Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 8

Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 8
Þ egar litir eru valdir á heimilið skiptir máli að velja ekki of marga liti, helst bara þrjá í heildina ef um heila íbúð er að ræða. Það skiptir máli að litirnir séu með sama grunntón og passi vel við húsgögnin. Upp á síðkastið hefur blár litur verið ákaflega vinsæll en núna eru gráir og grænir tónar að verða vinsælli ásamt brúnum, beige-lituðum og pastel-bleikum. Mjúkur gulur og vínrauður eru líka að koma sterkir inn. Þeir eru þó ekki notaðir saman. Þú verður að velja annaðhvort. Það skiptir máli að mála þannig að liturinn sé látlaus grunnur. Málningin á ekki á æpa á okkur og við eigum ekki að fá innilokunarkennd. Ef þú færð innilok- unarkennd þá er liturinn of dökkur. Ef það er hátt til lofts og vítt til veggja þola rými betur dekkri liti en ef um mjög smá rými er að ræða. Fólk er oft að velta fyrir sér hvort það eigi að hafa rönd meðfram loftinu eða ekki. Ef þú vilt mála í anda nútímafólks þá málar þú loftið og veggina í sama lit. Nú ef engin leið er að mála loftið í sama lit á ekki að vera lína meðfram loftinu. Það virðist hærra til lofts ef það er engin lína. Blæbrigði skipta máli þegar við veljum liti. Hver hefur ekki lent í því að vera búin/n að kaupa 10 lítra af máln- ingu og tónninn er með aðeins of bláum undirtón eða eitthvað slíkt. Þess vegna skiptir máli að kaupa litlar prufur og prófa sig áfram þegar litur er valinn. Ekki bara apa upp eftir næsta manni. Og ef þú vilt vera sjúklega mikið með allt á hreinu þá málar þú gólflistana í sama lit og veggurinn þannig að það skapist tær og falleg heildarmynd. Málaðu eins og vindurinn Hér flæðir sami litur bæði yfir veggi og loft. Sjáið hvað það kemur vel út. Hér er flott samspila lita, áferðar og passar liturinn á veggnum bæði við sófann og gólfefnið. Litaðir veggir hafa sjaldan verið meira móðins eða varla síðan á áttuna ára- tugnum þegar heilu veggirnir voru ýmist veggfóðraðir eða málaðir í brúnum tónum. Eftir það tók við langt tímabil hvítra veggja en núna erum við aftur að verða hressari. En hvernig eigum við að mála þegar við málum í lit? Marta María | mm@mbl.is Hér er svolítið skítugur gráblár litur á veggnum við bláan sófa. Takið eftir að loftið er málað í sama lit. Grágrænn verður mjög heitur í vetur. Gulur sófi við beige-gráa veggi er góð samsetning. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.