Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 12
K
olbrún er margslunginn
persónuleiki. Hún vinnur
krefjandi vinnu í eignastýr-
ingu Íslandsbanka, stundar
golf eins mikið og hún getur, sinnir
barnabarninu af kostgæfni, elskar
að þrífa, að ferðast og njóta lífsins.
Hún er ein með öllu, alin upp í Bret-
landi og er andi heimilisins svolítið
breskt. Heimilið ber svo sannarlega
merki þess að eigandinn elskar að
þrífa og gera huggulegt í kringum
sig. „Frá því ég var lítil stelpa hef ég
haft áhuga á því að hafa fallegt í
kringum mig. Ég var alin upp á fal-
legu heimili sjálf svo væntanlega hef
ég fengið þetta frá foreldrum mín-
um.“
Gulu gúmmíhanskarnir
mikið notaðir
Er heimilið alltaf svona hreint?
„Já, ég er með hreingerningaræði.
Tengdasonur minn segir oft: Jæja,
þá er hún búin að setja upp gulu
gúmmíhanskana. Þetta er nánast
geggjun hjá mér, í það minnsta smá-
bilun. Málið er bara að ég elska að
þrífa og að hafa fallegt og hreint í
kringum mig. Ég er skipulögð í eðli
mínu og geri hlutina einfalda. Allt á
sinn stað og ég er róleg með allt
hreint og fallegt þar sem ég bý.“
Hvernig geturðu komið þessu
þrifæði áfram?
,,Þú verður bara að koma og búa
hjá mér, ég skal kenna þér,“ segir
Kolbrún og brosir. Síðan lýsir hún
einföldu kerfi þar sem hún kemur
heim, fer úr vinnufötunum inni í
skúr. Fer þar í útifötin og leggur af
stað í göngu með hundinn sinn.
Hefurðu alltaf búið utan við mið-
borgina?
„Nei, ég hef átt mitt miðborg-
artímabil. Ég bjó á sínum tíma á
Bergstaðastræti og síðan á Öldu-
götu. En þessi staður við Elliðavatn-
ið er draumur fyrir mig og fjöl-
skylduna. Svo ekki sé talað um
hundinn minn sem elskar að fara í
langa göngutúra um fallega náttúr-
una hér í kring.“
Heimili Kolbrúnar er mjög tíma-
laust. Spáir hún í nýjustu tísku og
strauma?
„Nei, þegar ég geri heimili mitt
þá vil ég hafa það tímalaust, í mín-
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég er með hreingerningaræði“
Kolbrún Kolbeinsdóttir
verðbréfamiðlari býr í fal-
legu raðhúsi uppi við El-
liðavatn ásamt dóttur sinni
Elísabetu Mettu, kærasta
hennar Ágústi Frey og syni
þeirra Viktori Svan. Hún
elskar að taka til og þrífa.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Það er ein
heild á öllu
hjá Kolbrúnu.
Kolbrún vill hafa allt hreint
og fallegt í kringum sig.
Bretland á
sinn sess hjá
Kolbrúnu.
Kolbrún Kolbeinsdóttir
hannaði allt heima hjá
sér. Hún hefur verið
dugleg í gegnum tíðina
að skoða m.a. bresk
hönnunarblöð.
SJÁ SÍÐU 14
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018