Morgunblaðið - 26.09.2018, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
ICQC 2018-20
Svartlyng hefst með lögbroti.Meðan ljósin koma upp ogleikhópurinn leggur síðustuhönd á leikmyndina með
nokkrum klósettpappírsrúllum
hljómar Lofsöngur Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar í bannfærðri
djassmeðferð Guðmundar Ingólfs-
sonar úr kvikmyndinni Okkar á
milli. Tónlist er mikið notuð í sýning-
unni, oftast skemmtilega þó að
sjaldnast sé jafn auðvelt og í upphaf-
inu að tengja valið efnislega við er-
indi sýningarinnar. Svo er sjálfstætt
rannsóknarefni hvers vegna leik-
stjórum sýninga með pólitískt er-
indi, finnst svona brýnt að skjóta
misvel útfærðum dansatriðum inn í
verk sín nú um stundir. En yfir-
drepsskapur og skinhelgi hinnar
sjálfshátíðlegu yfirstéttar er við-
fangsefni Guðmundar Brynjólfs-
sonar, leikstjórans Bergs Þórs Ing-
ólfssonar og samverkafólks þeirra,
svo gönuhlaup Guðmundar Ingólfs-
sonar við flygilinn slá réttan tón.
Það ríkir umsátursástand í ráðu-
neytinu. Ráðherrann, pólitískur
armur Svartlyng-fjölskyldunnar
sem á allt og má allt, á fullt í fangi
með að fela og/eða endurskoða
svartbók eina sem er víst full af
leyndarmálum og upplýsingum sem
munu koma honum, ríkisstjórninni,
fjölskyldunni og Flokknum illa. Og
er mögulega týnd. Kannski felst
lausnin í að semja hvítbók í stað
hennar, til viðbótar við hefðbundinn
útúrsnúninga- og undanbragðadans
við fjölmiðla. En það hefur sínar af-
leiðingar að láta hollustu frekar en
hæfileika stýra vali á aðstoðarfólki.
Fyrir utan að í sýndarheimi eins og
íslenskri pólitík er ekki alveg auð-
velt að vita hvað er hvítt og hvað
svart.
Pólitískt ádeiluleikhús er vand-
meðfarið verkfæri. Eitt er nú hvað
leikhúsformið er þungt í vöfum og
tímafrekt í framleiðslu, sem hentar
ekki sérlega vel ef tala á beint inn í
samtímann, skoða og skensa ráða-
menn meðan skandalarnir eru enn í
fersku minni. Annar vandi er sá að
litlar líkur eru á að þeir sem ætlunin
er að lesa pistilinn leggi á sig leik-
húsferð með tilheyrandi fjárútlátum
og fyrirhöfn. Stundum gleymist að
skúrkarnir eru næstum örugglega
fjarverandi og reiðigusur ganga yfir
áhorfendur sem langar mest að sam-
sinna öllu sem sagt er, en er stillt
upp sem óvinum. Hinar öfgarnar eru
líka dauði yfir áhugaverðri kvöld-
stund. Þá ríkir yfirlætið eitt, engra
spurninga er spurt enda allir sam-
mála um svörin og fara sjálfs-
ánægðir og umhugsunarlausir heim.
Það er langt síðan ég sá leiksýn-
ingu sneiða eins fimlega hjá þessum
skerjum án þess að bleyta um of í
eigin púðri og Svartlyng gerir.
Þar kemur ýmislegt til. Bergur
Þór er auðvitað einn okkar næmustu
leikstjóra og Guðmundur ágætlega
að sér í leikhúsi fáránleikans.
Hvernig þar er sótt í innantóma og
merkingarlausa síbylju þess sem við
köllum tjáskipti, en er oftast ein-
hverskonar valdaspil og feluleikur,
ekki síst þegar valdamenn tala.
Enda eru ræðuhöld og samræður
persónanna í senn fráleitar og hroll-
vekjandi kunnuglegar. Í sama skóla
er hægt að læra að nota einfaldar
líkingar og bernskt myndmál sem
jaðrar við fimmaurabrandara á
áhrifaríkan hátt. Þaðan kemur hug-
myndin um hendurnar sem fólk er
tilbúið að fórna frekar en að svíkja
flokkinn, og þaðan koma glerkassar
Evu Völu Guðjónsdóttur útlitshönn-
uðar sem gefa sviðinu form og tákna
gegnsæið, og klósettpappírinn sem
þjónar fjölbreyttum tilgangi, m.a.
sem forgengilegur pappír svart- og
hvítbókar.
Annað sem hjálpar er hvernig
farsafléttan sem liggur undir bygg-
ingu verksins er aldrei látin taka
völdin. Fyrir vikið verður aldrei
óþægilegt að það stendur greinilega
ekki til að leiða hana til lykta á við-
tekinn hátt, eða sækja beint í hana
kómískt eldsneyti í feluleik og vand-
ræðagang með hin ýmsu leyndarmál
flokks og fjölskyldu. Slík nálgun
hefði sett erindi sýningarinnar aftar
í forgangsröðina og það er alveg
ljóst að hér liggur fólki meira á
hjarta en svo að það hefði verið
ásættanlegt. Eftir hlé, þegar leiks-
lok nálgast verður erfiðara að víkja
sér undan kröfunni um lausn flétt-
unnar. Þá slaknar eilítið á spennunni
í sýningunni. Eins þegar tekin eru af
öll tvímæli um að hið óræða hneyksli
sem persónurnar hafa glímt við
lengi vel er sömu ættar og máls-
meðferðin á „ærumálinu“ sem
sprengdi ríkisstjórn Bjarna Bene-
diktssonar 2017. Frá sjónarhóli fag-
urfræði leikritunar hefði verið betra
að halda þó þeirri óræðni sem ríkir
fram að því allt til enda, en sennilega
var nokkrum hláturgusum fórnandi
fyrir hina óþægilegu og spennu-
þrungnu þögn sem breiðist yfir sal-
inn þegar þetta blasir loksins við án
tvímæla.
Ráðherrann og ráðstýran eru fólk
sem rétt nær að halda framhliðinni í
skorðum meðan allt leikur á reiði-
skjálfi hið innra og Sveinn Ólafur
Gunnarsson og Sólveig Guðmunds-
dóttir eru bæði vel þjálfuð í týpum af
því taginu. Það er alltaf stutt í árás-
argirni ráðherrans hjá Sveini Ólafi,
og nefna má tvö glæsileg atriði þeg-
ar fer að halla undan fæti í síðari
hluta sýningarinnar. Fyrst þegar
hann skrúfar frá kynþokkanum og
heillar fréttakonu upp úr skónum og
frá vitinu, og svo aftur síðar þegar
hann afvegaleiðir sömu fréttakonu í
beinni útsendingu með því að játa
grátklökkur á sig heppilega yfirsjón
til að moka yfir alvarlegri ásakanir. Í
báðum þessum atriðum fær hann
verðugan mótleik frá Valgerði Rún-
arsdóttur. Ræða ráðstýru Sólveigar
um dætur sínar snemma í verkinu
var annað frábært augnablik sem og
samskipti hennar við fatlaða glugga-
þvottamanninn sem hún á erfitt með
að trúa að geti verið Íslendingur.
Þór Tulinius skapar þar dásamlegan
kall. Benedikt Karl Gröndal er
kostulegur sem tækifærissinnað
fórnarlamb aðstæðna og harmur
hans yfir að vera fluttur yfir í um-
hverfisráðuneytið verður í minnum
hafður. Þá er ótalin Ragnheiður
Eyja Ólafsdóttir sem hnýtir enda-
hnút sýningarinnar á táknrænan
hátt og minnir á að þrátt fyrir allan
galgopaskapinn og fyndnina er
dauðans alvara á bak við Svartlyng.
Rammpólitískt og hraðsoðið ádeilu-
verk sem virkar.
Já ráðherra
Ljósmynd/Leifur Wilberg
Ádeiluverk „Rammpólitískt og hraðsoðið ádeiluverk sem virkar,“ segir í rýni um Svartlyng.
Tjarnarbíó
Svartlyng bbbbn
Eftir Guðmund Brynjólfsson. Leikstjóri
og hljóðmynd: Bergur Þór Ingólfsson.
Leikmynd, búningar og gervi: Eva Vala
Guðjónsdóttir. Lýsing: Magnús Arnar
Sigurðsson og Hafliði Emil Barðason.
Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnars-
dóttir. Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnars-
son, Sólveig Guðmundsdóttir, Benedikt
Karl Gröndal, Valgerður Rúnarsdóttir og
Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir. GRAL
frumsýndi í Tjarnarbíói föstudaginn 21.
september 2018.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Jean-Claude Arnault var á lokadegi
réttarhaldanna yfir honum í Stokk-
hólmi sl. mánudag hnepptur í gæslu-
varðhald að kröfu ríkissaksóknara.
Honum er gert að sæta gæslu-
varðhaldi fram yfir dómsupp-
kvaðningu sem verður mánudaginn
1. október. Arnault er kvæntur
Katarinu Frostenson sem í vor vék
sæti úr Sænsku akademíunni eftir 26
ára starf í kjölfar harðvítugra deilna
innan SA um það hvernig taka
skyldi á ásökunum þess efnis að
Arnault hefði áratugum saman beitt
konur kynferðislegu ofbeldi.
„Það er miklar líkur á því að hann
muni yfirgefa landið og af þeim sök-
um fór ég fram á gæsluvarðhaldið,“
sagði Christina Voigt ríkissaksókn-
ari við sænska fjölmiðla á mánudag
og benti á að Arnault ætti yfir höfði
sér allt að þriggja ára fangelsi yrði
hann fundinn sekur um að hafa
nauðgað sömu konunni í tvígang
2011 líkt og hann var ákærður fyrir.
„Ég reikna fastlega með sakfell-
ingu í ljósi þess að dómstóllinn féllst
á gæsluvarðhaldskröfuna,“ segir
Elisabeth Massi Fritz, lögmaður
konunnar. „Honum er mjög brugðið
og við erum vonsviknir,“ segir Björn
Hurtig, lögmaður Arnault sem neit-
ar allri sök. Að sögn Hurtig hyggst
hann kæra gæsluvarðhaldsúrskurð-
inn og áfrýja væntanlegum dómi.
„Það er mjög óvanalegt að ákæru-
valdið fari fram á gæsluvarðhald í
miðjum réttarhöldum vegna svona
brota,“ segir lögspekingurinn
Ingela Hessius við SVT. „Það bendir
til þess að ákæruvaldið reikni fast-
lega með að hann verði sakfelldur,“
segir Hessius og bendir á að Arnault
sé það efnaður að hann gæti hæg-
lega farið huldu höfði erlendis til að
komast hjá fangavist. Í fréttinni er
bent á að Arnault sé franskur ríkis-
borgari og því verulegar líkur á að
hann myndi flýja til Frakklands.
silja@mbl.is
Arnault hnepptur
í gæsluvarðhald
Dómur kveðinn upp 1. október
AFP
Ósáttur Jean-Claude Arnault.