Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 36
hönnun, litir og natni við hverja ein- ustu fjöl kemur saman. Það eru eng- in sjónvörp í húsinu en þar má finna myndlist eftir Ragnar Kjartansson, Guðmund Odd Magnússon, Daníel Magnússon, Daníel Bjarnason og Bjarna H. Þórarinsson. Rán Flygen- ring teiknari hefur teiknað mjög skemmtilegar upplýsingateikningar í húsið, til dæmis um það hvenær er óhætt að vera nakinn í gufubaðinu og hvernig brauðristin virkar en einn gestur hélt að brauðristin væri þráðlaus hátalari svo það er eins gott að merkja allt vel,“ segir Sigríð- ur. Aðalbókasafnið í húsinu er í stóru íbúðinni á neðri hæðinni. Þar er einnig stórt eldhús. „Þegar fjöl- skyldur koma saman í húsinu hefur hver angi fjölskyldunnar gott rými. Síðan geta allir komið saman í stóru íbúðinni og eldað saman, setið á bókasafninu, farið í gufubað og heit- an pott. Þetta er staður til að næra sig og endurhlaða batteríin.“ Hvað hefur húsið kennt þér um hönnun og heimili? „Við ákváðum allt sem við gerðum í húsinu í sam- tali við Minjavernd, þeir hafa lagt ómetanlega vinnu og þekkingu í húsið. Ég hefði aldrei haft þol- inmæði í það sem var gert af þeirra hendi þarna. Handverkið í húsinu er einstakt og þegar við höfðum sett okkar mark á húsið þá kenndi það mér að eitthvað svona sérstakt eins og þetta hús verður aldrei til í hönd- unum á einni persónu.“ Sigríður segir að hugsunin frá upphafi hafi verið að nota íslenska hönnun eins mikið og unnt er í hús- inu. „Við erum með íslensk rúm, rúmfatnaður og handklæði eru frá Scintilla, lampar eftir Hrafnkel Birgisson, prik eftir Brynjar Sigurð- arson, hillur eftir mig og Snæfríð Þorsteins, leirtau eftir Bjarna Sig- urðsson. Sápurnar í húsinu eru frá Sóley organics og fleira í þeim dúrn- um. Í raun má segja að þegar ég lok- aði Spark hafi íslenska hönnunin sem ég lagði áherslu á þar færst yfir í húsið.“ Nú er læsi þjóðarinnar, sér í lagi barnanna okkar, mikið í umræðunni. Hvernig færðu börnin þín til að lesa? „Við Halldór erum mikið fyrir að lesa. Við erum með ólíkar áherslur. Sameiginlega höfum við áhuga á ferðabókum frá fólki sem fer á fjarlægar slóðir og er frábærir rithöfundar eins og til dæmis Willi- am Dalrymple og Patrick Leigh Fermor. Halldór hefur mikinn áhuga á sögu og stjórnmálum og skáldsögum. Ég er mikið fyrir ævi- sögur kvenna. Svo er alltaf skemmtilegt að detta inn í bækur sem maður hefði aldrei valið sjálfur. Ég dett oft inn í bækurnar sem „Eyjan í eldhúsinu er vinnuborð sem smiðir Minjavernd- ar notuðu við end- urgerð hússins. Körfurnar í borð- inu fengum við í brúðkaupsgjöf.“ Prikin á veggnum í stofunni eru eftir Brynjar Sigurðarson. Leðurstóllinn Spanish Chair er eftir danska hönnuðinn Burge Mogensen. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.