Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 30

Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018 NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 17/10 kl. 20:00 HVÍSLAR MÉrHLYNUR TÓNLEIKARÖÐ 2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á O kk ar m ik ils vi rt as ön gv as ká ld ,J ón Á sg ei rs so n, fa gn ar ní ræ ði sa fm æ li þa nn 11 .o kt ób er . VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Franski rithöfundurinn og mynd- skreytirinn Benjamin Chaud var staddur hér á landi í síðustu viku vegna barnabókahátíðarinnar Úti í mýri sem haldin var í Norræna hús- inu. Þar tók hann þátt í umræðum og stóð fyrir vinnustofu og gaf sér auk þess tíma til kennslu í Myndlistar- skólanum í Reykjavík. Forlagið Ang- ústúra hefur gefið út þrjár fallegar barnabækur eftir Chaud, Ég lærði ekki heima af því að …, Bangsa litla í sumarsól og Bangsa litla í skóginum en sú síðastnefnda er nýkomin út. Chaud hefur myndskreytt yfir 60 bækur og skrifað fjölda þeirra sjálfur og hafa þær verið gefnar út á fjölda tungumála víða um heim og bæði notið vinsælda og hlotið verð- laun. Chaud hlaut m.a. gullverðlaun samtaka myndskreyta í New York, New York Society of Illustrators, ár- ið 2014 og hann hefur í tvígang verið tilnefndur til barnabókaverðlauna Astrid Lindgren, Astrid Lindgren Memorial Award, í fyrra og á þessu ári. Hugmyndavinnan tímafrek Blaðamaður hitti Chaud á kaffi- húsi degi fyrir barnabókahátíðina og ræddi við hann um bækur hans og listsköpun meðal annars. Chaud er þekktastur fyrir bækur sínar um litla bangsann sem nú eru orðnar fjórar og sú sem Angústúra gaf út á dög- unum er sú þriðja í röðinni. Mynd- skreytingar Chauds í bókunum eru hrífandi, spaugilegar og oftast nær mikið að gerast á hverri opnu, fjöldi persóna og hluta og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í verkin. Chaud segir skrifin hins vegar ekki síður erfið, enda sé hann myndlist- armaður að upplagi. Hann er spurður að því hversu miklum tíma hann verji í gerð bókar á borð við þá sem blaðamaður flettir meðan á samtalinu stendur, þ.e. Bangsa litla í skóginum. „Það er erf- itt að svara því, það tekur mig langan tíma að fá hugmyndir og vinna í öll- um smáatriðunum og samsetning- unum,“ svarar Chaud. Hann byrji vinnudaginn oft á kaffihúsi þar sem hann sitji, drekki kaffi og teikni í skissubók. „Ég er oftast með þrjú eða fjögur bókaverkefni í gangi í einu,“ útskýrir hann. Hann leyfi teikningunum að flæða fram í skissu- ferlinu í stað þess að leita eða bíða eftir innblæstri. Skissar dögum saman Chaud dregur fram skissubók af fínustu gerð, Moleskine, og sýnir blaðamanni innihaldið. „Ég teikna allar mínar hugmyndir í hana,“ segir hann og við blasir fjöldi lítilla penna- teikninga af fólki, dýrum, húsum, landslagi og fleiru. „Ég teikna handahófskennt dögum saman og smám saman mótast sagan og mynd- irnar koma saman. Á ákveðnum tímapunkti veit ég svo um hvað ég er að fjalla.“ Chaud lýsir ferlinu sem á eftir kemur eins og púsluspili, segist raða skissunum í raun upp þannig að úr verði flóknar myndir sem börn ættu að geta dundað sér við að skoða, aft- ur og aftur. Chaud teiknar mynd- irnar á pappír, ekki í tölvu, en hins vegar litar hann myndskreyting- arnar í tölvu og í tilfelli bangsa litla notar hann fáa liti því oftast nær er mjög mikið að gerast á hverri mynd. Hann er spurður hversu langan tíma hann fái til að klára bók á borð við Bangsa litla í skóginum og segist hann hafa um fjóra mánuði, allt frá hugmyndavinnu að fullkláruðu verki. Áhersla á frásögn og lausnir Chaud segist njóta þess að gleyma sér í sköpunarferlinu og fyrstu bók- ina um bangsa litla gerði hann fyrir eldri son sinn og þá næstu fyrir yngri soninn. „Fyrir Fleur“ stendur fremst í þeirri sem Angústúra var að gefa út og segir Chaud að það sé dóttir bróð- ur hans. „Ég varð að finna barn af því ég á ekki fleiri,“ segir hann hlæj- andi. Hvað teiknistílinn varðar segist Chaud hvað ánægðastur með bangsabækurnar af öllum þeim sem hann hefur myndskreytt. Hann litar þær í tölvu en það var hins vegar ekki í boði þegar hann var í námi á tí- unda áratugnum, fyrst í Arts Appliq- ués-listaskólanum í París og svo Arts Décoratifs í Strassborg. Chaud lærði fyrst grafíska hönnun en sneri sér svo að myndskreytingum. Hann seg- ist litla tæknilega kennslu hafa feng- ið í myndskreytinganáminu, nem- endur hafi þurft að læra tæknina sjálfir því aðaláherslan hafi verið lögð á hugmyndavinnu og teikningu, að finna lausnir í formi mynda. „Kennararnir lögðu áherslu á frá- sögnina í teikningum,“ útskýrir hann. Og í skólanum voru engar ein- kunnir gefnar og því enginn nemandi öðrum betri. Allir jafnir. Hið grófa heillandi – Horfirðu stundum á teikningar annarra listamanna og óskar þess að þú gætir teiknað með sama hætti og þeir? „Auðvitað, þegar ég fer í bókabúð vil ég alltaf vera allir aðrir en ég sjálfur því mér finnst hinir allir svo fagmannlegir og ég þekki svo vel mína galla,“ segir Chaud kíminn. „En þetta er eins og að finnast mað- ur vera ljótasti maðurinn á hópmynd; þú hefur ekki sömu sýn á sjálfan þig og aðra. Ég áttaði mig á ákveðnum tímapunkti á því að það sem mér lík- aði við verk annarra myndskreyta var það sem í raun var ófullkomið, gróft eða illa teiknað. Það hrífur mig og ég áttaði mig á því að ég væri að reyna að fela í eigin teikningum það sem hrifi mig í teikningum annarra og að það væri ekki gott,“ segir Chaud. Sú uppgötvun hafi gert hann að betri listamanni. Síteiknandi – Þú hefur væntanlega verið teikn- andi frá því þú gast haldið á blýanti, eða hvað? „Já, já, ég hef aldrei hætt að teikna,“ svarar Chaud. – Varstu kannski inni að teikna á meðan hinir krakkarnir voru úti í fót- bolta? „Já, auðvitað,“ segir Chaud kím- inn. Hann hafi alist upp í litlu fjalla- þorpi þar sem voru aðeins 20 börn í skóla og verið besti teiknarinn í þeim hópi. „Ég var ekki góður í íþróttum eða stærðfræði þannig að ég einbeitti mér að því að teikna og hætti því aldrei. Og þess vegna er ég mynd- skreytir í dag, af því ég hætti aldrei. Börn hætta oft að teikna um tíu ára aldur því þá fara þau að verða með- vituð um að verið sé að horfa á þau. Fram að ákveðnum aldri er þeim al- veg sama en átta sig svo á því að fíll- inn sem þau eru að teikna líkist ekki fíl heldur meira kartöflu og það dreg- ur úr þeim kjarkinn. Ég hélt hins vegar áfram að teikna þótt ég væri ekki alltaf ánægður með útkomuna.“ segir Chaud. Börnum sé alveg sama um tækni þegar kemur að teikningu, ólíkt fullorðnum. „Þegar börn teikna eða horfa á teikningu sökkva þau sér ofan í hana en hinir fullorðnu horfa utan frá og velta meira fyrir sér hvernig myndin sé gerð. Börnum er alveg sama um það.“ Boðskapur nauðsynlegur Chaud er spurður út í boðskap sagna hans og hvort hann telji nauð- synlegt að hafa boðskap í barnabók- um. „Jú, mér finnst það því börnin eru að læra og bækurnar hjálpa þeim að læra. En boðskapurinn þarf ekki að bókstaflegur, má ekki vera of aug- ljós,“ segir Chaud. Fara þurfi hinn gullna meðalveg og alls ekki messa yfir börnunum. „Það er nauðsynlegt að vera heið- arlegur og með hjartað á réttum stað þegar maður gerir barnabækur. Ég er ekki með einhver skilaboð til heimsins,“ segir Chaud og brosir, „en ég reyni mitt besta þegar kemur að því að deila tilfinningum mínum og reynslu, líka þeim slæmu, svo börnin viti að þau séu ekki ein um að vera hrædd, einmana eða finna til. Við gerum það öll.“ Morgunblaðið/Eggert Vetrarblíða Benjamin Chaud við Kaffihús Vesturbæjar í blíðskaparveðri fyrr í mánuðinum. Lífleg Ein af myndskreytingum Chauds úr bók um bangsa litla en þær eru nú orðnar fjórar talsins. „Hætti aldrei að teikna“  Barnabókahöfundurinn og -myndskreytirinn Benjamin Chaud segir mikla skissuvinnu búa að baki myndskreytingum hans  Angústúra hefur gefið út þrjár bóka hans, síðast Bangsa litla í skóginum Fjörleg Úr skissubók Chauds. Hann nýtir plássið vel, eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.