Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pronto bolli og undirskál
Verð 3.580 kr.
Veður víða um heim 15.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Akureyri 6 léttskýjað
Nuuk -1 skúrir
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 12 súld
Kaupmannahöfn 14 skúrir
Stokkhólmur 14 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 4 heiðskírt
London 13 súld
París 25 heiðskírt
Amsterdam 19 heiðskírt
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 18 heiðskírt
Vín 16 heiðskírt
Moskva 12 heiðskírt
Algarve 21 skýjað
Madríd 12 rigning
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 21 skýjað
Róm 22 skýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -1 skýjað
Montreal 10 skúrir
New York 15 rigning
Chicago 4 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
16. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:22 18:06
ÍSAFJÖRÐUR 8:33 18:04
SIGLUFJÖRÐUR 8:17 17:47
DJÚPIVOGUR 7:53 17:34
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Vestan 8-15 en mun hvassara til
fjalla á austanverðu landinu. Víða skúrir eða él um
landið vestanvert þurrt suðaustan- og austanlands.
Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Austan og norðaustan 8-15 m/s og rigning, einkum suðaustantil. Dregur smám saman úr vindi
og úrkomu, en gengur í allhvassa vestanátt suðvestantil í kvöld og fer að rigna. Hiti 0-10 stig.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég er sammála Sigríði Lillý um að
það þarf úrræði fyrir þessa ungu um-
sækjendur um örorkulífeyri. En það
á ekki að vera á
kostnað þeirra
sem eldri eru og
þurfa að þiggja
þessar smán-
arlegu greiðslur,“
segir Þuríður
Harpa Sigurð-
ardóttir, formað-
ur Öryrkjabanda-
lags Íslands.
Í Morgun-
blaðinu í gær var
greint frá því að nú væru 19.162 ein-
staklingar með 75% örorkumat og
ættu því rétt á örorkulífeyri. Þeim
hefur fjölgað um 4.300 á tíu árum
sem er um 29% aukning. Í talnagögn-
um frá Tryggingastofnun ríkisins
kemur fram að hins vegar fái aðeins
18.009 einstaklingar lífeyri og hluti
hópsins, rúmlega eitt þúsund ör-
yrkjar, fær skertan lífeyri vegna ann-
arra tekna.
„Ríkið sérstaklega slæmt“
Þuríður segir að þessir rúmlega
eitt þúsund einstaklingar séu svo
heppnir að geta unnið, þrátt fyrir ör-
orkuna. „Kerfið býður ekki upp á
það, það er ekki mikið um hlutastörf
og allra síst hjá ríkinu. Þetta eru þeir
sem atvinnulífið hefur tekið inn og
hafa verið starfhæfir. En það er ekki
öllum gefið og oft er þetta af því mað-
ur þekkir mann og hlutirnir eru látn-
ir ganga. Það er ekki eins og hið opin-
bera sé með ákveðna stefnu um að
ákveðið mörg störf séu hlutastörf. Og
ríkið er reyndar sérstaklega slæmt,
þar vilja þeir bara fá hundrað pró-
sent starfsfólk.“
Vill afnema skerðingar
Sigríður Lillý Baldursdóttir, for-
stjóri Tryggingastofnunar, sagði í
blaðinu í gær að fleiri úrræði þyrfti
fyrir unga umsækjendur um örorku-
lífeyri. Til að mynda hefði gengið erf-
iðlega að finna málefnum geðfatlaðra
farveg innan kerfisins. Þuríður
Harpa segir að nú sé mikið rætt um
að skipta yfir í svokallað starfsgetu-
mat en raunin sé sú að margt þurfi að
laga í kerfinu til að það virki. Hún
segir að reglulega komi upp sú um-
ræða að losa „sníkjudýr af kerfinu“.
„Í kringum aldamót voru það ungar,
einstæðar mæður sem einblínt var á
og í dag erum við að horfa upp á
samskonar umræðu um þessa ungu
menn. Unga menn sem hafa kannski
þróað með sér geðraskanir við það að
sitja heima hjá sér, spila tölvuleik og
reykja. En á meðan er hinn hluti
fólksins, sem er kannski 55-60 ára og
búinn að slíta sér út, er með ónýtt
stoðkerfi og kemst ekki í vinnu vegna
verkja. Það er látið bíða af því að við
ætlum að breyta einhverju kerfi.“
Hún segir margumræddar króna á
móti krónu skerðingar á bótum
hamla því að fólk fari út á vinnumark-
aðinn. „Stjórnvöld eiga að taka þetta
út. Svo getum við farið í að bæta kerf-
ið.“
Ríkið móti stefnu
svo fleiri öryrkj-
ar geti unnið
Formaður ÖBÍ segir að laga þurfi
bótakerfið Eldri öryrkjar í biðstöðu
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gera má ráð fyrir að veiking krónu
muni leiða til breytinga á neyslu-
mynstri erlendra ferðamanna. Sú
breyting mun þó taka tíma.
Fyrir vikið gæti orðið breyting á af-
komu fyrirtækja í ýmsum greinum
ferðaþjónustu, að því gefnu að veik-
ingin verði varanleg.
Þetta segir Vilborg Helga Júlíus-
dóttir, hagfræðingur hjá Samtökum
ferðaþjónustunnar, en bendir á að
fleiri þættir hafi áhrif á rekstrarskil-
yrði þessara fyrirtækja. Til dæmis
verðhækkun á olíu og komandi kjara-
samningar.
Vilborg Helga segir aðspurð að ef
raungengi krónu hefði ekki verið svo
hátt í ár hefðu líklega fleiri ferðamenn
komið til landsins.
Spara við sig í mat
Kaupmáttur gjaldmiðla ráði enda
sennilega mestu um ferðalög til ann-
arra landa. Verð á flugi til Íslands hafi
lækkað en verð á öðrum vörum hækk-
að, sem birtist í neyslu.
„Það er ekki ósennilegt að fyrst
breytist ferðahegðunin þannig að
máltíð á veitingastað færist yfir í mat-
arkaup í dagvöru- og matvöruversl-
unum, eftirspurn eftir afþreyingu
dregst líka saman og kaup á gistingu
færast yfir í ódýrari gistingu. Smám
saman kemur verri samkeppnisstaða
fram gagnvart öðrum áfangastöðum.
Hátt raungengi er að öðru óbreyttu
líklegt til að slá á vilja erlendra ferða-
manna til að koma til landsins og öf-
ugt.“
Leiðir til keðjuverkunar
Hún segir aðspurð að með því að
örva eftirspurn í ferðaþjónustu kunni
veiking krónunnar að stuðla að fjölg-
un starfa í greininni.
„Allt hefur þetta keðjuverkun. Er-
lendir ferðamenn standa að mestu
undir umsvifum í ferðaþjónustu hér á
landi. Hækkun raungengis, sem hef-
ur óneitanlega áhrif á ferðamanna-
straum til landsins, hefur áhrif á eftir-
spurn eftir vinnuafli.“
Spurð hvort arðsemi af hverjum
ferðamanni muni að sama skapi
aukast með því að fleiri krónur fást
fyrir erlenda mynt segir Vilborg
Helga fjölmarga þætti hafa áhrif á
arðsemi. Þá skipti hér máli samsetn-
ing ferðamannahópsins eftir mark-
aðssvæðum, dvalarlengd ásamt gæð-
um og fjölbreytileika framboðsins.
„Samþjöppun og hagræðing getur
líka aukið arðsemi, en of mikill vöxtur
getur verið kostnaðarsamur.“
Nálgast 90 þúsund á dag
Hún segir að gera megi ráð fyrir að
næsta sumar, í júlí, júlí og ágúst, verði
um 89 þúsund erlendir ferðamenn hér
á landi á dag. Þá eru taldir saman er-
lendir ferðamenn sem koma að heim-
sækja áfangastaðinn Ísland, ásamt
erlendum tengifarþegum. Að sama
skapi sé gert ráð fyrir að um 30 þús-
und erlendir ferðamenn verði hér að
jafnaði á dag í desember 2019. Það er
á við íbúafjölda á Norðurlandi eystra.
Spurð um horfur í ferðaþjónustu í
heiminum bendir Vilborg Helga á þá
áætlun Alþjóðaferðamálastofnunar-
innar að erlendum ferðamönnum á
ferðalagi um heiminn fjölgi um 6,8% í
ár. Fjölgunin verði heldur meiri til
Norður-Evrópu, eða 7,2%.
Samkvæmt þessu verður fjölgun
erlendra ferðamanna á Íslandi undir
vextinum í okkar heimshluta í ár.
Til upprifjunar áætlar Ferðamála-
stofa að 2,3 milljónir ferðamanna
komi til landsins í ár, borið saman við
2,2 milljónir í fyrra. Má geta þess að
sú fjölgun, um 100 þúsund ferða-
menn, er á við fjölda ferðamanna allt
árið 1985. Þá er hún þriðjungurinn af
fjöldanum sem kom um aldamótin.
Að lokum má nefna að nafngengi
pundsins er nú 152 krónur en gengi
pundsins hefur ekki verið á þeim stað
síðan á haustmánuðum 2016.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferðamenn í miðborginni Verulega hefur hægt á fjölgun erlendra ferða-
manna. Sérfræðingur telur að veiking krónu geti örvað vöxt í greininni.
Veiking krónu gæti
leitt til fleiri starfa
Samtök ferðaþjónustunnar telja gengið hafa hamlað vexti
Sigurjón Þór
Hafsteinsson,
framkvæmda-
stjóri Norrænu
ferðaskrifstof-
unnar, segir ís-
lenska ferða-
þjónustu ekki
hafa getað
búið við svo
hátt gengi.
„Krónan hefur verið of sterk.
Leiðréttingin á genginu er hafin
og hún heldur áfram. Krónan
verður veikari. Það skiptir miklu
máli fyrir ferðaþjónustuna og
sjávarútveginn að fá þessa leið-
réttingu á genginu. Þetta mun
hjálpa ferðaþjónustunni að
rétta úr kútnum. Reksturinn
hefur verið þungur út af alltof
háu gengi,“ segir Sigurjón Þór.
Haft var eftir honum í Morgun-
blaðinu í maí sl. að dæmi væru
um tugprósenta samdrátt í bók-
unum hjá ferðaskrifstofum milli
ára. Ísland væri að verða of
dýrt.
Nauðsynleg
leiðrétting
GENGI KRÓNUNNAR
Sigurjón Þór
Hafsteinsson
Á fundi trúnaðarráðs VR í gær-
kvöldi var kröfugerð félagsins fyrir
komandi kjarasamningaviðræður
samþykkt. Þar kemur fram að
markmið með gerð kjarasamninga
nú verði að rétta hlut þeirra lægst
launuðu og auka ráðstöfunartekjur
allra félagsmanna VR. Það sé því
mikilvægt að bregðast við því mis-
ræmi sem sjá má í launaþróun
þeirra hæst launuðu í þjóðfélaginu
sem má meðal annars rekja til
ákvörðunar kjararáðs árið 2016.
VR telur mikilvægt að taka sér-
stakt tillit til stöðu þeirra sem hafa
lægstu launin og leggur því til að
samið verði um krónutöluhækkun.
VR gerir kröfu um 42.000 kr.
hækkun á launum frá og með 1. jan-
úar 2019, þannig að lágmarkslaun
verði þá 342.000 kr. Öll laun hækki
um 42.000 kr. VR gerir kröfu um
42.000 kr. hækkun frá og með 1.
janúar 2020 þannig að lágmarks-
laun verði þá 384.000 kr. Öll laun
hækki um 42.000 kr. VR gerir síðan
kröfu um 41.000 kr. hækkun frá og
með 1. janúar 2021 þannig að lág-
markslaun verði 425.000 kr. Öll
laun hækki um 41.000 kr.
VR vill að lágmarkslaun verði 342 þús. í
byrjun næsta árs og hækki aftur tvívegis