Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
um.,,Það hefur verið gæluverkefnið
okkar í versluninni að bjóða upp á
þessi rúm. Maður sefur betur í
náttúrulegu rúmi, það er ekki
spurning og það er einstök fjárfest-
ing fyrir lífið að sofa vel að mínu
mati; að huga að heilsunni og vera
hamingjusamur.
Elskar að gera
fallegt í kringum sig
En hvað einkennir gott heimili að
þínu mati?
„Heimili þurfa að vera hlýleg.
Þau eiga að taka vel á móti manni
þannig að manni líði vel þegar mað-
ur kemur heim. Ég elska að gera
fallegt í kringum mig. Að hafa blóm
og kveikja á kertum, þannig að öll-
um líði vel þegar þeir koma heim
og að gestum finnist þeir velkomn-
ir.“
Kristín er ein af þeim sem eru
alltaf að ganga frá. Hún segir ekki
mikið bera á því en það sé alltaf
fínt í kringum hana. Það sem mað-
ur tekur eftir sem dæmi eru fal-
legar bastkörfur í eldhúsinu fyrir
endurvinnslu. „Þessar körfur eru
frá Senegal. Ég hef gaman af því
að hafa svona hluti áberandi og fal-
lega stóra hluti, enda er maður allt-
af að spá í umhverfið; að flokka og
endurvinna.“
Það er fleira sem einkennir heim-
ili Kristínar sem maður tekur eftir.
Sem dæmi tákn úr hinum ýmsu
trúarbrögðum. „Já, ég er með fal-
legan kross sem kemur frá markaði
í Belgíu. Við höfum verið duglegar í
gegnum tíðina að finna fallega not-
aða hluti á mörkuðum og sem við
skreytum búðina okkar með. Sem
dæmi finnst mér Maríustytturnar
fallegri ef þær eru ekki nýjar. Eins
er ég með sætan Búdda inni á baði
hjá mér,“ segir Kristín og undir-
strikar að kærleikurinn finnist í öll-
um trúarbrögðum og það sé gott að
minna sig á hann á hinum ýmsu
stöðum á heimilinu.
Kristín hefur gaman af því að gera fallegt í
kringum sig. Hún er alltaf að, en það fer
ekki mikið fyrir tiltektinni að hennar sögn.
Það getur verið
sniðugt að hafa
lampa inn í eldhúsi.
Heimili Kristínar er
afar smekklegt.