Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 22
finna í húsinu. Húsið ræður endur- gerðinni hverju sinni. Ég reyni að tengjast sálinni í hverju húsi, leitast við að kynna mér sögu þess og hvaða hugmyndir arkitektinn var með í upphafi þegar húsið var byggt. Eins nýtist námið í versluninni minni. Hver hlutur sem við bjóðum upp á er með sína sál og sögu. Ég mæti öllum þar sem þeir eru þegar þeir koma inn í verslunina. Sumir eru að leita að jafnvægi í lífinu í gegnum hluti. Aðrir að leita eftir því að poppa að- eins upp hlutina. Þessi sál kemur í gegnum liti, áferð og lögun. Einnig í gegnum söguna á bak við hlutinn og hvar þeir voru gerðir hverju sinni. Handverk og vinnan sem er sett í hlutina skiptir svo miklu máli að mínu mati. Ég er hrifin af því sem ég finn í Frakklandi, á Ítalíu og í Lond- on svo dæmi séu tekin.“ Arinninn í uppáhaldi Hverjir eru uppáhaldshlutirnir á heimilinu? „Arinninn er í uppáhaldi og gefur orku og yl eftir annasama daga.“ Hver einasti hlutur inni í húsinu hjá Ingu Bryndísi er einstakur. Á annarri hæð hússins er baðherbergi inn af svefnherbergi. Þar er undur- fagur spegill og blöndunartæki sem eru öðruvísi en það sem áður hefur sést hér á landi. „Spegillinn á sér sögu og kemur frá Austurlöndum fjær. Blöndunar- tækin eru bresk. Þau eru hand- smíðuð í London og við hjá Magnólíu erum umboðsaðilar fyrir þau. Þess má geta að þetta er eitt elsta og virt- asta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira. Þetta er tímalaus hönnun með sál. Það eru afar fá fyrirtæki sem hafa handverkið að leiðarljósi líkt og þeir og það kunnum við að meta.“ Heimilið er heilagt athvarf Hvar kjarnar þú þig? „Fyrir utan heimilið, sem í mínum huga er heilagt athvarf, þá stunda ég sjóböð, göngutúra og baka af hjart- ans lyst.“ Hvernig eru dæmigerðar helgar í fjölskyldunni? „Við nýtum helgarnar til að byggja okkur upp fyrir komandi viku. Förum í ræktina, í sund, á kaffihús, horfum á bíómyndir. Eins þykir okkur gaman að hitta vini um helgar og vera með fjölskyldunni. Við höfum gaman af því að halda matarboð og upplifa gleði með þeim sem eru okkur kærir.“ Hvað er gert á kvöldin þegar mat- urinn er undirbúinn? „Við hlustum á tónlist, kveikjum á kertum og kveikjum upp í arninum. Með því sköpum við notalega stemn- ingu og svífum ljúflega inn í kvöldið.“ Hvers getur þú ekki verið án heima? Svarti skápurinn er úr Magnoliu ásamt flest öðru innbúi. Borstofustólar koma frá Tine K, borðstofuborðið er Magnolia design. Sófinn kemur frá Hamborg. Arininn er í sérstöku uppáhaldi hjá Ingu Bryndísi.  SJÁ SÍÐU 24 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.