Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
✝ Halldóra Guð-mundsdóttir
fæddist á Rauf-
arhöfn 26. sept-
ember 1927. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð 30. sept-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
mundur Jónasson,
f. 5. júlí 1886, d. 10.
apríl 1970, og
Fanney Jóhannesdóttir, f. 28.
september 1895, d. 21. desem-
ber 1963. Systkini Halldóru
voru Þorbjörg, f. 10. október
1923, d. 28. apríl 2004, Karl Her-
mann, f. 13. mars 1926, d. 16.
desember 2006, Haraldur, f. 24.
apríl 1930, d. 19. júlí 2007, Mar-
íus, f. 1. júlí 1935, d. 30 maí
2011, og Vilborg Andrea, f. 11.
júní 1937, d. 26. apríl 1993.
Eiginmaður Halldóru var
Bárður Gunnarsson loftskeyta-
maður, f. 24. maí 1931, d. 4.
september 2000. Þau gengu í
þeirra er Bjarki Þór, f. 4. sept-
ember 1996. Jóhanna á soninn
Ásmund Kristjánsson af fyrra
hjónabandi, f. 18. júní 1986,
kona hans er Dagný Davíðs-
dóttir, f. 2. mars 1991, dætur
þeirra Vilborg Freyja, f. 17.
ágúst 2013, og Þórunn Svala, f.
6. febrúar 2017, og fyrir á Guðni
soninn Þórhall Andra, f. 5. júlí
1990, kona hans er Hugrún Eir
Aðalgeirsdóttir, f. 25. ágúst
1993, dóttir þeirra er Herdís
Ýrr, f. 19. mars 2015.
Halldóra ólst upp á Barði á
Raufarhöfn en fór til Reykjavík-
ur að nema klæðskerasaum.
Hún starfaði í Tjarnarcafé með-
an á námi stóð en flutti til Ak-
ureyrar eftir að hún hætti námi.
Hún vann við framreiðslu á Hót-
el KEA þegar hún kynntist
Bárði og þau tóku saman. Hall-
dóra var lengst af húsmóðir en
hóf störf hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa árið 1974, fyrstu
árin í vinnslusal en síðar í mötu-
neyti fyrirtækisins. Halldóra tók
lengi virkan þátt í starfi Kven-
félagsins Baldursbrár þar sem
hún var heiðursfélagi.
Útför Halldóru fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 16. október
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
hjónaband 6. sept-
ember 1958. For-
eldrar hans voru
hjónin Jóhanna Sæ-
unn Sigurðardóttir
húsmóðir, f. 5. júní
1896, d. 30. janúar
1980, og Gunnar
Ólafur Kristófers-
son sjómaður, f. 10.
ágúst 1893, d. 10.
apríl 1984. Hall-
dóra og Bárður
eignuðust tvö börn. 1) Guð-
mundur, f. 14. janúar 1959,
kvæntur Steingerði Stein-
arsdóttur, f. 1. október 1959.
Börn þeirra eru Andri, f. 4.
október 1980, kona hans er
Gunnur Jónsdóttir, f. 2. október
1982, dætur þeirra Úlfhildur, f.
7. desember 2010, og Alda, f. 5.
júní 2015, og Eva Halldóra, f. 12.
janúar 1988, hennar maður er
Vigfús Karl Steinsson, f. 5. apríl
1994. 2) Jóhanna, f. 22. desem-
ber 1963, gift Guðna Þórodds-
syni, f. 28. júlí 1962. Sonur
Í dag fylgi ég Halldóru,
tengdamóður minni, síðustu
skrefin. Hún var ein af stóru
fyrirmyndunum í mínu lífi og ef
ég gæti tileinkað mér æðruleysi
hennar, dugnað og jákvæðni
væri ég vel sett. Allt frá því ég
kynntist henni fyrst dáðist ég
að ótal eiginleikum í fari henn-
ar. Hún var gestrisin með af-
brigðum. Það var sama hvenær
fólk bankaði upp á og hver, allt-
af stóðu hennar dyr opnar.
Ávallt var reitt fram allt hið
besta í mat og drykk sem hún
hafði upp á að bjóða og búið um
rúm ef einhvern vantaði gist-
ingu.
Sjálfsagt þótti líka að heim-
ilisfólk gengi úr rúmum sínum
fyrir gestinn. Hún var með ein-
dæmum greiðvikin og vildi allt
fyrir alla gera svo lengi sem það
var í hennar valdi. Ég naut þess
oft hve viljug hún var að rétta
fram hjálparhönd og fleiri úr
fjölskyldu minni nutu þess
margoft.
Hún var einstaklega ljúf-
mannleg í framkomu og hallaði
aldrei illu orði að nokkrum
manni. Þvert á móti lagði hún
sig fram um að rækta fólk og
gera því gott og sömu alúð lagði
hún við plönturnar í garðinum
sínum. Hún kunni að meta fal-
lega steina og endurvakti áhuga
minn á íslenskum kristöllum.
Við skoðuðum oft saman
svæði þar sem von var um að
finna flottar steindir og ég mat
það mikils þegar hún lét gera
fyrir okkur Gumma borð úr
slípuðum steinum sem hún hafði
sjálf fundið að hluta. Hún hafði
eins og ég óskaplega gaman af
að fara í bíltúr um íslenskar
sveitir, í berjarmó og koma
saman með fjölskyldu sinni.
Enga manneskju þekkti ég til-
búnari til að fyrirgefa mistök
sinna nánustu og viljugri til að
reyna að bera klæði á vopnin ef
eitthvað bar í milli.
Auk þess lék allt í höndunum
á henni. Hún saumaði lengi all-
ar flíkur á sjálfa sig og börnin
og ótal fallegir dúkar, púðar,
sængurföt og myndir eru til eft-
ir hana. Hún heklaði líka, prjón-
aði, lærði að hnýta, gerði
lampaskerma og bakaði dásam-
lega bragðgóðar og fallegar
kökur.
Á síðari árum fór hún í
postulínsmálun og þar nutu sín
vel hæfileikar hennar og vand-
virkni. Í mörg ár tók hún þátt í
leikfimi eldri borgara á Akur-
eyri og þar tóku margir eftir
því hversu lipur hún var, konan
sem alltaf hafði haft yndi af
dansi.
Áttatíu og fimm ára stóð hún
uppi í stiga utan á húsi sínu í
Lyngholti og málaði gluggana,
ég man að þá hugsaði ég með
mér að henni myndi takast það
sem þrumuguðinum mistókst
eða að fella Elli kerlingu. Því
miður var sú aflmikla kona auð-
vitað anda tengdamóður minnar
yfirsterkari og við sáum henni
smátt og smátt hraka. En nú er
okkur efst í huga styrkur henn-
ar og kærleikur. Hún og móðir
mín, Guðlaug Pálsdóttir, voru
miklar vinkonur og í eitt sinn er
systir mín heimsótti hana rugl-
aði hún þeim saman. Okkur
þótti vænt um að hún minnti
okkur þar á einstök tengsl.
Elsku tengdamamma, takk fyrir
allt.
Þín
Steingerður.
Við hjón komum ætíð við í
Lyngholtinu þegar við áttum
leið norður á Akureyri. Hall-
dóra stóð í gættinni og brosti
sínu blíða brosi sem náði til
augnanna og small inn í sálina á
okkur. Alltaf var gengið til
stofu og hún fór í eldhús til að
hella upp á og taka til kaffi-
brauð. Stofan bar Halldóru
vitni. Þar mátti sjá myndir af
börnum og barnabörnum og
Bárði eiginmanni hennar sem
dó skyndilega fyrir allmörgum
árum.
Handverk Halldóru var hvar
sem litið var; dúkar, púðar,
postulín. Allt smekklegt og fal-
lega uppsett. Kaffið kom fljót-
lega og kaka af besta tagi. Kök-
ur hennar voru rómaðar víða og
margir nutu þeirra, þar á meðal
kvenfélag Glerárkirkju.
Halldóra fæddist í húsi for-
eldra sinna, Barði á Raufarhöfn.
Húsið var lítið en þar bjó átta
manna fjölskylda, auk gesta
sem oft bar að garði. Í kjallara
var ein kýr í fjósi, tíu hænur og
hundurinn. Sauðfé var í fjárhúsi
ekki langt undan. Heimilið var
sjálfu sér nægt um flestar nauð-
synjar. Halldóra talaði ætíð vel
um æskuheimili sitt og foreldra,
afa minn Guðmund Jónasson og
ömmu, Fanneyju Jóhannesdótt-
ur. Hún minntist alloft á líf
þeirra og örlög. Þar mátti
greina ríka réttlætiskennd.
Halldóra hleypti ung heim-
draganum og fór suður til
Reykjavíkur. Þar vann hún á
veitingastaðnum Tjarnarcafé en
fékk leyfi vinnuveitanda síns til
að stunda vinnu og nám á dag-
inn í kjólasaumi á saumastofu í
Austurstræti. Hún sagði okkur
frá þessu ævintýri og því þegar
hún hafði lokið við fyrsta kjól-
inn. Hann var til sýnis í verslun
saumastofunnar á jarðhæð. Hún
sagði okkur feimnislega frá
gleðitilfinningunni sem hún
fékk þegar henni var sagt að
kjóllinn hefði selst um leið. Hún
lauk verklegu námi en fór síðan
norður á Raufarhöfn til foreldra
sinna. Reykjavíkurdvölin og
námið hefur eflaust breytt
ungri stúlku, aukið færni og
fegurðarskyn. Síðar fluttist hún
til Akureyrar og vann m.a. á
Hótel KEA um alllangt skeið og
bjó um tíma á heimili foreldra
minna. Þar fékk ég ríflegan
skammt af væntumþykju og
velvild hennar. Sjö ára strákn-
um fannst Halldóra einhver fal-
legasta kona sem hann hafði
séð, sérstaklega þegar hún var
komin í samkvæmiskjól með
glitrandi steinum. Ég hafði séð
myndir af drottningum og
prinsessum í dönskum blöðum
og frænka gaf þeim ekkert eft-
ir.
Bárður og Halldóra byggðu
sér hús í Glerárþorpi. Þar
fæddust börnin tvö, Guðmundur
og Jóhanna. Eftir andlát Bárðar
bjó Halldóra ein, nema um tíma
þegar ömmubarn var hjá henni.
Hún var sjálfstæð kona sem
leitaðist við að bjarga sér og
leysa það sem leysa þurfti. Síð-
ustu árin fór heilsu hennar
hrakandi og á endanum flutti
hún á dvalarheimilið Hlíð á Ak-
ureyri. Þar fékk hún góða
umönnun, en þróttur og minni
skertist síðustu misserin. Þegar
við heimsóttum hana í hinsta
sinn sat hún á kaffistofu, fallega
klædd og tilhöfð. Hún þekkti
okkur og brosti sínu blíða brosi.
Nú hefur Halldóra kvatt
þennan heim. Við þökkum henni
einstaka velvild og væntum-
þykju. Börnum hennar og
barnabörnum sendum við sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Björn
Kristmundsson, Sigríður
Bjarnadóttir.
Elsku besta amma mín. Mér
þykir alveg einstaklega erfitt að
kveðja þig.
Þú varst stór hluti af mínu
lífi og hafðir svo djúpstæð og
jákvæð áhrif á mig. Óteljandi
gönguferðir, steinatínslan og
ferðin í kringum landið eru
tímar sem ég mun aldrei
gleyma. Ég er þér svo þakklát
fyrir margt en einna helst er ég
þakklát fyrir alla samveruna.
Þegar við sátum í eldhúsinu
þínu að búa til kort, mála, baka
eða þegar þú gerðir heiðarlega
tilraun til þess að kenna mér að
hekla. Ég elskaði að búa til
hluti í höndunum og þú nærðir
þá hlið í mér. Þú kenndir mér
svo margt þó svo að þú hafir
ekki náð að kenna mér að
prjóna eða hekla. Eins og þú
sagðir: „Þetta er kannski ekki
fyrir alla.“ En í staðinn hvattir
þú mig í útsaumi og til að mála.
Stundirnar þegar við sátum
saman að skapa voru mér virki-
lega dýrmætar því þá vorum við
í okkar eigin heimi. Þú nenntir
alltaf að tala við mig um allt
sem ég vildi vita og sýndir mér
ómælda hlýju, ást og umhyggju.
Þú varst og ert mér mikil
fyrirmynd. Sjálfstæði þitt og
kraftur er nokkuð sem ég hef
reynt að tileinka mér. Ég hef
alltaf verið þrjósk og ákveðin en
alltaf þegar þú talaðir mig til
hlustaði ég því ég vissi að ég
gæti ekki þrætt við þig. Þú
varst svo stolt af mér og sagðir
mér það stöðugt en ég sé eftir
því að hafa ekki sagt þér hvað
ég var stolt af þér. Ég er stolt
af því að hafa þekkt þig, verið
skyld þér og fengið að elska
þig. Ég er stolt af því að bera
nafnið þitt. Þú varst mögnuð
kona og sterk og kenndir mér
að vera það. Takk elsku amma
mín, ég elska þig af öllu hjarta.
Þín
Eva Halldóra
Guðmundsdóttir.
Halldóra
Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRIEDA MAHLER ODDGEIRSSON,
til heimilis að Kjalarlandi 27,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
9. október.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
19. október klukkan 15.
Gunnar Örn Hákonarson
Kristín Björg Hákonardóttir
Hákon Jóhann Hákonarson
Birgir Hákonarson Hólmfríður Grímsdóttir
Hilmar Þór Hákonarson Dóróthea Elísdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
SIGURLAUG ÁSGERÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Steinnesi,
fv. bankagjaldkeri,
Rauðalæk 30, Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
11. október.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Guðmundur Þorsteinsson
Gísli Þorsteinsson Lilja Jónsdóttir
Bjarni Guðmundsson
Ólína Guðmundsdóttir
Elísabet Hanna Guðmundsdóttir
Sigurlaug Guðmundsdóttir
Þorsteinn Björn Gíslason
Jón Ármann Gíslason
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HAUKUR TRYGGVASON
bóndi á Laugabóli í Reykjadal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn
14. október umvafinn sínum nánustu.
Útför hans fer fram frá Einarsstaðakirkju
laugardaginn 20. október kl. 14.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar
Sjúkrahússins á Akureyri sem annaðist hann af alúð.
Hjördís Stefánsdóttir
Heiðrún Hauksdóttir
Hilmar Hauksson Kristín Hannesdóttir
Unnur Björk Hauksdóttir Sigurður H. Pálmason
Hugrún Hauksdóttir Pálmi Gauti Hjörleifsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
JÓNÍNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Hlévangi, Keflavík, mánudaginn
1. október.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 19. október klukkan 13.
Hilmar Bragi Jónsson
Magnús Brimar Jóhannsson Sigurlína Magnúsdóttir
Hanna Rannveig Sigfúsdóttir Ágúst Pétursson
Drífa Jóna Sigfúsdóttir Óskar Karlsson
Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir Jóhann Ólafur Hauksson
Snorri Már Sigfússon
Rebekka Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR HANNA
SIGURÐARDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 11. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 23. október klukkan 13.
Árni Júlíusson
Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson
Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir
Ingvar Örn Árnason Sonya Árnason
og barnabörn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Ofanleiti 5, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala í
Kópavogi laugardaginn 6. október verður
jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn
18. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á LJÓSIÐ -
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð.
Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson
Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir
Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Vignir Jónasson
Kristmann Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir
og systkinabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN A. S. JÓNSSON,
Hringbraut 50,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
við Hringbraut í Reykjavík 5. október.
Útförin hefur farið fram.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug og starfsfólki
Grundar fyrir góða og kærleiksríka umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Kristjánsdóttir