Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is um.,,Það hefur verið gæluverkefnið okkar í versluninni að bjóða upp á þessi rúm. Maður sefur betur í náttúrulegu rúmi, það er ekki spurning og það er einstök fjárfest- ing fyrir lífið að sofa vel að mínu mati; að huga að heilsunni og vera hamingjusamur. Elskar að gera fallegt í kringum sig En hvað einkennir gott heimili að þínu mati? „Heimili þurfa að vera hlýleg. Þau eiga að taka vel á móti manni þannig að manni líði vel þegar mað- ur kemur heim. Ég elska að gera fallegt í kringum mig. Að hafa blóm og kveikja á kertum, þannig að öll- um líði vel þegar þeir koma heim og að gestum finnist þeir velkomn- ir.“ Kristín er ein af þeim sem eru alltaf að ganga frá. Hún segir ekki mikið bera á því en það sé alltaf fínt í kringum hana. Það sem mað- ur tekur eftir sem dæmi eru fal- legar bastkörfur í eldhúsinu fyrir endurvinnslu. „Þessar körfur eru frá Senegal. Ég hef gaman af því að hafa svona hluti áberandi og fal- lega stóra hluti, enda er maður allt- af að spá í umhverfið; að flokka og endurvinna.“ Það er fleira sem einkennir heim- ili Kristínar sem maður tekur eftir. Sem dæmi tákn úr hinum ýmsu trúarbrögðum. „Já, ég er með fal- legan kross sem kemur frá markaði í Belgíu. Við höfum verið duglegar í gegnum tíðina að finna fallega not- aða hluti á mörkuðum og sem við skreytum búðina okkar með. Sem dæmi finnst mér Maríustytturnar fallegri ef þær eru ekki nýjar. Eins er ég með sætan Búdda inni á baði hjá mér,“ segir Kristín og undir- strikar að kærleikurinn finnist í öll- um trúarbrögðum og það sé gott að minna sig á hann á hinum ýmsu stöðum á heimilinu. Kristín hefur gaman af því að gera fallegt í kringum sig. Hún er alltaf að, en það fer ekki mikið fyrir tiltektinni að hennar sögn. Það getur verið sniðugt að hafa lampa inn í eldhúsi. Heimili Kristínar er afar smekklegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.