til ferðamanna, þótt Ís- lendingar ættu einnig hlut að máli. x x x Við lestur þessarar fréttar rifj-aðist upp fyrir Víkverja að ein- hvern tímann hefði hann lesið að miklar dollarafúlgur lægju undir koddum víða um heim. Ástæðan væri sú að víða um heim væru gjaldmiðlar ótraustir og fólk reyndi því að komast yfir dollara því að þeir væru fastari í hendi. x x x Víkverji telur ekki ástæðu til aðætla að krónan muni gegna slíku hlutverki, en velti þó fyrir sér að búast mætti við að þó nokkuð af krónum dagaði uppi utan landstein- anna. Að þessari vísindalegu nið- urstöðu komst hann með því að fylgjast með eigin hegðun. Hann kaupir undantekningarlaust gjald- eyri þegar hann fer til útlanda. Iðu- lega tekst honum ekki að koma öll- um þessum gjaldeyri í lóg. Fyrir vikið er hann með peninga héðan og þaðan í krukkum og skúffum. x x x Gert er ráð fyrir 2,2 milljónumferðamanna hér á landi á þessu ári. Ef gert er ráð fyrir því að hver þeirra sitji upp með 500 krónur í reiðufé að meðaltali þýðir það að 1,1 millarður króna endar utan landsteina og verður jafnvel aldrei notaður aftur. Í fréttinni kom fram að það kostaði þrjár krónur að slá eina krónu. Ef þetta eru krónupen- ingar er tapið því talsvert. Öðru máli gegnir ef þetta eru seðlar. 21 krónu kostar að prenta 10.000 króna seðilinn. Hagnaðurinn af hverjum óútleystum seðli yrði 9.979 krónur. Víkverji er ekki lengra kominn með útreikninga sína, en slík prentun hlýtur að vera nokkuð ábatasamleg þótt ekki viti hann mikið um hagfræði óútleysts fjár. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér. Sálmarnir 84.13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.