Morgunblaðið - 16.10.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Taktu ekki allt bókstaflega sem þú
heyrir heldur sannreyndu það sjálfur. Láttu
alla sektarkennd lönd og leið þótt reynt sé að
kenna þér um hvernig komið er í viðkvæmu
vandamáli.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert svo upptekinn af tæknilegum at-
riðum þess sem þú ert að bauka að þú verð-
ur að passa þig að missa ekki sjónar á stóru
myndinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu ekki meira að þér en þú getur
staðið við með góðu móti. Sýndu ákveðni og
þá getur ekkert staðið í vegi fyrir þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera
ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig.
Mundu að annað fólk er jafn metnaðargjarnt
og kappsfullt í starfi og þú.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Veröldin hendist áfram og alltaf eru að
koma fram nýjar hugmyndir og nýjar aðferð-
ir. Ef maður upplifir þægindi, frið eða lausn á
maður bara að halda sínu striki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Kostir þess að níðast á sjálfum sér
eru fáir, ef nokkrir, en sjálfsfyrirlitning virðist
vera orðin að einskonar þjóðaríþrótt. Ekkert
fær breytt því, sem gert er og búið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nýttu þær auðlindir sem þú hefur að-
gang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í
vinnunni og á heimilinu. Djarfar ákvarðanir
eru þær einu sem eru einhvers virði.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst eins og þú náir ekki til
fólks og ættir því að endurskoða með hvaða
hætti þú talar til þess. Hikaðu ekki við að
fylgja brjóstviti þínu því það svíkur þig ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bilun í tölvunni eða önnur tækni-
vandamál geta sett strik í reikninginn hjá þér
í dag. Það er ekki við þig að sakast þótt hlut-
irnir séu þannig vaxnir að þú þurfir hjálp.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að melta þá hluti sem nú
valda þér hugarangri en hlutirnir eru ekki
eins erfiðir og sýnist í fljótu bragði. Vertu
ekkert að skipta þér af því sem er þér óvið-
komandi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar um sameiginleg mál er að
ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að stjórna
öllu. Sýndu fólki að þú hafir trú á því sem það
er að gera og að þú viljir vinna með því.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu þess að gefa ekki loforð sem
þú getur ekki staðið við. Að gefa endalaust
hugmyndir þínar og tíma án þess að fá neitt í
staðinn er fáránlegt.
Helgi R. Einarsson kom úrníræðisafmæli snillingsins
Jóns Ásgeirssonar – sem var mikil
tónlistarveisla – og orti:
Vörpulegur var og er,
veit enn hvað hann syngur.
Ég alls hins besta óska þér,
aldni tónsnillingur.
„Hreinlæti“ skrifar Davíð Hjálm-
ar Haraldsson í Leirinn:
Hér safnast upp hrúður og hroði
– og hreinlætisskortur er voði –
og ojbjakk og tað
og enginn veit hvað
– og Unnfríður tannburstann þvoði.
„Gæfi ég út ljóðabók mundi
þessi smellpassa í hana,“ skrifar
Hallmundur Kristinsson á Boðn-
armjöð:
Blásið skal í gamlar glæður.
Gerist margt á langri vakt.
Þó er oft að rímið ræður
raunar mest hvað hér er sagt.
Helgi Ingólfsson bætti við og
sagði að vísast bæri staka Hall-
mundar með sér djúpan sannleik
um eðli bragfræðinnar:
Oft mér reynist efi hvort
eyða skuli bleki.
Hér er rímað, hér er ort,
hér er mikil speki.
Og Ingólfur Ómar Ármannsson
orti til Hallmundar:
Þenur andans rekkur raust
rím og stuðla dáir.
Vetur, sumar, vor og haust
vísnaperlum sáir.
Hér liggur vel á Hallmundi
Kristinssyni:
Ennþá hef ég engu gleymt.
Ört hafa vísur frá mér streymt,
vetur sumar vor og haust,
viðstöðulaust.
Halldór Halldórsson hefur aðra
sögu að segja og andvarpar: „Ég
fæ oft algera stíflu!“:
Glími oft við orðaskort,
enginn vísnastrengur!
Kannski aldrei framar ort
ætti að geta lengur?
Þessi staka Guðmundar Hall-
dórssonar þarfnast ekki skýringa:
Horfið sumar, haust fer að
hrollköld norðan kylja.
Dável mun nú dúnmelsblað
dagsins nekt víst hylja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um tónsnilling og
hugsanlega ljóðabók
„ÉG ER HISSA Á AÐ SJÁ ÞIG HÉR – EN
ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ EKKI, ER ÞAÐ NOKKUÐ?“
„ÞÚ HEYRÐIR HVAÐ ÉG SAGÐI! HATTINN
OFAN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann reynir
að koma tilfinningum
sínum í orð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HELD AÐ ÉG MUNI STARA
UPP Í LOFT OG DAGDREYMA
ANSANS ÞAÐ ER ENDUR-
SÝNING
VELKOMINN Á ALLA-BAR!
ÉG ER GUSSI!
OG ÁÐUR EN ÞIÐ
SPYRJIÐ – ALLI ER
EKKI TIL!
ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ
ÞAÐ ER ENGIN
SKINKUSAMLOKA?
PRÓFI
Ð
FRÆGU
SKINK
U-
SAMLO
KUNA
OKKAR
Kötlugosið var að vonum mál mál-anna í Morgunblaðinu fyrir
réttri öld. Blaðið átti þá tal við Þórð
Pálsson, héraðslækni í Borgarnesi.
„Hann var á ferð frá Svarfhóli til
Borgarness á laugardaginn og eftir
því, sem hann lýsti eldunum, hafa
þeir sézt enn greinilegar úr Borg-
arfirðinum heldur en hér. Mun vind-
staðan hafa valdið því að hún rak
öskumökkinn í áttina hingað, en í
Borgarfirði mun hann ekki hafa
skygt eins á og hafði það verið furðu-
lega tilkomumikil sjón að sjá gosið
þaðan. Engin aska hefir fallið í
Borgarfirði enn, því að vindurinn
hefir bægt henni frá.“
x x x
Af Snæfellsnesi sást Kötlugosiðmjög greinilega. Ólafur Eyjólfs-
son stórkaupmaður, sem kom til
Reykjavíkur að vestan nóttin á und-
an, kvað dynki mikla hafa heyrst all-
an daginn og um nóttina varð fólki
víst eigi svefnsamt fyrir dynkjum.
Frá Akureyri sáust eldblossarnir í
Kötlu og nóttina áður tók að falla
þar aska. Pollinn lagði og ísinn varð
grár af ösku og þvottur, sem hafði
verið úti, varð svartur af gjall-
kendum sandi.
Frá Reykjahlíð í Mývatnssveit
sást eldurinn mjög vel; eins frá
Breiðumýri, Húsavík og sveitunum
þar fyrir austan, Kelduhverfi og Öx-
arfirði.
x x x
Menn stóðu víðar í ströngu, að þvíer fram kom í Morgunblaðinu.
„Síðastliðinn föstudag fór Oddur
Oddsson stöðvarstjóri á Eyrarbakka
áleiðis út að Kotströnd í Ölvesi í
símaerindum. Þegar hann kom að
Köguðarhóli, hrasaði hesturinn með
hann, en Oddur fótbrotnaði við fall-
ið. Var þetta síðari hluta dags og
umferð lítil. Gat hann enga björg sér
veitt og lá við veginn alla nóttina til
morguns, að ferðamenn fundu hann.
Var hann fluttur til bæjar og Gísli
Pétursson héraðslæknir sóttur.
Bólga var mikil hlaupin í fótinn. Má
það hepni heita, að það skyldi ekki
ríða honum að fullu, að liggja úti fót-
brotinn alla nóttina. Frost var um 3
stig, en logn. Oddi líður eftir atvik-
um vel.“ vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg-
ar hann er mér til hægri handar hnýt
ég ekki
(Sálm: 16.8)