Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 19

Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018 Litríkur Hjólreiðamaðurinn kýs að vera í stíl við haustið sem er einkar litfagur árstími. Eggert Við þekkjum flest söguna af ridd- aranum hugumpr- úða frá La Mansa, Don Kíkóta, sem lagði upp í ferð til þess að breyta heim- inum með þjón sinn Sansjó Pansa sér við hlið. Don Kíkóti tókst á við vindmyll- ur sem í hans huga voru ógnvænleg tröll og rollur sem óvígur óvinaher. Mér datt í hug sagan góðkunna þar sem mér og félögum mínum í Sjó- mannafélagi Íslands (SÍ) er lýst sem samansúrruðum valdagráð- ugum smákóngum sem geri allt til að halda völdum og ólíklegt talið að ég láti af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Ég lít hvorki á mig sem gráðugt tröll né meinlausa rollu þó að ég hafi alist upp á gúmmískóm í Kópa- vogi. Ég vil því upplýsa að ég læt af störfum sem formaður Sjó- mannafélags Íslands þegar minn formannstími er liðinn í desem- ber 2019. Ég verð því ekki í kjöri í kosningum í haust. Ekki virt svars? Það er Heiðveig María Ein- arsdóttir, sjómaður á Engey RE, sem gefur okkur félögum þessar miður fallegu einkunnir. Heið- veig María hefur boðað framboð til formanns Sjómannafélags Ís- lands. Ég fagna áhuga hennar og dáist að einbeittum vilja. Hún, kannski skiljanlega, færir í stíl- inn til þess að vekja áhuga fjöl- miðla. Það er hluti leiksins. En ásakanir um valdagræðgi eru vondar en jafnvel vont versnar. Heiðveig María segir að við vilj- um losa okkur við hana með „klækjum og fantaskap“. Heiðveig María segir að for- ysta SÍ hafi falsað fundargerðir til þess að koma í veg fyrir fram- boð hennar. Það er alvarleg ásökun sem við hvorki getum né munum sitja undir. Í viðtali við Vísi 2. október síðastliðinn kveðst Heiðveig María hafa hinn þýðusamband Íslands. Síðan hafa sjómenn víðs vegar um landið sem og í Herjólfi og Baldri gengið til liðs við SÍ. Fyrir eru sjómenn á fiskiskipum, far- skipum, varðskipum og hafrann- sóknaskipum. Sjómannafélag Ís- lands hefur á þessari öld breyst úr félagi sem gætt hefur hags- muna reykvískra sjómanna til sjómanna vítt og breitt um Ís- land. Í fréttaskýringu síðastliðinn laugardag, 13. október, fjallaði Morgunblaðið um viðræður um sameiningu Sjómannafélags Ís- lands, Sjómanna- og vélstjóra- félags Grindavíkur, Sjómanna- félags Eyjafjarðar, Sjómannafélags Hafnarfjarðar og Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið hafði þá eftir Bergi gjaldkera: „Umræðan er ekki ný en núna er landslagið þannig að þetta getur orðið að veruleika.“ Jafnframt kvað Bergur að hugmyndin væri að fá nýtt blóð til forystu og þá helst starfandi sjómann en ekki einn af núverandi formönnum fé- laganna fimm. Vart getur þetta talist til valdagræðgi núverandi forystu félaganna sem eiga í við- ræðum um sameiningu. Ari fróði mælti forðum: „… þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist.“ Fylgjum þessu góða ráði hins mikla spekings og sagnaritara fremur en slag við vindmyllur og rollur. Glíma okk- ar við útgerðir og harðskeytta útgerðarmenn verðskuldar alla okkar athygli. 24. maí í vor sent spurningar um framboð, kjör- gengi, lista yfir fé- laga og ársreikn- inga til Sjómanna- félagsins en „ekki verið virt svars“ og bætir við að hún eigi í höggi við mafíu. Af þessu til- efni er rétt að upp- lýsa að Heiðveig María kom til fundar við Berg Þorkelsson, gjaldkera félagsins, tveimur dögum eftir að hún hafði sent spurningar sínar. Hinn 26. maí leitaðist Bergur við að svara spurningum hennar á skrifstofu Sjómannafélags Íslands. Klikkaðar tilraunir til sameiningar? Á Vísi hinn 11. október sakar Heiðveig María okkur um að kynna „… klikkaðar tilraunir um sameiningu. Sem sé ekki samein- ing heldur stofnun nýs félags.“ Heiðveig María á ekki orð til þess að lýsa „aðförunum gegn sér“. Af þessu tilefni er rétt að upplýsa að Heiðveig María hafði þremur dögum áður í færslu á Facebook eignað sjálfri sér hug- mynd að sameiningu SÍ við sjó- menn við Eyjafjörð, í Eyjum og Grindvík: „Ég viðraði þessa hug- mynd við formenn nokkurra sjó- mannafélaga í seinasta verkfalli og það gleður hjarta mitt að sjá að ég hafi ekki talað fyrir daufum eyrum heldur að menn hafi tekið til við að skoða málið og sett það í farveg sem er í dag að skila ár- angri,“ skrifaði Heiðveig. Já, sæl. Sameiningar og viðræður Í aldarbyrjun hófst ferli sam- einingar sem enn stendur yfir og segir frá í 100 ára sögu Sjó- mannafélagsins, Frjálsir menn þegar aldir renna. Hásetafélag Reykjavíkur, sem stofnað var 1915 og varð nokkrum árum síð- ar Sjómannafélag Reykjavíkur, sameinaðist Matsveinafélagi Ís- lands árið 2007. Nafni félagsins var breytt í Sjómannafélag Ís- lands sem sagði skilið við Al- Eftir Jónas Garðarsson » Ari fróði mælti: „þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“. Fylgjum ráði hins mikla sagnaritara fremur en slag við vindmyllur og rollur. Jónas Garðarsson Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands. jonas@sjomenn.is Hvorki gráðugt tröll né meinlaus rolla Viðræður í uppnámi Í byrjun árs 2018 hófust við- ræður milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Sjúkra- trygginga Íslands um gerð rammasamnings fyrir þjónustu í dagdvalarrýmum, en slíkur samningur hefur ekki verið gerð- ur áður. Í viðræðunum hefur komið fram að það vantar að lág- marki 30% hækkun á núverandi daggjald til að rekstur almennra dagdvalarrýma gangi upp fjár- hagslega. Þegar þessar upplýsingar komu fram fóru viðræðurnar í uppnám og ekki hefur verið haldinn formlegur samningafundur síðan í lok mars. Áframhaldandi niðurskurður boðaður Þrátt fyrir boðaða aukningu á framlögum til heilbrigðiskerfisins í framlögðu fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2019 og boðaða fjölgun dagdvalarrýma, er ekki hægt að lesa frum- varpsdrögin á annan hátt en þann að rík- isstjórnin boði áframhaldandi niðurskurð á greiðslum til reksturs dagdvalarrýma. Sam- kvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er einnig ætlunin að skerða greiðslurnar enn frekar árin 2020 og 2021, að minnsta kosti. Standi þessi ákvörðun ríkisstjórnar í með- förum Alþingis í umræðum um fjárlaga- frumvarpið verður niðurskurðurinn meiri árin 2020 og 2021 heldur en á yfirstandandi ári og fyrirsjáanlegur er á næsta ári. Vandinn vex ár frá ári Í dag bíða vel á annað hundrað aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkr- unarrými eftir plássi. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg úrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunar- heimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af stöðu mála. Á með- an þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á með- an vex vandinn með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa til- kostnaði fyrir ríkissjóð. Dagdvalir eru hlut- fallslega ódýrt úrræði sem gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Á endanum er hagkvæmur sparnaður Í dagdvölum er veitt margvísleg ein- staklingshæfð þjónusta, þar fer einnig fram þjálfun og endurhæfing. Saman geta þessir þættir seinkað þörf fyrir hjúkrunarrými en einnig flýtt fyrir útskrift af sjúkrahúsi og dregið úr tíðni sjúkrahúsinnlagna. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er því skrýtin forgangs- röðun hjá stjórnvöldum að vega að rekstri dagdvala og óneitanlega vakna þær spurn- ingar hvort dagdvalirnar hafi gleymst í fjár- lagafrumvarpinu eða hvort ætlunin sé hrein- lega að leggja þær niður? Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld skýri þessa illskilj- anlegu stefnu sem birtist í fjárlagafrumvarp- inu. Það er ekki sanngjarnt að ríkisvaldið krefjist þjónustu fyrir verð sem er sannanlega undir kostnaðarverði. Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu fara fram á gegnsæja verð- lagningu og sanngjarnt verð fyrir dagdval- arþjónustu sem hefur í senn í för með sér þjóðhagslegan ávinning og ekki síður aukin lífsgæði fyrir þá sem njóta þjónustunnar, sem er jú mikilvægasta atriðið. Eftir Pétur Magnússon » Við sem störfum í velferð- arþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af stöðu mála ... Of fá hjúkr- unarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. petur.magnusson@hrafnista.is Gleymdust dagdvalirnar eða er ætlunin að leggja þær niður? Dagdvalir eru stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eft- irlit og umsjá til að geta búið áfram heima og mikilvægur val- kostur í þjónustu við aldraða. Dagdvalir eru ætlaðar ein- staklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdeg- is og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir upplifa á efri árum. Einnig eru til endurhæfingardagdvalir þar sem fram fer markviss endurhæfing eftir veik- indi eða slys. Mikilvæg forvörn Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma sem í boði eru í flestum sveitarfélögum lands- ins og eru aðallega rekin af sveitarfélögunum sjálfum en einnig af hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdval- arrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu, bæti lífsgæði og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.