Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 17

Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018 Segja enn tíma til stefnu  Enn enginn árangur af Brexit-viðræðum  Landamærin á Írlandi standa út af Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins sögðust enn vera bjartsýnir í gær á að hægt yrði að semja um útgöngu Breta úr sambandinu, þrátt fyrir að viðræðurnar hefðu ekki borið árangur um helgina. Stefnt hafði verið að því að drög að sam- komulagi lægju fyrir áður en leiðtogar sam- bandsríkjanna funda á morgun í Brussel. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði að enn væri ósætti á milli aðila um það hvernig ætti að halda landamærum Írlands og Norður-Írlands opnum líkt og áður fyrr, en sagð- ist telja að hægt yrði að ná samkomulagi. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði að það yrði að reyna til þrautar að semja, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist enn hafa trú á framgangi viðræðnanna. Hann bætti þó við að Evrópusambandið væri búið undir alla möguleika, þar á meðal þann að Bretland yfirgæfi sambandið næsta vor án þess að samkomulag um viðskipta- samband þess við ESB lægi fyrir. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, taldi að líklega þyrfti að bíða fram í nóvember eða des- ember áður en greitt yrði úr öllum flækjunum. Það væru hins vegar nokkur grundvallaratriði sem ekki yrði hægt að víkja frá. Deilan snýst að miklu leyti um það hvernig eigi að tryggja það að vörur geti farið yfir írsku landa- mærin án þess að það þurfi að tollskoða þær. Hef- ur Evrópusambandið lagt til að Norður-Írland verði, a.m.k. tímabundið, enn innan tollabanda- lagsins, en Bretar hafa hafnað því sem aðför að fullveldi sínu, þar sem þá myndu aðrar reglur gilda um Norður-Írland en aðra hluta ríkisins. Mun hafna samkomulagi May Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokks- ins, sagði í gær að flokkur sinn myndi greiða at- kvæði gegn öllum samningsdrögum um Brexit, nema þau fælu í sér mun nánara samband Bret- lands og Evrópusambandsins en hingað til hefur verið rætt um. Sagði Sturgeon að þeir valkostir sem May hefði boðið upp á væru annars vegar Brexit án sam- komulags eða Brexit með samkomulagi þar sem engin smáatriði væru á hreinu. Sturgeon lofaði í síðustu viku að hún og flokkur sinn, sem fer með völdin í skosku heimastjórninni, myndu leggja fram drög að nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands, þegar ljóst væri hvernig samkomulag lægi fyrir í Brexit-málinu. AFP Brexit Theresa May gaf breska þinginu skýrslu í gær um stöðuna í Brexit-viðræðunum við ESB. Lögreglan í Ist- anbúl leitaði í gær í bústað ræðismanns Sádi-Arabíu að vísbendingum um örlög blaða- mannsins Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið myrtur þar innandyra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, heimsótti Sádi-Arabíu í gær til þess að ræða við æðstu ráða- menn þar um málið, sem valdið hef- ur miklum titringi í samskiptum Sádi-Araba við Vesturlönd. Sendu Bretar, Frakkar og Þjóðverjar frá sér sameiginlega yfirlýsingu um helgina, þar sem þess var krafist að hvarf Khashoggis yrði rannsakað á trúverðugan hátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við Salman, konung Sádi- Arabíu, í síma í gærmorgun og sagð- ist konungurinn þá ekki hafa neina hugmynd um hvað hefði orðið um Khashoggi, sem hefur ekki sést síð- an hann gekk inn í skrifstofu ræðis- manns Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október síðastliðinn. Sagði Trump eftir símtalið við fjölmiðla vestan- hafs að hugsanlega hefði Khashoggi verið myrtur af öflum sem ekki hefðu fengið fyrirmæli um það frá neinum. Leituðu loks í bú- staðnum Jamal Khashoggi  Pompeo heimsótti Sádi-Arabíu Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því að um þrjár milljónir Afgana þyrftu nauðsynlega á matvælum að halda, og að líkur væru á hungursneyð bærist þeim ekki aðstoð. Matvælaskorturinn nú er sagður afleiðing mikilla þurrka undanfarnar vikur, sem aftur hefur leitt til upp- skerubrests og vatnsskorts. Toby Lanzer, sérstakur mann- úðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sagði að samtökin hefðu sett á laggirnar verkefni, sem ætti að geta fært um 2,5 milljónum Afg- ana matvæli um miðjan desem- bermánuð, en varaði við því að mat- vælaskorturinn væri langt genginn. Margir af þeim sem þjáðust borðuðu nú bara eina máltíð á dag og hún samanstæði oftast af brauði og tei. Varað við hungursneyð Þessi sýrlensku skólabörn brugðu á leik í frímín- útum í borginni Harim í norðurhluta Idlib- héraðs í Sýrlandi í gær. Héraðið er hið síðasta sem enn er á valdi upp- reisnarmanna í Sýrlandi, en vopnahlé var sam- þykkt í síðasta mánuði á milli Rússa og Tyrkja. Framtíð samkomulagsins var hins vegar í óvissu þar sem frestur sá sem vígamenn höfðu fengið til að yfirgefa héraðið rann út í gær. Brugðið á leik í skugga stríðsátaka AFP Harry Breta- prins og eigin- kona hans, Meg- han Markle, tilkynntu í gær að þau ættu von á barni í vor, en parið gifti sig í maí síðast- liðnum. Í sér- stakri frétta- tilkynningu frá höllinni sagði að Elísabet II. Englandsdrottning væri hæstánægð með tíðindin. Ham- ingjuóskir streymdu hvaðanæva og sendi Theresa May, forsætisráð- herra Breta, parinu sérstaka kveðju á samskiptamiðlinum Twitt- er. Fjölmiðlar í Bretlandi slógu fregnunum upp og tóku veðbankar þegar við veðmálum um kyn barns- ins, sem og hvað það myndi heita. Munu flestir hafa veðjað á að barn- ið sé stúlkubarn sem muni fá heitið Díana, eftir móður Harrys, prins- essunni af Wales heitinni. STÓRA-BRETLAND Harry og Meghan eiga von á barni Meghan Markle

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.