Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
✝ Gunnar Brynj-ólfsson fæddist
á Hverfisgötu í
Reykjavík 10. apríl
1947. Hann lést á
Tenerife 23. sept-
ember 2018.
Gunnar er sonur
hjónanna Brynjólfs
Gunnarssonar, f.
12.6. 1917, d. 11.12.
1949, og Oddrúnar
Sigríðar
Halldórsdóttur, f. 9. febrúar
1923, d. 6. apríl 2017. Systkini
hans eru Ingibjörg Miltimore, f.
27.12. 1943, Sigríður Brynjólfs-
dóttir, f. 14.12. 1944, og Guð-
björg Brynja Guðmundsdóttir, f.
14.3. 1957.
Þann 16. desember 1967 gekk
Gunnar að eiga konu sína,
Hrafnhildi Auði Gunnarsdóttur,
f. 8.6. 1948, foreldrar Gunnar
Guðmundsson, f. 25.3. 1912, d.
23.4. 1976, og Kristín Matthías-
urbæjar en hóf ungur að vinna
hjá Heildverzlun Ásbjarnar
Ólafssonar og sem messagutti á
Gullfossi. Gunnar undi vel hjá
Ásbirni en fór síðar til Eggerts
Kristjánssonar en hneigðist
fljótt að eigin atvinnurekstri þar
sem hann reyndi eitt og annað
fyrir sér. Fyrst var hann með
nýlenduvöruverzlunina Gunn-
arsval í Laugarneshverfi en síð-
ar Bílaúrvalið sem var í Borg-
artúni. Þá rak hann einnig
Söluturninn við Týsgötu um
hríð. Gunnar vann einnig hjá
Kili s/f en söðlaði svo um og hóf
störf hjá G. Þorsteinsson og
Jónsson sem síðar varð Árvík.
Það kveikti áhugann á verkfær-
um og öðru því tengdu sem
leiddi til þess að Gunnar stofn-
aði Ísbrot og síðar Verkfærala-
gerinn þar sem þau hjón störf-
uðu saman þar til yfir lauk.
Gunnar var á yngri árum
virkur í ýmsu félagsstarfi en
helgaði sig síðar alfarið rekstri
fjölskyldufyrirtækisins.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Bústaðarkirkju í dag, 16.
október 2018, klukkan 13. Jarð-
sett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
dóttir, f. 23.1. 1915,
d. 23.2. 1998. Barn
þeirra er Brynjólf-
ur Gunnarsson, f.
12.1. 1969, maki
Ásta Bjarnadóttir,
f. 12.7. 1965. Börn
þeirra eru Sara, f.
23.8. 1997, Alma, f.
9.9. 2003, fyrir á
Ásta Tómas Har-
aldsson, f. 9.2. 1991,
með Haraldi Úlf-
arssyni, f. 14.7. 1963. Maki Tóm-
asar er Selma Smáradóttir, f.
5.8. 1992, barn þeirra er Móeið-
ur Tómasdóttir.
Þau hjónin hófu búskap sinn á
Hverfisgötu 55 Reykjavík en
fluttu fljótlega á Dvergabakka
10 þar sem þau bjuggu í tæp sex
ár. Eftir það fluttu þau í Kríu-
hóla 4 þar sem þau bjuggu síð-
an.
Gunnar gekk í Miðbæjarskóla
og síðar í Gagnfræðaskóla Aust-
Skyndilega ertu farinn, lagður
upp í langferð, viðskilnaðurinn
er þungbær og erfiður.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður, vildi halda góðu sam-
bandi við fólkið í kringum sig.
Fyrstu minningarnar eru tengd-
ar heimsóknum okkar á Njáls-
götuna, þar sem pabbi ólst upp,
en þar var gestkvæmt mjög og
sóttu þau systkinin öll mikið
þangað með okkur börnin þeirra
sem var kærkomið fyrir okkur
því þá hittumst við og vorum
eitthvað að brasa saman. Einnig
er það minnistætt þegar við fór-
um í bíltúr hingað eða þangað og
oftar en ekki farið í ísbúð eða inn
að Elliðaám að kanna hvort lax
væri að stökkva í fossinum.
Pabbi fór með mig að veiða þeg-
ar ég var smá putti, smitaði mig
af veiðibakteríunni en undanfar-
ið var pabbi að mestu hættur að
veiða en hafði gaman af því að
fylgjast með hvar ég var að dýfa
færi, þannig að áhuginn var enn
til staðar. Það fór reyndar svo að
fyrir ekki svo löngu keypti pabbi
land við Brúará þar sem hann
dreymdi um að sitja á fallegum
sumarkvöldum og veiða. Pabbi
var grallari og alltaf stutt í bros-
ið og hláturinn þó áhyggjurnar
af rekstrinum lituðu stundum yf-
irbragðið sem varð fyrir vikið
ögn alvarlegra en það sem innra
bjó. Hann var líka græjukall og
hafði gaman af tækjum og tólum.
Við höfðum gaman af því að
horfa saman á gamanmyndir,
fyrst í bíó en eftir að vídeóið kom
horfðum við mikið á myndir
heima í Kríuhólunum.
Það þróaðist reyndar þannig
að pabbi var farinn að deila efni
um hverfið um tíma því við eign-
uðumst fljótt vídeótæki sem
þótti upplagt að leyfa fleirum að
njóta. En þannig var pabbi, vildi
gjarnan leyfa öðrum að njóta
með sér og vildi helst að aldrei
væri skorið við nögl.
Unglingsárin voru skemmti-
leg í Kríuhólunum því þar var
stór vinahópur ávallt velkominn
og oft kátt á hóli.
Áramótin voru alltaf uppáhald
með pabba því við deildum mikl-
um áhuga á flugeldum svo mikl-
um að ein áramótin var stofnuð
flugeldasala.
Mamma og pabbi hafa alltaf
verið náin og miklir vinir, stofn-
uðu fyrirtæki og unnu saman síð-
ustu 30 árin. Þau keyptu sum-
arbústað þar sem þau eyddu
drjúgum tíma og barnabörnin
fóru gjarnan með í sveitina, sér-
staklega þegar þau voru yngri.
Pabbi var mikill afhafnamað-
ur, vildi vera með puttana í ein-
hverskonar rekstri, oftar en ekki
tengdum sölumennsku, Gunn-
arsval, Bílaúrvalið, Söluturninn
við Týsgötu, Ísbrot þar sem ég
byrjaði að vinna með pabba með
skóla og á sumrin og að lokum
stofnuðu þau Verkfæralagerinn.
Pabbi hafði mikla ástriðu fyrir
rekstrinum þó að á stundum og
sérstaklega fyrstu árin hefði
reksturinn verið þungur og oft
reynt talsvert á sem tók sinn toll.
Pabbi hafði gaman af því að
ferðast og ég var ungur þegar
við fórum að fara í sólarlanda-
ferðir þaðan sem við eigum góð-
ar minningar. Hann hafði mikið
dálæti á Mið-Evrópu, þá sérstak-
lega Þýskalandi, en þangað fóru
þau mamma gjarnan og samein-
uðu þar áhugamál sín ferðalögin
og fyrirtækjavafstrið.
Nú síðustu árin fóru þau mest
til Tenerife, þar sem þeim leið
vel en þar andaðist pabbi á frið-
sælan máta í örmum konunnar
sem hann elskaði í rúm 55 ár.
Elsku pabbi, ég sakna þín.
Þinn
Brynjólfur (Binni).
Afi Gunnar var alltaf mjög
góður, hann var líka mjög gjaf-
mildur og vildi alltaf vera að gefa
okkur eitthvað. Eiginlega alltaf
þegar maður hitti hann vildi
hann helst heyra að minnsta
kosti einn brandara og það góða
við það var að það skipti engu
þótt við hefðum sagt honum
sama brandarann oft áður, enda
var hann mikill bullari og brand-
arakarl.
Afa þótt voða vænt um okkur
og vildi alltaf láta okkur vita
hvað honum þætti vænt um okk-
ur, hringdi líka reglulega til að
heyra í okkur.
Afi og amma áttu sumarbú-
stað og seinna annan. Við eigum
margar góðar minningar um það
þegar við vorum að fara með afa
og ömmu í sumarbústaðinn
þeirra sem hét Söruskógur, jafn-
vel þó að þar væru nánast engin
tré í fyrstu en amma og afi voru
dugleg að gróðursetja og reyna
að koma koma upp trjám en það
gekk nú ekkert rosalega vel. Nýi
bústaðurinn var svo kallaður
Ölmubrekka.
Á leiðinni í bústaðinn var allt-
af stoppað til að pissa í Hvera-
gerði og þá var oft keypt nammi
í leiðinni. Einu sinni var afi á
glænýjum bíl og vildi ekki fá
nammi í bílinn en þá sagði ég að
nammið ætti að vera í „mavan-
um“ en ekki í bílnum. Þetta
fannst honum sniðugt og rifjaði
þetta reglulega upp.
Í annað skipti þegar við vor-
um á leiðinni þegar ég var fjög-
urra ára fannst mér tilvalið að
opna hurðina á fullri ferð, þá brá
afa en ég sagði víst bara pollró-
leg: „Ég var bara að próf’etta“.
Þetta fannst honum skemmtilegt
tilsvar sem var oft rifjað upp, en
barnalæsing fór aldrei aftur af,
jafnvel nú þegar ég er orðin 15
ára.
Í sumarbústaðnum vorum við
margt að bralla og föndruðum
t.d. mikið, það mikið að á end-
anum varð til eitt herbergi sem
var kallað Sara & Alma Listhús.
Svo fengu afi og amma pott í
sumarbústaðinn sem var mjög
gaman að fara í og þegar við
komum úr pottinum var afi alltaf
tilbúinn með heit handklæði fyrir
okkur.
Þegar ég var orðin stærri og
æfði fimleika fimm sinnum í viku
skutlaði afi mér mjög oft í fim-
leikana og þá gátum við talað
saman um margt. Þá hlustuðum
við á skemmtilega tónlist og ég
var að kenna afa textana, fékk
hann meira að segja til að rappa
„Reykjavík er okkar“ með mér.
Alltaf þegar afi sótti mig var
hann með Pepsi-dós í bílnum
þannig að við ræddum það að
það væri ekki hollt að drekka gos
og ég benti honum á að ég væri
ekki að drekka gos og þá hætti
hann að drekka gos og var alltaf
stoltur þegar hann sótti mig með
vatn í bílnum.
Þegar ég var að príla í klifur-
veggnum þeirra (hleðsluveggur-
inn) heima í Kríuhólum var afi
alltaf með hjartað í buxunum og
tilbúinn að grípa mig, svo þegar
ég var búin að klifra upp komst
ég að því að þar geymdi hann
hattana sína.
Afi elskaði útlönd eins og ég
þannig að við fórum stundum
saman til útlanda, t.d. í sumar
þegar við fórum til Tenerife og
héldum upp á afmælið hennar
ömmu.
Þegar ég fór í fimleikaferðir
til útlanda vildi hann borga fyrir
mig svo að ég gæti örugglega
farið.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín
Alma.
Elsku afi Gunni, mikið ofsa-
lega sakna ég þín, ég sakna þess
að fara í Verkfæralagerinn og
kíkja inn á skrifstofu til að
spjalla um lífið eða hjálpa til við
einhver tæknimál. Þú hafðir svo
mikla ást til að gefa og þegar ég
kom í fjölskylduna bara fjögurra
ára varð ég strax afastrákur. Þú
varst nefnilega svo mikill barna-
kall og gleymi ég ekki þeirri
stund þegar ég sagði þér að þú
værir að verða langafi. Það var
alltaf jafn gaman að fara upp í
Kríuhóla og fá að velja sér bíó-
myndir til að horfa á. Það var til
svo mikið af DVD- og VHS-spól-
um að þú hefðir auðveldlega get-
að opnað vídeóleigu uppi á 8.
hæð með góðu úrvali. Við höfð-
um sameiginlegt áhugamál um
tæki og tól og hringdir þú þá í
mig til að fá hjálp við uppsetn-
ingu eða kennslu á nýjustu
tækni.
Elska þig, afi.
Tómas Haraldsson
Ein fyrsta minningin um afa
er þegar ég var í pössun í Kríu-
hólunum og ég sat í fanginu á afa
að hreinsa vandlega á milli tánna
á mér eða í bleika uppblásna
stólnum í fanginu á afa að troða
mér í gegnum stólinn. Eða þegar
ég var hoppandi í rúminu, sóf-
anum eða jafnvel á honum stans-
laust tímunum saman. Afi elsk-
aði að horfa á góðar
spennumyndir eða skemmtilega
grínmynd og man ég vel eftir
honum heima í Kríuhólum að
horfa á einhverja mynd með
hljóðið í botni.
Afi og amma áttu sumarbú-
stað sem ég fékk að skíra og
kallaði Söruskóg þó þar væri
varla stingandi strá. Ég hjálpaði
afa og ömmu að gróðursetja en
var stundum eitthvað að flýta
mér þannig að það fóru flestar
plönturnar í sömu holuna, jafn-
vel allar, sem döfnuðu síðan ekk-
ert vel.
Í sumarbústaðnum átti ég
galdrasteina og þegar strákurinn
í næsta bústað var heldur ágeng-
ur að koma að spyrja eftir mér
hótaði ég að galdra hann í frosk
en eftir það sást hann ekki.
Afi var alltaf fínn klæddur
með hringa og fallegt úr, með
axlabönd og vasahnífinn til taks
ef eitthvað þurfti að opna, sem
kom sér oft mjög vel og þá sér-
staklega þegar þurfti að opna
eitthvert af nýju tækjunum hans.
En afi var alger tækjakall,
þurfti alltaf að eiga nýjasta sím-
ann, tölvuna, GPS-ið, eða ein-
hverja aðra græju jafnvel þó
hann væri löngu hættur að geta
lært á þá því hann skipti svo ört
um síma og tölvur en þá fannst
honum gott að geta leitað til mín
eða Tómasar bróður til að hjálpa
honum.
Mér er minnistætt þegar við
afi sátum inni á skrifstofu í
Verkfæralagernum, við bæði
eitthvað að brasa og afi jafnvel í
kapal í tölvunni líka eða með
kveikt á snóker, þá leið yfirleitt
ekki langur tími þar til að annað
hvort okkar fór að spyrja hitt út í
daginn og veginn og þá lentum
við gjarnan á kjaftatörn. Afi
reyndi meira að segja stundum
að útskýra fyrir mér snóker en
sennilega var áhuginn ekki næg-
ur hjá mér þannig að ég féll ekki
fyrir snóker, ekki að sinni að
minnsta kosti.
Afi var alltaf mjög stoltur af
mér í vinnunni og þegar ég átti
vakt í Verkfæralagernum eða
kom við til að leysa af stóð yf-
irleitt ekki á því að afi hringdi
skömmu síðar til að hrósa mér
fyrir góða sölu og kallaði hana
Sörusölu.
Afi var einnig mjög stoltur af
mér í skólanum og hvatti mig
mikið áfram þar og hafði alltaf
jafn mikla trú á mér, ég gæti
gert hvað sem ég vildi og það
mun ég alltaf muna.
Minningin um góðan afa lifir.
Sara.
Ég og pabbi vorum að tala um
þig – þú varst með Hröbbu að
njóta lífsins á Tenerife. Síminn
hringdi, ég horfði á sorgarsvip
pabba, hann þurfti ekkert að
segja. Ég fékk sting fyrir hjart-
að, grét – ég fór í afneitun. Ég
dembdi mér í allt sem framund-
an var. Þú varst á Tenerife, ég
var í Marokkó, þetta gerðist
ekki. Mig dreymdi draum,
draum þar sem þú tókst utan um
mig með þínu sterka góða faðm-
lagi og kvaddir mig. Ég vaknaði,
leið vel, ég fann fyrir nærveru
þinni. Síminn hringdi, þú varst
kominn heim.
Alla vikuna hef ég vitað að
verkefni þessa dags yrði það erf-
iðasta, ég var á leiðinni að kveðja
þig, elsku besta afa frænda. Með
tárin í augunum og þungt fyrir
brjósti, keyrði ég fram hjá
Verkfæralagernum og þá brotn-
aði eitthvað inni í mér. Ég mun
aldrei aftur labba þar inn, taka
utan um Hröbbu mína og segja:
er Gunni inni á skrifstofu? Átt
bestu og innilegustu samtölin við
þig um allt milli himins og jarð-
ar. Veröld mín hrundi, stóri
bróðir mömmu sem ákvað þegar
afi dó að hann yrði afi frændi,
var farinn.
Í minningunni var ég alltaf í
fanginu á þér. Með klístraða
putta ataði ég út öll bindin þín og
stal öllu Opal úr brjóstvasanum
þínum. Þú lagaðir blúnduna á
sokkunum mínum því þú vissir
hversu mikla fullkomnunarár-
áttu ég var með og að ég færi að
grenja ef hún yrði skökk. Eftir
að afi dó genguð þú og Hrabba
okkur í afa- og ömmustað, við
fengum óskerta athygli og mátt-
um alltaf vera hjá ykkur. Ynd-
islegar minningar úr Kríuhólun-
um: þegar Binni tók mig í „rólu“,
mikill söngur, hversu fyndin og
skemmtileg þér fannst ég vera,
allar sögurnar og að fá að hjálpa
Hröbbu í eldhúsinu.
Eftir að þú fékkst hjartaáfall
ákvað ég að Guð væri ekki til
nema hann myndi leyfa þér að
lifa – ég bað – þú varst í lífi mínu
í rúm 20 ár til viðbótar.
Þið Hrabba tókuð mig að ykk-
ur þegar ég var í Versló. Ég upp-
lifði íbúðina sem bíósal, þvílíkt
safn af dvd-diskum sem þú áttir.
Þið hugsuðuð um mig líkt og
ykkar eigið barn og stóðuð við
bakið á mér í einu og öllu. Á
hverju einasta afmæli hringdi
síminn og þið Hrabba sunguð í
kór afmælissönginn.
Á síðustu árum áttum við mik-
ið af innilegum samtölum, þú við-
urkenndir svo margt fyrir mér
sem þú viðurkenndir ekki fyrir
öðrum. Fyrir það er ég þakklát.
Elsku Gunni frændi, Guð-
mundur á nú von á sínu öðru
barni. Þessi börn eiga ömmur og
afa sem gefa þeim skilyrðislausa
ást en ég mun engu að síður taka
þig til fyrirmyndar og gefa þeim
það líka. Þó það sé sárt að sakna
þá er enn betra að elska og búa
til minningar. Þú veist ekki
hversu mikið ég á eftir að sakna
þín. Öll símtölin og Snapchat-
skilaboðin. Hlátur þinn er fastur
í hausnum mínum og ég vona að
hann hverfi aldrei.
Elsku Gunni, ég veit að þú
hefur áhyggjur af elsku Hröbbu
þinni, ég lofa þér að hún verður
umlukin ást og umhyggju. Ég
veit að þú ert hjá ömmu, Binna
pabba þínum og Guðmundi afa
og þau passa upp á þig þar til að
við hin komum til þín einn dag-
inn.
Elsku Hrabba mín, Binni,
Ásta, Tómas, Sara, Alma, Selma
og Móeiður, mínar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
stund. Hjarta mitt er hjá ykkur.
Eva Hrund Gunnarsdóttir.
Elsku Gunni bróðir, þrátt fyr-
ir veikindi undanfarin ár átti ég
ekki von á að þú værir að fara
frá okkur nærri strax og kom
símtalið frá Hröbbu eins og
þruma úr heiðskíru lofti, þar sem
ég hélt að þið væruð bara að
njóta á Tenerife. Mikið eigum við
eftir að sakna þín öll fjölskyldan.
Margs er að minnast þegar
maður lætur hugann reika eins
og utanlandsferðirnar okkar
saman, sumarbústaðaferðirnar
og svo margt, margt fleira sem
við gerðum saman hér áður fyrr.
Þið Hrabba tókuð að ykkur
það hlutverk að vera auka afi og
amma þegar börnin okkar fædd-
ust, enda með eindæmum barn-
góð bæði tvö, og fundu Rósa,
Eva og Guðmundur það strax að
þau voru alltaf velkomin og gátu
alltaf leitað til afa frænda og
Hröbbu (reyndar kölluðu þau
hana líka afa frænda).
Ég man að þú varst alltaf að
passa upp á litlu systur og tókst
það hlutverk mjög alvarlega þeg-
ar við Gunni Gísli byrjum að hitt-
ast. Í eitthvert skiptið þegar
Gunni Gísli kom að sækja mig
varst þú staddur á Njálsgötunni
og vildir fá að hitta þennan strák
sem ég var að hitta og ræða að-
eins við hann áður en ég færi
niður, seinna um kvöldið fékk ég
heyra hvað fór ykkar á milli, það
var það að þú skyldir láta hann
kenna á því ef hann kæmi ekki
vel fram við mig, þarna sást það
vel hve vænt þér þótti um litlu
systur og eftir þetta samtal ykk-
ur urðuð þið bestu vinir.
Það er erfitt að kveðja því
maður vill ekki trúa því að þú
sért farinn frá okkur, en minn-
ingarnar lifa og við höfum marg-
ar góðar minningar að ylja okkur
við, þær munum við rifja upp oft
á næstunni.
Elsku Hrabba okkar, Binni,
Ásta, Sara, Alma, Tómas, Selma
og litla langafagullið Móa – miss-
ir ykkar er mikill, Guð blessi
ykkur öll á þessari sorgarstundu.
Þín litla systir,
Guðbjörg Brynja (Gugga).
Gunnar
Brynjólfsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI SIMONARSON HÁKONARSON
bóndi,
Haga, Barðaströnd,
lést sunnudaginn 14. október á
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði.
Útförin fer fram frá Hagakirkju laugardaginn 27. október
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Kristín Ingunn Haraldsdóttir
Björg Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson
Margrét Bjarnadóttir Kristján Finnsson
Jóhanna Bjarnadóttir Árni Þórðarson
Hákon Bjarnason Birna Jónasdóttir
Kristín Bjarnadóttir
Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir
Gunnar Bjarnason Regína Haraldsdóttir
afa- og langafabörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI JÓNSSON,
Tjarnalundi 1b, Akureyri,
lést sunnudaginn 7. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Jórunn Bjarnadóttir Þorlákur Sveinsson Lyngmo
Ottó Geir Borg Eydís Björk Guðmundsdóttir
og barnabörn
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Brynjólfsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.