Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Stórsveit Reykjavíkur hefur nýtt
starfsár með tónleikum í Silf-
urbergi í Hörpu í kvöld kl. 20.
Stjórnandi á tónleikunum og höf-
undur tónlistar er kanadíska tón-
skáldið Franky Rousseau sem hef-
ur vakið mikla athygli og er á
meðal fremstu höfunda stórsveita-
tónlistar af yngri kynslóðinni í
New York um þessar mundir, eins
og segir í tilkynningu frá stórsveit-
inni. Rousseau er meðal annars
þekktur fyrir samstarf sitt við pí-
anóstjörnuna Aaron Parks og eru
tónleikarnir sagðir tækifæri til að
heyra það nýjasta frá New York.
Stórsveit Reykjavíkur var stofn-
uð árið 1992 og hefur starfað með
mörgum innlendum og erlendum
stjórnendum, m.a. Maria Schnei-
der, Frank Foster, Bob Mintzer
og Bill Holman. Sveitin hefur frá
upphafi reynt að hafa verkefnaval
sitt fjölbreytt og hefur meðal ann-
ars flutt ný verk eftir innlenda og
erlenda höfunda og átt samstarf
við tónlistarmenn úr poppi og
rokki. Þá hefur hún gefið út
nokkrar hljómplötur í eigin nafni
auk þess að leika á plötum ann-
arra tónlistarmanna og hljóm-
sveita.
Hressir Liðsmenn Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu þar sem tónleikarnir verða haldnir í kvöld.
Hefja starfsárið með Rousseau
Stjórnandinn Franky Rousseau.
Drottningin á Júpíter erfyrsta skáldsaga JúlíuMargrétar Einarsdótturen hún hefur áður sent
frá sér smásagnasafn og ljóðabók.
Drottningin á Júpíter tekur lesand-
ann með trompi og höfundur spilar
með hann og kemur sífellt á óvart
líkt og aðalpersónan, Nóra, leikur á
samferðafólk sitt
með sögum úr
sárri fortíð og æv-
intýralegri nútíð
sem spennandi er
að ráða í.
Aðalpersónan
Elenóra Margrét
Lísudóttur segir
sjálf frá, hún er
listamaður og
sögumaður frá blautu barnsbeini og
knýr lífið áfram með óræðum sögum
og ævintýrum. Hún málar myndir og
semur ljóð sem hana dreymir um að
séu ekki bara „geðveikishjal heldur
alvöru póesía“, en losnar aldrei við
nagandi efann um að skáldskapur
hennar sé einskis virði. Hún elst upp
með fárveikri og kröfuharðri móður,
innilokuð í risíbúð með túbu-
sjónvarpi og vínylspilara og stórir
draumar, draugar og uppspuni eru í
aðalhlutverki. Nóra stendur þannig
til hliðar við hið venjulega borg-
aralega líf frá upphafi og á fullorðins-
árum takast á í henni óttinn við
hversdagslegt líf og þráin eftir því.
Nóra á einnig samastað á Ísafirði
hjá ömmu sinni og afa sem hún yf-
irgefur á unglingsárum, hún hefur
afar sársaukafulla sambúð með
Benedikt lækni sem hún lætur sig
hljóðlega hverfa úr kvöld eitt án fyr-
irvara, og ferðast síðar með vinum
sínum í dularfullum og ofsafengnum
sirkus sem hún á endanum yfirgefur
líka. Þannig hverfa allar persónur
sem hún myndar samband við úr lífi
hennar – nema barþjónninn sem
skenkir henni bjór og hlustar á sög-
urnar sem hún spinnur upp, hann
(sem reyndar er hún) yfirgefur hún
ekki. Og eini raunverulegi samastað-
ur Nóru er barinn Bravó, þar sem
hún unir sér innan um „rónaketti“ og
utangarðsfólk: „Barinn er eins og
hjartað, lífið er blóðrásin, allir aðrir
viðkomustaðir eru hluti af æðakerf-
inu. En allt streymi liggur aftur á
barinn.“
Þrátt fyrir að frásögnin sé öll lævi
blandin nær Júlía Margrét með hár-
fínum hætti að láta sögusvið og
stemningu verða ljóslifandi í huga
lesandans og skapa andrúmsloft sem
sogar hann til sín, það er nánast eins
og lesandinn sé á Bravó með Nóru.
Einnig er sorgin í sambúð hennar og
Benedikts ákaflega vel útfærð og
næstum áþreifanleg og hið sama má
segja um söknuðinn eftir móðurinni
sem er fínlega samofin öllum senum
bókarinnar.
Drottningin á Júpíter býður upp á
margskonar túlkanir enda marglaga
skáldsaga með mörgum vísunum.
Frásögnin er ekki línulaga heldur er
flakkað fram og aftur í tíma og á milli
sögusviða og reyndar er hvorki tími
né sögusvið einhlítt. Eftir því sem
líður á og lesandinn áttar sig á því að
Nóra er ekki sannsögul, fer hann að
efast um að raunsæislegu kaflarnir
séu allir þar sem þeir eru séðir og á
sama hátt fá óraunsæislegar og ólík-
indalegar senur nýja og aðra merk-
ingu: Hver er hvað? Renna margar
persónur saman í eina eða birtist
sama persónan í mörgum? Hvað ger-
ist og hvað er skáldað upp á barnum?
En hvað sem því líður þá er ill-
mögulegt að efast um hjarta sög-
unnar, Bravó, og sú spurning laumar
sér inn að lokum hvort Nóra, sem
átti svo stóra drauma, fari aldrei
lengra en þangað.
Barinn er eins og hjartað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Marglaga Skáldsaga Júlíu er marglaga með mörgum vísunum.
Skáldsaga
Drottningin á Júpíter bbbbn
eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur.
Deus, 2018. 240 bls.
HILDIGUNNUR
ÞRÁINSDÓTTIR
BÆKUR
Ronja Ræningjadóttir (None)
Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s
Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s
Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s
Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s
Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s
Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00
Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s
Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s
Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 27/9 kl. 19:30 12. s
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00
Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 28/9 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s
Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas.
Besta partýið hættir aldrei!
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s
Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Fös 26/10 kl. 20:00 aukas.
Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Mið 10/10 kl. 20:00 aukas.
Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s
Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Elly (Stóra sviðið)
Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s
Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s
Fös 28/9 kl. 20:00 151. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s
Sun 30/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s
Stjarna er fædd.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is