Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Elfar Logi Hannesson held-ur áfram að bregða sér íham nafntogaðra Vest-firðinga og ánægjulegt
fyrir okkur á mölinni að hann gerir
sig nú æ meira heimakominn í höf-
uðborginni. Skemmst er að minnast
vel heppnaðrar endursköpunar hans
á „einbúa Íslands“ Gísla Oktavíusi
Gíslasyni sem kenndur er við Upp-
sali. Sú sýning lifir enn góðu lífi enda
er Kómedíuleikhús Elfars Loga
„repertoire“ stofnun, með ótal sýn-
ingar á takteinum hverju sinni og
fjölmörg svið. Eitt þeirra er í Hann-
esarholti þar sem nýjasta afurðin,
Sigvaldi Kaldalóns, var frumflutt
síðastliðna helgi, rétt áður en far-
andleikarinn axlaði sín skinn og hélt
vestur með uppfærsluna, þá fertug-
ustu og þriðju samkvæmt verk-
efnaskrá leikhússins sem er að finna
í veglegri leikskrá sem einnig inni-
heldur leiktexta verksins.
Sigvaldi Stefánsson er af því tagi
listamanna sem við þekkjum lítið til
persónulega þó að verkin séu okkur
runnin í merg og blóð. Stór hluti
laga Sigvalda er ýmist almennings-
eign sem sungin er á hverju manna-
móti án tillits til lagvísi eða söng-
hæfileika eða listrænar perlur í
lykilhlutverki á efnisskrám útlærðra
söngvara og oftar en ekki síðasta lag
(eða næstsíðasta eins og nú er) fyrir
fréttir. En hvaða maður er þetta á
bak við „Þú eina hjartans yndið
mitt“, „Ave Maria“ og „Á Sprengi-
sandi“? Þessi kall með skrítna inn-
rímaða nafnið sem er alveg á mörk-
unum að maður þekki á mynd?
Það er ærið verkefni sem Elfar
Logi hefur sett sér og leikhúsformið
gerir ýmsar kröfur sem samræmast
ekki alveg þörfinni fyrir grunn-
upplýsingar. Þó tekst honum að
koma ýmsu af því taginu til skila og
hjálpar þar ramminn sem hann hef-
ur valið verkinu. Árið er 1921 og Sig-
valdi stendur á fertugu. Hann er á
berklahæli í Danmörku og styttir
sér stundir í baráttunni við hvíta
dauðann með því að segja hjúkr-
unarkonunni Sofie frá lífshlaupi
sínu, með áherslu á samband sitt við
náttúruna, einkum við Djúp, og svo
auðvitað tónlistina. Að mörgu leyti
góð grunnhugmynd, ekki síst af því
að Sunna Karen Einarsdóttir er
jafnframt í hlutverki nokkurs konar
hljóðmyndasmiðs. Sofie situr lengst
af við hljóðfærið og leikur tóndæmi
úr sönglögum Sigvalda. Vel valin
tóndæmi þar sem alþekktar perlur
hljóma saman við minna kunn verk.
Í tvígang syngur Sunna Karen líka
og ferst það vel með sinni fallegu og
látlausu rödd. Hún skilar líka mót-
leikaraskyldum sínum með prýði.
Þó að „Íslandskynning“ fyrir
danska hjúkrunarkonu sé kveikjan
að einræðu Sigvalda gefur Elfar
Logi honum nokkuð lausan tauminn,
leyfir persónunni að líta í anda liðna
tíð og berast frjáls um fortíð sína.
Oft er okkur ljóst að Sigvaldi er ein-
faldlega á valdi minninga sinna, að
hugsa upphátt, tala við sjálfan sig
eða einfaldlega þá sem í salnum
sitja. Það þýðir í reynd að áhersla
verksins er frekar á persónulýsingu
en æviágrip. Þar liggur líka styrk-
leiki Elfars sem leikara; að skapa
trúverðugar eftirmyndir. Sigvaldi
Kaldalóns birtist okkur hér sem
hrifnæmur og heiðríkur rómantíker,
sem velkist ekki í vafa um að listræn
sköpun eigi upptök sín í náttúrunni,
og hvað hann sjálfan varðar í fegurð
Djúpsins og sveitanna kringum
Kaldalón. Elfar sýnir okkur mann
sem á köflum er á valdi innblásturs-
ins og fer auðveldlega fram úr sér.
Það er ekki erfitt að trúa því að
þrekraunir þær, sem læknisstörf í
stóru og ógreiðfæru héraði þýddu
um og upp úr aldamótunum nítján
hundruð, hafi kostað svona mann
heilsuna, eða allavega mótstöðuaflið
gegn vágestum á borð við taugaveiki
og berkla. Opinn hugur er ber-
skjaldaðri en herptur og harður og
Sigvaldi sýningarinnar leyfir sér
ekki slíkan munað, eða á slíkt ekki í
sér. Þessi persónulýsing er aðal sýn-
ingarinnar, umfram kannski drama-
tík, sem myndin af þessu lífshlaupi
dregur síður fram, og er mögulega
ekki að finna í viðfangsefninu. Ef
eitthvað úr lífshlaupi Sigvalda
Kaldalóns hefði mátt fá fyllri með-
ferð myndi ég fyrst nefna tengsl
hans við tónlistina sjálfa, upplifun
hans af tónlist annarra, smekk og
eigin metnað. Það er jú hennar
vegna sem við höfum áhuga á þess-
um manni.
Þó að texti verksins sé skrifaður
og birtur í leikskránni leyfir Elfar
sér talsvert frelsi gagnvart hinu rit-
aða orði, umorðar og endursegir efn-
ið á köflum. Mér þótti stundum gæta
nokkurs óöryggis í beitingu þessa
stílbragðs, sem vafalaust er ætlað að
gefa flutningnum raunsæislegt yfir-
bragð. Það er stutt þaðan yfir í til-
finningu fyrir óöryggi í textakunn-
áttu, að leikarinn sé að bjarga sér
frekar en að persónan sé að leita
orða, skoða hug sinn eða safna
kjarki til að tala um óþægilega hluti.
Að öðru leyti var þessi dagstund
með listamanni ánægjuleg, fróðleg
og hrífandi.
Fóstursonur Djúpsins
Hannesarholt
Sigvaldi Kaldalóns bbbmn
Eftir Elfar Loga Hannesson. Tónlist: Sig-
valdi Kaldalóns. Leikstjórn: Þröstur Leó
Gunnarsson. Leikmynd og búningar:
Marsibil G. Kristjánsdóttir. Lýsing:
Magnús Arnar Sigurðarson. Leikendur:
Elfar Logi Hannesson og Sunna Karen
Einarsdóttir. Kómedíuleikhúsið frum-
sýndi í Hannesarholti 4. október 2018,
en rýnt í aðra sýningu 7. október 2018.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Innblástur „Elfar sýnir okkur mann
sem á köflum er á valdi innblásturs-
ins og fer auðveldlega fram úr sér.“
Tónar Hjónin Karen Margrethe og Sigvaldi Kaldalóns. Í fjarska sést Ármúli, læknisbústaður Sigvalda fyrir vestan.
Sátt hefur náðst innan Sænsku aka-
demíunnar (SA) um ályktun þar sem
Katarina Frostenson er beðin að
draga sig tafar-
laust út úr öllu
starfi SA til fram-
búðar. Þetta kom
fram í viðtali við
Per Wästberg í
útvarpsþættinum
Söndagsintervjun
á SVT um
helgina, en fjallað
var um þáttinn á
vef SVT á föstu-
dag. Í apríl dró
Frostenson sig út úr störfum SA um
óákveðinn tíma í kjölfar harðvítugra
deilna innan SA um það hvernig taka
skyldi á ásökunum þess efnis að eig-
inmaður hennar, Jean-Claude Ar-
nault, hefði áratugum saman beitt
konur kynferðislegu ofbeldi.
Wästberg hefur lengi verið þeirrar
skoðunar að Frostenson bæri að
víkja þar sem hún hefði ekki sýnt SA
hollustu. Að sögn Wästberg var ein-
hugur um ályktunina, sem rædd var á
fundi SA 11. október, og aðeins tveir
á móti. Segir hann ályktunina verða
birta fljótlega, jafnvel í þessari viku. Í
samtali við SVT segir Anders Olsson,
starfandi ritari SA, alls ekkert víst að
ályktunin verði gerð opinber. Í fyrr-
nefndu viðtali segist Wästberg ávallt
hafa trúað þeim konum sem sakað
hafa Arnault um kynferðisofbeldi,
enda hafi frásagnir þeirra verið trú-
verðugar. Um nýlegan dóm sem Ar-
nault hlaut vegna nauðgunar segir
hann ljóst að réttlætið hafi sigrað.
Wästberg segir allar líkur á því að
þeir tveir nýju meðlimir sem sam-
þykktir voru á síðasta fundi SA muni
þekkjast boðið, en svör þeirra áttu að
liggja fyrir í gær, mánudag, svo Svía-
konungur, sem er æðsti verndari SA,
gæti samþykkt ráðahaginn. Í fram-
haldi af umfjöllun SVT sendi Wäst-
berg frá sér fréttatilkynningu þar
sem hann baðst afsökunar á fyrri um-
mælum sínum um væntanlega með-
limi. „Það er rétt sem Anders Olsson
segir að ekki er formlega búið að
velja nýja meðlimi. Ég bið alla mögu-
lega kandídata afsökunar,“ skrifar
Wästberg og ítrekar að Olsson einn
sé talsmaður SA þegar komi að
spurningum um val á nýjum með-
limum. silja@mbl.is
Verður Frostenson neydd til að hætta?
Katarina
Frostenson
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka
Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s
Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s
Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka
Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka
Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s
Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s
Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 11:00
Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fös 19/10 kl. 22:00
Daður og dónó
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s
Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 16. s
Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 26/10 kl. 20:00 17. s
Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 18. s
Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tví-skinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s
Lau 27/10 kl. 20:00
Sing-a-long
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s
Besta partýið hættir aldrei!