Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 36
Fljúgðu til
Akureyrar
á Kabarett
Menningarfélag Akureyrar og
Air Iceland Connect kynna
Kabarett í Samkomuhúsinu.
Bókaðu flug norður á Kabarett.
airicelandconnect.is
Fyrstu Háskólatónleikar nýs starfs-
árs verða haldnir í dag kl. 12.30 á
Litlatorgi Háskólatorgs í Háskóla
Íslands. Á þeim flytja söngkonan
Valgerður Guðnadóttir, píanóleik-
arinn Helga Laufey Finnbogadóttir,
Guðjón Steinar Þorláksson kontra-
bassaleikari og Erik Qvick slag-
verksleikari íslensk og erlend söng-
lög og söngleikjalög. Einnig verða
frumflutt ný lög eftir Helgu.
Sönglög og söngleikja-
lög flutt á Litlatorgi
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr.
Í íþróttaopnunni í dag er að finna
ítarlegt uppgjör á einkunnagjöf
Morgunblaðsins fyrir Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu sem lauk um
síðustu helgi. Blaðið gaf leik-
mönnum í úrvalsdeild kvenna í
fyrsta skipti einkunnir eftir alla
leiki og nú má sjá heildar-
útkomuna hjá liðum og leik-
mönnum deildarinnar. »2-3
Niðurstaðan í M-gjöf
Morgunblaðsins
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Níu rauð spjöld hafa farið á loft fyrir
grófan leik í fyrstu þremur umferð-
um Olísdeildar karla í handknattleik,
samt hefur enginn leikmaður verið
úrskurðaður í leikbann fram til
þessa. Þó hafa sést gróf brot
sem haldið hafa leik-
mönnum frá keppni um
tíma. Ívar Benediktsson
skrifar um
þriðju umferð-
ina í Olísdeild
karla og vitnar
m.a. í eitt þjóð-
skáldanna en
jafnframt er
birt úrvalslið
Morgunblaðs-
ins úr þriðju
umferð deild-
arinnar. »4
Níu rauð spjöld en
enginn í leikbann
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við lögðum okkur eftir því að tón-
listin á geisladiskinum hefði ljúft
yfirbragð, að spilamennskan væri
einföld og laglínurnar fengju að
njóta sín,“ segir Hans Þór Jensson
saxófónleikari. Hann sendi frá sér á
dögunum geisladisk sem heitir ein-
faldlega Hansi og er þar að finna
tólf lög, flest þekkt og í djassstíl.
Þetta er fyrsti sólódiskur Hans sem
er orðinn 77 ára og hefur verið við-
loðandi tónlist síðan í æsku.
Fann rétta tóninn strax
„Mig langaði alltaf til þess að gefa
út sólódisk og í fyrra var látið til
skarar skríða. Þetta hefði þó tæpast
gerst nema ég hefði haft með mér
Grétar Örvarsson, frábæran tónlist-
armann sem stjórnaði upptökum,
skrifaði útsetningar og fleira,“ segir
Hans um diskinn þar sem má finna
ýmsar kunnar dægurflugur. Þar má
nefna lögin Fly me to the moon og
Strangers in the night sem margir
þekkja og svo lögin Án þín og Undir
Stórasteini, eftir Jón Múla Árnason.
Í þessum fjórum lögum og hinum
átta á geisladiskinum er saxófón-
leikur Hans í aðalhlutverki; fágaður
og flottur.
„Fyrst völdum við Grétar Örvars-
son lögin í sameiningu og svo var
farið í hljóðver. Þar var talið í og
tekin upp eitt til tvö lög á dag.
Stundum fann ég strax rétta tóninn
svo upptakan var bara eitt rennsli
en í annan tíma þurfti fleiri atlögur.
Ég vildi ekki senda neitt frá mér
nema vera 100% sáttur,“ segir
Hans.
Geisladiskinn tileinkar hann
minningu vinar síns Páls Helgason-
ar, kórstjóra og tónlistarmanns í
Mosfellsbæ, sem lést fyrir hálfu
þriðja ári.
Lúðrasveitir og Lúdósextett
Á unglingsárum lék Hans með
Lúðrasveitinni Svani. Var svo í ára-
tugi í hljómsveitinni Plúdó, sem
seinna varð Lúdósextett sem starf-
aði með hléum fram til ársins 2011.
Að vera dansmúsíkant segir Hans
hafa verið skemmtilegt en hann hafi
þó fljótt séð að slíkt yrði ekki ævi-
starf. Hann lagði því fyrir sig dúk-
lagningar og veggfóðrun og vann við
það fag í áratugi. Var reyndar í
nokkur ár bóndi á Álftárósi á Mýr-
um. Var þá munstraður í að stjórna
Samkór Mýramanna og sinnti því
hlutverki í nokkur ár.
„Hér í Mosfellsbæ hef ég síðan
spilað á saxófóninn með ýmsum kór-
um og slíkur hljóðfæraleikur er allt-
af talsverð ögrun; finna hárrétta
línu svo bæði söngurinn og saxið
njóti sín,“ segir Hans sem í sumar
lagðist í ferðalög. Alls voru þau
Hjördís Sigurðardóttir kona hans 52
nætur í húsbílnum, en gjarnan voru
þau með góðum vinahópi sem hélt
sig mikið austur á landi. „Saxófónn-
inn er alltaf með í húsbílnum; í sum-
ar spilaði ég með góðu fólki bæði á
þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og
Mærudögum á Húsavík. Og á tjald-
svæðunum er oft gripið í hljóðfæri á
kvöldin, maður lifandi, og alltaf er
gaman,“ segir Hans að síðustu.
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Ég vildi ekki senda neitt frá mér nema vera 100% sáttur,“ segir Hans G. Jensson um nýja geisladiskinn sinn.
Saxófónn og sólódiskur
Hans hefur verið viðloðandi tónlistina alla ævi Gefur nú
út geisladisk 77 ára gamall Laglínur með ljúfu yfirbragði