Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Ari Rúnarsson, sem alþjóða- lögreglan Interpol lýsti eftir í síð- asta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur. Þetta segir Arnfríður Gígja Arngríms- dóttur, aðstoðarsaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara. Ari, sem var eftirlýstur fyrir vopnað rán og líkamsárás, var við- staddur fyrirtöku á ákæru gegn sér við Héraðsdóm Norðurlands eystra í síðustu viku. Hann var ásamt öðr- um manni ákærður hjá embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa veist að karlmanni með ofbeldi og hótunum á bifreiðastæði bak við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Annar hinna ákærðu var ákærð- ur fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás með því að hafa slegið manninn með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlit og höfuð og sparkað í fótleggi hans. Þá hótuðu þeir að drepa manninn og grafa í holu úti í sveit, auk þess að „búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans“, eins og það er orðað í ákær- unni. Ekki lengur eftirlýstur  Var á lista Interpol fyrir rán og árás Eftir að Pósturinn hætti með skeyta- sendingar, frá og með 1. október síð- astliðnum, hafa skeytasendingar í gegnum Skátamiðstöðina aukist. Áður fyrr nýttu aðallega skátar sér þjónustuna en nú berast fyrir- spurnir hvaðanæva, ekki einungis frá skátum. Unnur Líf Kvaran, þjónustu- fulltrúi hjá Skátamiðstöðinni, segir skátana með þeim fáu sem bjóða enn upp á skeytasendingar. „Nú erum við að afgreiða margar afmælissend- ingar, sem voru ekki algengar áður svo fólk hefur frekar nýtt sér Póstinn með það. Hjá okkur voru þetta að- allega samúðarkveðjur, þannig að þegar skáti fellur frá er eftirspurnin meiri en það fer svolítið eftir því hvað er að gerast hverju sinni.“ Pósturinn hætti með skeytasend- ingar vegna minnkandi eftirspurnar eftir þjónustunni en þeir sem nýttu sér hana hafa þurft að snúa sér ann- að. Almenningi stendur enn til boða að senda skeyti, en hægt er að senda skeyti í gegnum Landsbjörg, Land- spítalann og skátana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fleiri nýta sér skáta- skeyti Skátarnir bjóða ennþá upp á skeytasendingar Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Reykjanesbær hafnaði beiðni Út- lendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að bærinn hafi ekki verið tilbú- inn að verða við beiðninni vegna þess að íbúum hafi fjölgað mikið auk þess sem svæðið sé „mettað af hælisleitendum“. Fá pláss í leik- og grunnskólum „Við þjónustum allt að 70 til 80 hælisleitendur á hverjum tíma og leggjum áherslu á fjölskyldufólk. Við erum að axla ábyrgð á þessu verk- efni,“ segir Kjartan. „Íbúum hefur fjölgað svo mikið, allir skólar og leik- skólar eru orðnir fullir. Þannig að við vildum ekki taka áhættuna og taka við allt of mörgum hælisleit- endum. Ef það kæmi fullt af börnum þá eigum við svo fá pláss í leik- og grunnskólum til þess að taka við þeim,“ segir Kjartan. „Íbúafjölgunin hefur verið svo mikil að við höfum ekki getað byggt upp þjónustu eins hratt og við myndum vilja. Svo eru ríkisstofnanir eins og sjúkrahús og heilsugæsla líka langt á eftir í fjárveitingum. Þetta fólk þarf mikla þjónustu og mikla aðstoð fyrstu mánuðina og við teljum svæðið mettað af hælisleit- endum. Þess vegna beinum við ósk- um og tilmælum til annarra sveitar- félaga á Íslandi að taka sinn hluta af þessari samfélagslegu ábyrgð,“ segir Kjartan. Bærinn þjónustar nú hælisleitend- ur sem geta verið allt að 70 talsins og útvegar þeim húsnæði auk ann- arrar þjónustu. Þeir hælisleitendur dvelja í bænum á meðan þeir bíða eftir afgreiðslu hælisumsóknar sinn- ar. Núgildandi samningur Útlend- ingastofnunar við Reykjanesbæ kveður á um að stofnunin greiði Reykjanesbæ daggjald að upphæð 7.500 krónur á sólarhring fyrir hvern hælisleitanda, auk fastagjalds sem nemur um 11,5 milljónum króna, sem á að standa straum af launa- og rekstrarkostnaði. Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, segir að stofnunin þurfi að stækka við sig vegna fjölgunar hælisumsókna. Stofnunin hefur fengið húsnæði í Reykjanesbæ til að standa straum af fjölda umsókna. „Við erum með samninga við þrjú sveitarfélög en þeir samningar hafa ekki náð yfir þann fjölda sem hefur komið und- anfarin ár. Þar af leiðandi höfum við verið að sjá um rekstur úrræða,“ segir Þórhildur. „Okkur ber skylda til að sjá fólki fyrir húsnæði og þjón- ustu ef það getur það ekki sjálft.“ Útlendingastofnun mun stækka við sig Reykjanesbær samþykkti ekki til- löguna eins og áður sagði en Þór- hildur segir að þótt svo hafi verið þá breyti það ekki áformum stofnunar- innar um nýtingu húsnæðisins til þjónustu fyrir hælisleitendur. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reykjanesbæ og erum með samning við þau um þjónustu við umsækjendur um vernd. Að okkar mati er betra að sveitarfélögin sinni þessu hlutverki heldur en Útlend- ingastofnun, sérstaklega þjónustu við fjölskyldur. Það sem felst í þjón- ustunni er margt af því sem sveit- arfélögin eru með á sinni könnu og þau eru með starfsfólk sem er með mikla reynslu og þekkingu á sviði fé- lagsþjónustu,“ segir Þórhildur. Ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur  Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur, en bærinn að- stoðar allt að 70 hælisleitendur nú  Útlendingastofnun bætir við húsnæði vegna fjölda hælisumsókna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Bærinn útvegar þjónustu fyrir allt að 70 hælisleitendur. Þórhildur Hagalín Kjartan Már Kjartansson Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flug- vélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atl- antshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Fram kemur í auglýsingunni að þetta sé blandað flugvélaeldsneyti og er hluti þess frá því fyrir árið 2006. Að hluta til sé um að ræða olíu sem var nýtt til að hreinsa lagnakerfin á Keflavíkurflugvelli og einnig er um að ræða eldsneyti sem hefur verið dælt af flugvélum eða hefur verið pantað og ekki nýtt þ.e. blandað íblöndunarefnum. „Það er á ábyrgð kaupanda að meta og kanna gæðin, í samráði við starfsmenn birgðastöðvarinnar,“ segir í auglýsingunni á vef Ríkis- kaupa. Í auglýsingunni er óskað eftir því að tilboðum í olíuna verði skilað til Ríkiskaupa í síðasta lagi þriðjudag- inn 23. október næstkomandi. Kaup- andi þarf sækja alla olíuna í síðasta lagi 2. nóvember. Bandarískt herlið kom fyrst til Ís- lands árið 1941 samkvæmt þríhliða samningi um að Bandaríkjamenn leystu breska herliðið af hólmi. Bandaríkjaher byggði Keflavíkur- flugvöll og notaði hann til millilend- inga fyrir herflugvélar á leið yfir Atl- antshaf. Ísland og Bandaríkin gerðu með sér varnarsamning vorið 1951 sem lagði grunn að stofnun varnarliðsins. Fyrstu liðssveitir varnarliðsins komu til landsins 7. maí 1951. Varnarliðið var með starfsemi á vellinum til árs- ins 2006, en þá ákváðu stjórnvöld í Bandaríkjunum að leggja stöðina niður og færa sveitir sínar annað. Bandaríska varnarliðið var með umfangsmikla flugstarfsemi á vell- inum í þá rúmu hálfa öld sem það hafði þar aðsetur. sisi@mbl.is. Gæslan auglýsir olíu til sölu  300.000 lítrar af flugvélaeldsneyti í olíubirgðastöð NATO Keflavíkurflugvöllur Þota banda- ríska flughersins tekur á loft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.