Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 36
hönnun, litir og natni við hverja ein-
ustu fjöl kemur saman. Það eru eng-
in sjónvörp í húsinu en þar má finna
myndlist eftir Ragnar Kjartansson,
Guðmund Odd Magnússon, Daníel
Magnússon, Daníel Bjarnason og
Bjarna H. Þórarinsson. Rán Flygen-
ring teiknari hefur teiknað mjög
skemmtilegar upplýsingateikningar
í húsið, til dæmis um það hvenær er
óhætt að vera nakinn í gufubaðinu
og hvernig brauðristin virkar en
einn gestur hélt að brauðristin væri
þráðlaus hátalari svo það er eins
gott að merkja allt vel,“ segir Sigríð-
ur. Aðalbókasafnið í húsinu er í
stóru íbúðinni á neðri hæðinni. Þar
er einnig stórt eldhús. „Þegar fjöl-
skyldur koma saman í húsinu hefur
hver angi fjölskyldunnar gott rými.
Síðan geta allir komið saman í stóru
íbúðinni og eldað saman, setið á
bókasafninu, farið í gufubað og heit-
an pott. Þetta er staður til að næra
sig og endurhlaða batteríin.“
Hvað hefur húsið kennt þér um
hönnun og heimili? „Við ákváðum
allt sem við gerðum í húsinu í sam-
tali við Minjavernd, þeir hafa lagt
ómetanlega vinnu og þekkingu í
húsið. Ég hefði aldrei haft þol-
inmæði í það sem var gert af þeirra
hendi þarna. Handverkið í húsinu er
einstakt og þegar við höfðum sett
okkar mark á húsið þá kenndi það
mér að eitthvað svona sérstakt eins
og þetta hús verður aldrei til í hönd-
unum á einni persónu.“
Sigríður segir að hugsunin frá
upphafi hafi verið að nota íslenska
hönnun eins mikið og unnt er í hús-
inu. „Við erum með íslensk rúm,
rúmfatnaður og handklæði eru frá
Scintilla, lampar eftir Hrafnkel
Birgisson, prik eftir Brynjar Sigurð-
arson, hillur eftir mig og Snæfríð
Þorsteins, leirtau eftir Bjarna Sig-
urðsson. Sápurnar í húsinu eru frá
Sóley organics og fleira í þeim dúrn-
um. Í raun má segja að þegar ég lok-
aði Spark hafi íslenska hönnunin
sem ég lagði áherslu á þar færst yfir
í húsið.“
Nú er læsi þjóðarinnar, sér í lagi
barnanna okkar, mikið í umræðunni.
Hvernig færðu börnin þín til að
lesa? „Við Halldór erum mikið fyrir
að lesa. Við erum með ólíkar
áherslur. Sameiginlega höfum við
áhuga á ferðabókum frá fólki sem
fer á fjarlægar slóðir og er frábærir
rithöfundar eins og til dæmis Willi-
am Dalrymple og Patrick Leigh
Fermor. Halldór hefur mikinn
áhuga á sögu og stjórnmálum og
skáldsögum. Ég er mikið fyrir ævi-
sögur kvenna. Svo er alltaf
skemmtilegt að detta inn í bækur
sem maður hefði aldrei valið sjálfur.
Ég dett oft inn í bækurnar sem
„Eyjan í eldhúsinu
er vinnuborð sem
smiðir Minjavernd-
ar notuðu við end-
urgerð hússins.
Körfurnar í borð-
inu fengum við í
brúðkaupsgjöf.“
Prikin á veggnum í stofunni eru eftir Brynjar
Sigurðarson. Leðurstóllinn Spanish Chair er
eftir danska hönnuðinn Burge Mogensen.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018