Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR Stílhreint og þægilegt eldhús í Tyrklandi sem Björn hannaði. Hús á Miami sem Björn sá um inn- anhús hönnun í. gefa mér góðan tíma innan um það sem ég hef hannað. Vanalega er þessi tími þannig að ég geng einn um húsin eða íbúðirnar, virði fyrir mér verkefnið og anda inn hug- myndunum. Þannig mætti segja að ég sé mikill raunsæismaður en samt sem áður öruggur með það sem ég geri og ber virðingu fyrir verkefnum mínum.“ Maðurinn sem hægt er að treysta Það sem kemur á óvart þegar maður talar við Björn er hvað hann er auðmjúkur og orðvar. Hann velur í raun hvert orð af kostgæfni og er þekkur í sínum bransa fyrir að vera maðurinn sem hægt er að treysta. Oftar en einu sinni hefur komið fram í fjöl- miðlum að Björn hafi starfað fyrir Vanderbilts þótt það sé ekki haft eftir honum sjálfum. „Já, ég er sammála þessu. Ég ræði aldrei um viðskiptavini. Það er grundvallar- regla í mínu starfi og við- skiptavinir mínir kunna að meta það við mig.“ Skemmtilegustu verkefnin sem Björn tekur þátt í er að vinna fyr- ir byggingaraðila við að innrétta stærra húsnæði, íbúðir eða hús þar sem hann fær frjálsar hendur til að skapa sína veröld. „Í þessum verkefnum kemur kaupandinn að fullbúnu verki; heimili þar sem oft og tíðum er hugsað fyrir öllu. Eins finnst mér ótrúlega áhuga- vert að taka þátt í samfélagslegum verkefnum á borð við „Low In- come Housing“. Fólk er svo þakk- látt og ánægt með störfin sem við vinnum fyrir það. Ég fer þá með því í búðir, fæ styrki til að kaupa falleg húsgögn eða við kaupum inn fyrir lítinn pening. En við gerum falleg heimili saman fyrir fólk sem kann virkilega að meta það sem gert er fyrir það. Ég hef einnig starfað fyrir spítala í Bronx fyrir hjartveik börn. Þá innrétta ég sjúkrastofur í skemmtilegum lit- um. Ég bý til umhverfi sem léttir lund barnanna og gleður, en mörg þeirra þurfa að bíða í allt að hálft ár eftir hjartaígræðslu á spít- alanum. Sá tími í lífi barnanna getur tekið á, svo allt umhverfi og fegurð í kringum þau skiptir máli.“ Það sem einkennir hönnun Björns eru stílhrein form og fal- legir litir. Hann þykir góður að ná fram því sem fólk leitar eftir. Að gera það sem maður elskar En hver er uppskriftin að góðu lífi að hans mati? „Ég myndi segja að uppskriftin að góðu lífi væri að gera það sem maður elskar. Ég vinn hart að mínum verkefnum en í enda dags, þegar verkefnið er búið, bið ég alla að stíga út úr umhverfinu þeg- ar ég geng um og velti fyrir mér handverki, hönnun og niðurstöðu vinnunnar. Ég held að það sé mik- ilvægt að kunna að meta það sem maður gerir á sama tíma og mað- ur er auðmjúkur og þakkátur fyrir uppáhaldsborgin mín, en jafnframt erfið að búa í þegar kemur að sam- keppni og vinnuframlagi. En hún er góð og fólkið hér er frábært.“ Eftir að Björn kláraði nám sitt í Danmörku var honum boðið að starfa í Los Angeles fyrir „Scand- inavian America Foundation“ í tæp tvö ár. Eftir það fór hann til New York, sem átti í raun og veru að vera einungis stutt stopp á leiðinni til Danmerkur aftur. En hann fann spennandi vinnu í borginni og nú hafa tæplega þrír áratugir liðið hratt. „Fyrir 23 árum stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki sem hentaði mér betur en að vinna fyrir aðra. Fyrst um sinn var fyrirtækið rekið frá heimili mínu, en smátt og smátt stækkaði það. Áður en ég vissi af var ég kominn með 15 starfsmenn í vinnu á skemmtilegri skrifstofu í austurhluta New York-borgar.“ Björn segist hafa fundið fyrir áhrifum hrunsins upp úr 2008 eins og allur heimurinn. En fyrirtæki hans hafi staðið það af sér eins og margir aðrir, þótt starfsmenn hans í dag séu helmingi færri en þeir voru fyrir hrun. Með viðskiptavini úti um allan heim Hann býr sjálfur í austurhluta borgarinnar, sem er góð staðsetn- ing fyrir hönnuði á hans sviði. Verkefnin eru spennandi þótt erfitt sé að fá hjá honum upplýsingar um fyrir hvern hann starfi í dag. „Ég starfa fyrir fólk víðs vegar að úr heiminum. Viðskiptavinir mínir eru búsettir í Los Angeles, á Miami, í Dóminíska lýðveldinu, London og svo mætti lengi telja.“ Björn segir verkefnin hafa breyst með árunum. Fyrir hrun hafi fólk lítið verið að horfa í pen- ingana. „Á þeim tíma skipti ekki öllu máli hvað hlutirnir kostuðu heldur frekar hvernig þeir komu út. Í dag er fólk skynsamara, sem er gott að mínu mati. Ég er mjög nákvæmur í fjárhagsáætlunum og vil standa við mitt þegar kemur að verkefnum og tímaramma. Ég get verið harður í horn að taka meðan á verkefnum stendur en þegar þeim er lokið passa ég upp á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.