Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 8
Þ egar litir eru valdir á heimilið skiptir máli að velja ekki of marga liti, helst bara þrjá í heildina ef um heila íbúð er að ræða. Það skiptir máli að litirnir séu með sama grunntón og passi vel við húsgögnin. Upp á síðkastið hefur blár litur verið ákaflega vinsæll en núna eru gráir og grænir tónar að verða vinsælli ásamt brúnum, beige-lituðum og pastel-bleikum. Mjúkur gulur og vínrauður eru líka að koma sterkir inn. Þeir eru þó ekki notaðir saman. Þú verður að velja annaðhvort. Það skiptir máli að mála þannig að liturinn sé látlaus grunnur. Málningin á ekki á æpa á okkur og við eigum ekki að fá innilokunarkennd. Ef þú færð innilok- unarkennd þá er liturinn of dökkur. Ef það er hátt til lofts og vítt til veggja þola rými betur dekkri liti en ef um mjög smá rými er að ræða. Fólk er oft að velta fyrir sér hvort það eigi að hafa rönd meðfram loftinu eða ekki. Ef þú vilt mála í anda nútímafólks þá málar þú loftið og veggina í sama lit. Nú ef engin leið er að mála loftið í sama lit á ekki að vera lína meðfram loftinu. Það virðist hærra til lofts ef það er engin lína. Blæbrigði skipta máli þegar við veljum liti. Hver hefur ekki lent í því að vera búin/n að kaupa 10 lítra af máln- ingu og tónninn er með aðeins of bláum undirtón eða eitthvað slíkt. Þess vegna skiptir máli að kaupa litlar prufur og prófa sig áfram þegar litur er valinn. Ekki bara apa upp eftir næsta manni. Og ef þú vilt vera sjúklega mikið með allt á hreinu þá málar þú gólflistana í sama lit og veggurinn þannig að það skapist tær og falleg heildarmynd. Málaðu eins og vindurinn Hér flæðir sami litur bæði yfir veggi og loft. Sjáið hvað það kemur vel út. Hér er flott samspila lita, áferðar og passar liturinn á veggnum bæði við sófann og gólfefnið. Litaðir veggir hafa sjaldan verið meira móðins eða varla síðan á áttuna ára- tugnum þegar heilu veggirnir voru ýmist veggfóðraðir eða málaðir í brúnum tónum. Eftir það tók við langt tímabil hvítra veggja en núna erum við aftur að verða hressari. En hvernig eigum við að mála þegar við málum í lit? Marta María | mm@mbl.is Hér er svolítið skítugur gráblár litur á veggnum við bláan sófa. Takið eftir að loftið er málað í sama lit. Grágrænn verður mjög heitur í vetur. Gulur sófi við beige-gráa veggi er góð samsetning. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.